Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 10
10 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR FJÖLMENNING Hlutfall erlendra ríkis- borgara af mannfjölda er 3,5% en hlutfall erlends vinnuafls á vinnu- markaði er 3,9%. Útlendingar eru því mjög virkir í atvinnulífinu og erlent vinnuafl er efnahagslífinu mikilvægt. Þetta kom fram á mál- þingi Alþjóðahúss. Gústaf Adolf Skúlason hjá Sam- tökum atvinnulífsins telur ferlið við öflun atvinnuleyfa of kostnaðar- samt. Hann benti einnig á að stjórn- völd hafi, líkt og flest önnur Evr- ópuríki, ákveðið að nýta sér heimild um aðlögunartíma þegar EES-svæð- ið stækkar. Borgarar nýju ríkjanna fái því ekki full réttindi flytji þeir innan EES, en það eigi að vera tíma- bundið. Halldór Grönvold frá ASÍ sagði viðvörun fólgna í málum varðandi svarta atvinnustarfsemi og kjör út- lendinga. „Við getum ekki ætlast til að fá allt fyrir ekki neitt,“ sagði hann. „Efla þarf þjónustu við inn- flytjendur.“ Gylfi Kristinsson, skrifstofu- stjóri félagsmálaráðuneytis, tók undir að þörf væri á samhæfingu og aukinni samvinnu. Hann benti á að í tillögum um breytingar í EES- löndum felist að réttindi verði háð búsetulengd en óháð ríkisborgara- rétti. Því fylgi réttur til að stunda launað starf og heimild til brott- vísunar sé þrengd. Þetta myndi hafa í för með sér að breyta þyrfti lögum hér. ■ Von í stríðs- hrjáðu landi Ári eftir að vopnahlé tók gildi á svæðinu kringum borgina Juba í Súdan er farið að rofa til í borg sem áður var í niðurníðslu og borgararnir svangir og yfirgefnir. Uppbygging er hafin en enn er langt í land. SÚDAN, AP Tveggja áratuga borg- arastríð breytti Juba í niðurnídda borg þar sem var fátt að finna ann- að en aldrað fólk, hungrað og yfir- gefið. Nú, ári eftir að stjórnvöld og uppreisnarmenn í suðurhluta landsins komust að samkomulagi um vopnahlé, er hafin uppbygging í borginni og heimamenn sjá fram á að geta lifað góðu lífi þrátt fyrir allt það sem hefur gengið á. Vopnahléið gæti reyndar enn farið út um þúfur. Deilandi fylk- ingar eiga enn eftir að ná sam- komulagi um yfirráð á olíuauði landsins og borgarastríð geisar enn bæði í vestur- og austurhluta landsins. Friður í landinu, ef hann kemst á, verður því mikið afrek og sigur friðarumleitana sem Afr- íkuríki, Evrópuríki og Bandaríkin hafa beitt sér fyrir. „Ég trúi því að borgin verði mjög frábrugðin því sem verið hefur þegar friður kemst á,“ segir Adou Kelefa, bifvélavirki og vagn- stjóri. „Við gætum jafnvel fengið betri rútur og bíla, í staðinn fyrir þessa hauga af járni og reyk sem eru hérna núna.“ Kelefa bjó í Juba allt borgarastríðið og segist stoltur aldrei hafa lagt á flótta þrátt fyrir harða bardaga. Búist er við því að íbúafjöldi Juba vaxi úr 350.000 í eina milljón þegar þeir sem lögðu á flótta snúa aftur. Meðan á bardögum stóð var Háskólanum í Juba breytt í bæki- stöð fyrir vígamenn sem studdu við bakið á stjórnvöldum. Nú er verið að gera hann upp og búa til kennslu á nýjan leik. Matvæli ber- ast frá norðurhluta landsins, sem er mikil breyting frá því sem áður var. Talið er að um tvær milljónir Súdana hafi látið lífið vegna borg- arastríðsins, að mestu vegna hungursneyðar sem varð fylgi- fiskur átakanna. Enn má sjá ummerki hung- ursneyðanna sem stríðið leiddi yfir landsmenn. Börnin þjást enn af vannæringu, blóðskorti og malaríu auk þess tilfinningalega áfalls sem mörg þeirra urðu fyrir við að missa foreldra sína og upp- lifa átökin. Flest börnin búa til skriðdreka og herflugvélar þegar þau fá leir til að móta hluti úr, segir Angelo Jinawe leikskólakennari. Í Juba eru 85 kennarar sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur þjálf- að til að hjálpa börnunum að kom- ast yfir áfallið. „Við vonum að börnin geti lært eitthvað jákvætt í gegnum leiki og að lokum læknast af sálrænum sárum sínum,“ segir Jinawe. ■ BOLLUDAGUR ÚRVALS FISKFARS 199 kr/kg NÝSTEIKTAR FISKIBOLLUR 499 kr/kg STÚTFULLF FISKBORÐ, MJÓLK OG FL. FISKBÚÐIN LÆKJARGÖTU 34 HAFNARFIRÐI S. 565 - 5488 BÖRN Í SKÓLA Áhersla er lögð á að hjálpa börnum sem hafa orðið illa úti í stríðinu. Í Juba er einnig hafið átak til að hjálpa börnum sem hafa misst foreldra sína úr eyðni og vinna gegn fordómum gagnvart sjúkdómnum. FÖGNUÐUR Í STAÐ ÓFRIÐAR Hópur aldraðra og ungra bæjarbúa bjóða gesti velkomna á flugvellinum við Juba. Á árum áður héldu hermenn til við flugvöllinn og fóru þaðan til bardaga við uppreisnarmenn. Herinn hefur haldið sig mun meira til hlés síðasta árið. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3% milli mánaða. Byggingarvísitala: Hækkun 1,4% frá því í fyrra EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar- kostnaðar stendur nú í 289,5 stig- um og hefur hækkað um 1,4% á síðustu tólf mánuðum. Þetta kem- ur fram í frétt frá Hagstofu Ís- lands. Hækkunin milli mánaða nemur 0,3% sem þýðir 3,8% hækkun á ársgrundvelli. Byggingarvísitalan hækkaði um 1,3% frá janúar 2003 til janúar 2004 og um 2,7% árið á undan. Hækkunin var miklum mun meiri árið 2001 en þá nam hún 11,4%. ■ UM TÍU ÞÚSUND ERLENDIR RÍKISBORGARAR BÚA HÉR Á LANDI Flestir starfa í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu en mikil aukning hefur einnig orðið í hótel- og veitingarekstri og fiskveiðum. Í máli Sigurðar Guðmundssonar hjá efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytisins kom fram að erlent vinnuafl hefði haft jákvæð áhrif á efna- hagslífið á Íslandi, ólíkt þeirri þróun sem hefur víðast orðið á Norðurlöndunum. Myndin er tekin á Kárahnjúkum, þar sem fjöldi útlendinga starfar um þessar mundir. GULUR HIMINN Í AUSTURRÍKI Sérstætt náttúrufyrirbrigði gat að líta í Austurríki í gær þegar sandur frá Sahara eyðimörkinni barst þangað með heitum vindi svo himinninn litaðist gulur. Þjóðahátíð í Reykjavík: Fáum ekki allt fyrir ekkert

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.