Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 6
6 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Afríka Veistusvarið? 1Hvaða breska rokksveit mun haldatónleika í Laugardalshöll í sumar? 2Hvaða forsetaframbjóðandi hefurákveðið að gera forsetasamning við kjósendur? 3Hvaða fugl segir Halldór Blöndal vinsinn og vill banna veiðar á? Svörin eru á bls. 47 BROTTKAST „Um leið og ég sá norsku brottkastsmyndina upp- lýsti ég að skip Samherja, Þor- steinn EA, ætti þar hlut að máli. Við fengum mjög skýra aðvörun 14. júlí í fyrrasumar þegar eftir- litsmenn komu um borð og tóku myndir. Þessir menn koma oft um borð til að fylgjast með og fara í gegnum vinnsluna. Það eru engin leyndarmál sem þeir vita ekki um,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, en útgerðin fékk aðvörun eftir að síld hafði farið í sjóinn og var henni meðal annars gert að flytja til færibönd. Þorsteinn segir að samstarfið við bæði íslenska og norska eftirlitsmenn sé gott. Vilji og stefna útgerð- arinnar og starfs- manna sé skýr og menn fari vel með þau miklu verðmæti sem þeim sé treyst fyrir. „Ég held að menn geti deilt um það hvernig norska myndin var unnin og það sem hlýtur að vekja athygli Norð- manna að ekkert norskt skip skuli vera í henni,“ segir Þorsteinn. Norska sjávarút- v e g s r á ð u n e y t i ð áformar að leggja fram kærur vegna brottkasts í norskri fiskveiðilögsögu, en norskir sjómenn hafa viðurkennt stórfellt brottkast. Svein Ludvigsen, sjávarút- vegsráðherra, lítur málið mjög alvarleg- um augum. ■ HEIMAHJÚKRUN Allt stefnir í að 46 starfsmenn heimahjúkrunar í Reykjavík leggi niður störf mánu- daginn 1. mars. Samningaviðræðum vegna aksturssamninga var slitið í fyrradag og ekkert bendir til að samkomulag sé í sjónmáli. Kristjana Guðjónsdóttir, tals- maður starfsmanna heimahjúkrun- ar, segist svartsýn. Þó nýr fundur hafi verið boðaður á miðvikudaginn segir hún einsýnt að samninga- nefnd ríkisins ætli að láta reyna á samstöðu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að koma ekkert til móts við kröfur þeirra. „Deilan hefur núna staðið í þrjá mánuði og við höfum fengið nóg,“ segir Kristjana. „Það er alveg ljóst að það á eftir að skapast neyðar- ástand því á bak við þessa 46 hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða eru um 1.100 skjólstæðingar. Það að heilsu- gæslan hafi auglýst eftir starfsfólki um helgina endurspeglar kannski best þann vanda sem blasir við.“ Anna Guðrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur segir ríkið hafa sagt upp hluta af ráðningar- kjörunum sem kváðu á um að hjúkr- unarfræðingar fengju greidda akst- urspeninga fyrir að aka á eigin bíl- um. Vegna þessa líti þeir sem muni ganga út 1. mars svo á að ráðningar- samningi við þá hafi verið sagt upp. Þeir fallist því ekki á þá túlkun rík- isins að þeir hafi sjálfir sagt upp störfum. Harpa Karlsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir að með þeim tilboð- um ríkisins, þar sem hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum hafi ver- ið boðið að hækka í launaflokki, hafi ríkið í raun viðurkennt að hluta af ráðningarkjörunum hafi verið sagt upp. „Ég skil ekki hvað ríkið telur sig vera að græða á þessu,“ segir Harpa. „Við höfum fengið greiddar 452 krónur fyrir hverja vitjun og í heildina eru þetta ekki miklir pen- ingar en okkur munar samt um þá. Nú vill ríkið sjálft leigja bíl, borga bensín og rekstur hans og fram- leigja hann síðan til okkar. Mér finnst þetta óskiljanlegt.“ trausti@frettabladid.is FÁTÆKRAHVERFI BRANN TIL GRUNNA Um 10.000 manns misstu heimili sín þegar eldur braust út í fátækrahverfi í Nairóbí í Kenía. Hverfið, sem var á stærð við sex fótbolta- velli, brann til grunna en engar fregnir hafa borist af mann- tjóni. Eldsupptök eru ókunn. Vegna hvassviðris breiddist eldurinn hratt út en götur hverfisins voru of þröngar fyrir bíla slökkviliðsins. HUNGURSNEYÐ Í SVASÍLANDI Forsætisráðherra Svasílands hefur lýst yfir neyðarástandi og óskað eftir aðstoð alþjóðasamfé- lagsins við að fæða yfir 200.000 manns. Miklir þurrkar hafa ver- ið í landinu undanfarin fjögur ár. Á meðan 66% Svaslendinga lifa undir fátæktarmörkum eyð- ir konungur landsins stórfé í að reisa nýjar hallir og kaupa bíla handa eiginkonum sínum tólf og fjölskyldum þeirra. F R A M U N D A N Farið í grunnatriði vefsmíða í Dreamweaver og hvað það er sem einkennir góða vefi. N Á M S K E I Ð Vefsmíði – grunnnámskeið Lærið hvernig þrívíddarbrellur og teiknimyndir eru búnar til. Þrívíddarvinnsla fyrir tölvur – 3d kynning Námskeið í litstýringu í tölvuforritum með notkun ICC prófíla. Litastýring Nánari upplýsingar á vefnum: http://namskeid.ir.is og í síma 522 6500 Fullt af skemmtilegum námskeiðum GÚSTA Allir félagsmenn í FBM fá afslátt af námskeiðum í prenti og margmiðlun. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Breska lögreglan: Rætt við fjölda- morðingja BRETLAND Scotland Yard hyggst óska eftir heimild til að ræða við alla fjöldamorðingja sem sitja í fangelsum í Bretlandi í þeim til- gangi að varpa ljósi á hegðun morðingja. Hugmyndin kom upp í kjölfar leyniskyttuárásanna í Bandaríkjunum árið 2002, að því er frá er greint á fréttavef BBC. Í viðtölunum verður lögð áhersla á að komast að því hvaða brögðum sakamennirnir beittu til að fela slóð sína. Lögreglu- mennirnir sem rannsökuðu mál mannanna á sínum tíma munu hafa umsjón með yfirheyrslun- um þar sem því verður komið við. Sálfræðingur og afbrota- fræðingur verða einnig við- staddir. ■ ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Forstjóri Samhejra segir að hægt sé að deila um hvernig norska myndin hafi verið gerð. Þorsteinn Már Baldvinsson um norsku brottkastsmyndina: Samherji fékk aðvörun Heimahjúkrun í Reykjavík: Óttast ekki neyðarástand HEILSUGÆSLA Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæsl- unnar í Reykjavík, óttast ekki að neyðarástand skapist þótt við blasi að fjörutíu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar við Miðstöð heima- hjúkrunar hætti 1. mars. Slitnað hefur upp úr viðræðum vegna aksturssamninga starfsfólksins. Þórunn er ekki bjartsýn á að sam- komulag náist á þeim stutta tíma sem er til stefnu. „Á þessu stigi ber allt of mikið í milli.“ 83 starfsmenn eru hjá miðstöð- inni og hættir helmingur þeirra. „Við munum tryggja að allir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda fái hana,“ segir Þórunn. „Það má búast við röskun á þjón- ustunni næstu vikurnar en við reynum að manna stöðurnar eins fljótt og við getum.“ ■ ■ Norðurlönd TÓNAR FRÁ TASMANÍU Hljómsveit frá Tasmaníu mun leika í brúð- kaupi Friðriks, krónprins Dana, og hinnar áströlsku Mary Donaldson. Brúðkaupið fer fram í Kaup- mannahöfn í maí og hefur Derwent Valley Concert Band þegar hafist handa við að safna fé til fararinnar. Stjórnvöld á Tasmaníu og flugfé- lagið Qantas hafa heitið því að styrkja hljómsveitina. KOMMÚNISTI KOSINN FLOKKSFOR- MAÐUR Yfirlýstur kommúnisti hef- ur verið kosinn formaður Vinstri- flokksins í Svíþjóð. Lars Ohly hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á ársþingi flokksins. Flokkurinn hef- ur misst mikið fylgi síðan hinn vin- sæli leiðtogi Gudrun Schyman sagði af sér vegna ásakana um skattsvik. Ohly segist ætla að berj- ast gegn alheimsyfirráðum Banda- ríkjanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hafa fengið nóg og ganga út eftir viku Deila hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða við ríkið er í hnút. 46 starfsmenn ganga út 1. mars. Talsmaður starfsmanna segist hafa fengið nóg. Ríkið sé að láta reyna á samstöðu starfsmanna. TALSMENN STARFSMANNA HEIMAHJÚKRUNAR Þeir fallist því ekki á þá túlkun ríkisins að þeir hafi sjálf- ir sagt upp störfum. Frá vinstri: Anna Guðrún Gunnars- dóttir, Kristjana Guðjónsdóttir og Harpa Karlsdóttir. Læknatímaritið Lancet: Viðurkennir mistök LONDON, AP Breska læknatímaritið Lancet lýsti því yfir í gær að það hefðu verið mistök að birta árið 1998 umdeilda grein þar sem því var haldið fram að tengsl væru á milli einhverfu og bólusetningar á börnum. Richard Horton, ritstjóri tíma- ritsins, segir að höfundar greinar- innar hafi ekki skýrt frá hagsmuna- tengslum sínum, sem dragi mjög úr trúverðugleika rannsóknarinnar. Höfundarnir fengu greiðslu frá lög- fræðingum sem voru að velta því fyrir sér að hefja dómsmál fyrir hönd barna sem hugsanlega hefðu skaðast af bólusetningunum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.