Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 8
8 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Asía Óræð skilaboð „Við erum samt ekki talsmenn kláms sem slíkir.“ Talsmaður SMS-Private.com, sem opnað hefur nýja klámsíðu á Netinu, í Fréttablaðinu 21. febrúar. Loftkastalar „Loforð út á óraunsæjar bjart- sýnisspár um bullandi hagvöxt vegna stóriðjuframkvæmda án nokkurra frádráttarliða á móti, svo sem ruðningsáhrifa í at- vinnulífinu, voru loftkastalar.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Morgunblaðinu 21. febrúar. Með rýting í baki „Mér finnst mjög ódrengilegt og ómaklegt af Halldóri [Ásgríms- syni] að reka svona rýting í bak- ið á Valgerði [Sverrisdóttur].“ Magnús Reynir Guðmundsson, um togstreitu innan Framsóknarflokks vegna raforkulaga, í DV 21. febrúar. Orðrétt ATLANTSOLÍA „Við teljum að rík ástæða sé fyrir því að undanþága sé veitt enda hefur nýtilkomin verðsamkeppni lækkað verð á dísilolíu til atvinnubílstjóra um 13%. Við óskum eftir tímabund- inni undanþágu og teljum að jafnt skuli ganga yfir öll olíufélögin,“ segir Hugi Hreiðarson, markaðs- stjóri Atlantsolíu. Atlantsolía hefur óskað eftir því við eftirlitsaðila að fá fimm vikna undanþágu til að selja dísilolíu frá bensínstöð sinni við birgðastöð fyrirtækisins í Hafn- arfirði, en það hefur ekki selt eldsneyti eftir að Umhverfis- stofnun og Heilbrigðisstofnun Hafnarfjarðar lokuðu fyrir olíu- sölu fyrir nokkru þar sem undan- þága fékkst ekki veitt. Hugi er bjartsýnn á að málið leysist í næstu viku, þar sem birgðastöðin uppfylli öll skilyrði um hollustu- hætti og framkvæmdir við bens- ínstöðina séu á lokastigi. Atvinnu- bílstjórar í Hafnarfirði hafa þeg- ar safnað undirskriftum og skora á yfirvöld og ráðherra að veita undanþáguna. „Það er mikið í húfi. Atlants- olía seldi lítrann á 35 krónur á meðan hin olíufélögin seldu hann á 36 krónur. Og daginn eftir að Atlantsolíu var gert að stöðva söluna hækkuðu félögin elds- neytisverðið upp í 38 krónur,“ segir Benedikt Benediktsson, framkvæmdastjóri Sendibíla- stöðvar Hafnarfjarðar. ■ TEHERAN, AP Íslamskir harðlínu- menn og aðrir andstæðingar um- bótasinna unnu stóran sigur í þingkosningunum í Íran á föstu- daginn. Á hinn bóginn virðist sem kosningaþátttakan hafi verið mun minni en í síðustu kosningum, sem telst þrátt fyrir allt ákveðinn sigur fyrir umbótasinna. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum í meira en helmingi héraða landsins var kosningaþátt- takan aðeins 43,29 prósent, sem er mun minna en þau 67,2 prósent sem tóku þátt í síðustu þingkosn- ingum árið 2000. Harðlínumenn voru búnir að tryggja sér meira en 110 þingsæti eftir talningu 60 prósent atkvæða og ættu því auðveldlega að ná þeim 146 þingsætum sem þarf til að vera með meirihluta á þinginu. Umbótasinnar voru komnir með 49 þingsæti, þrátt fyrir að mörgum helstu stjórnmálamönn- um þeirra hafi verið bannað að bjóða sig fram, og óháðir fram- bjóðendur voru komnir með 10 þingsæti. Umbótasinnar hvöttu lands- menn til að hunsa kosningarnar, þar sem harðlínuklerkarnir höfðu bannað fjölmörgum umbótasinn- um að bjóða sig fram til þings. Komi í ljós að stór hluti lands- manna hafi farið að þessum til- mælum umbótasinna gæti staða þeirra orðið mun sterkari en ella þrátt fyrir tap í kosningunum. „Að meira en helmingur kosn- ingabærra manna skuli hafa neit- að að kjósa ber með sér mikilvæg skilaboð til íhaldsmanna, sem skipulögðu ósanngjarnar, ólögleg- ar og ófrjálsar kosningar,“ segir Ali Shakourid, einn þeirra fulltrúa stærsta flokks umbótasinna sem ekki fékk heimild harðlínumanna til að bjóða sig fram. „Að meira en 70 prósent kjós- enda í höfuðborginni Teheran og meira en 50 prósent úti á landi hafi ekki kosið er mikill ósigur fyrir íhaldið,“ bætti hann við. Harðlínumenn fullyrða engu að síður að þegar lokið verður við að telja upp úr kjörkössunum muni koma í ljós að kosningaþátttakan hafi þrátt fyrir allt verið góð. ■ Aftökuaðferðir: Hætta að skjóta fanga UTAH, AP Öldungadeild ríkisþings- ins í Utah vill leggja af aftöku- sveitir í ríkinu og hætta að gefa dauðadæmdum föngum þann val- möguleika að vera skotnir til bana frekar en að vera sprautað- ir með banvænu efni. Frumvarp- ið er umdeilt, en frægt er þegar morðinginn Gary Gilmore var tekinn af lífi í Utah með aftökusveit árið 1976. „Við viljum ekki gera hetjur úr morðingjum með því að leyfa þeim að falla í kúlnaregni,“ sagði demókratinn Ron Allen. Repúblikaninn Dave Thomas and- mælti þessu og sagði að aftökur ættu að vera opinberir viðburðir til að letja fólk frá morðum. Hann sagði að banvæn lyfjagjöf væri auðvelda leiðin til að deyja fyrir dauðadæmda afbrotamenn. ■ NAUÐGUN GEGN ÓGÆFU Hátt- settur víetnamskur embættis- maður hefur verið handtekinn fyrir að nauðga þrettán ára stúlku. Að sögn konu sem viður- kenndi að hafa tælt stúlkuna á hótel þar sem maðurinn nauðgaði henni hafði hann beðið konuna að útvega sér hreina mey til að sofa hjá svo hann losnaði undan ógæfu. NAUÐASAMNINGAR Tetra Ísland hef- ur enn ekki farið formlega fram á að félagið fái heimild til að leita nauðasamninga. Gögn þess efnis eru tilbúin hjá félaginu en að sögn Jóns Pálssonar framkvæmda- stjóra standa vonir enn um sinn til þess að frjálsir samningar náist við kröfuhafa. Fram hefur komið að samningar hafi náðst við flesta kröfuhafa en enn á eftir að semja við Símann, sem er stærsti ein- staki lánardrottinn Tetra Ísland. „Samhliða þessu ferli okkar standa yfir viðræður. Síminn hef- ur komið mjög vel fram við okkur og sýnt mikla þolinmæði og við erum að ræða um hvort það sé hugsanlega hægt að finna ein- hverja lausn á þessum málum,“ segir Jón. Hann gerir ráð fyrir því að nið- urstaða liggi fyrir á næstu dögum um hvort beiðni um nauðasamn- ing verði formlega lögð fram. Tetra Island hefur fengið vil- yrði fyrir því að stærstu hluthafar, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur auki við hlutafé sitt ef samningar við kröfuhafa nást. ■ Tetra Ísland: Enn reynt að semja KLERKUR GREIÐIR ATKVÆÐI Þessi íranski guðsmaður greiddi atkvæði á föstudaginn í bænum Mashhad í austurhluta Írans. ATLANTSOLÍA Fyrirtækið hefur óskað eftir fimm vikna undanþágu til að selja dísilolíu frá bensín- stöð sína við birgðastöð í Hafnarfirði. Atlantsolía vill undanþágu vegna birgðastöðvar: Atvinnubílstjórar safna undirskriftum Útgjöld Breta: Bjór frekar en grænmeti BRETLAND Bretar eyða meira fé í áfengi í viku hverri en þeir eyða í ávexti og grænmeti, samkvæmt úttekt bresku hagstofunnar. Hvert breskt heimili ver að meðaltali andvirði 760 króna í áfengi á viku en tæpum 700 krón- um í grænmeti og ávexti, sem er álíka mikið og fer í tóbakskaup og kaup á ólöglegum fíkniefnum. Meira fé er þó varið til kaupa á gosdrykkjum og sætindum, tæp- um 800 krónum. Bretar eyða þrefalt meira fé í sjónvarps- og netáskriftir en að- gangseyri að leikhúsum, lista- söfnum og bíóhúsum. ■ Skuggi á kosningasigri Léleg kosningaþátttaka í Íran varpar skugga á yfirgnæfandi sigur harðlínumanna í Írak. Staða umbótasinna verður þar með sterkari þrátt fyrir tap í kosningunum. AP / K AM R AN J EB R EI LI FRAMKVÆMDASTJÓRI TETRA ÍSLAND Viðræður við kröfuhafa standa enn yfir en ekki hefur formlega verið farið fram á heimild til nauðasamninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.