Fréttablaðið - 22.02.2004, Side 11

Fréttablaðið - 22.02.2004, Side 11
11SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Konungur Kambódíu: Fylgjandi giftingum samkynhneigðra Abdul Qadeer Khan: Seldi úran til Líbíu Afkoma lífeyrissjóða: Tæplega 10% ávöxtun hjá Lífiðn LÍFEYRISMÁL Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðsins Lífiðnar var 9,9% á nýliðnu ári. Nafnávöxtun var 13,5% og fjárfestingartekjur 2,6 milljarðar króna. Heildareignir sjóðsins námu 22,8 milljörðum króna og jukust um 20% frá árinu 2002. Eignir umfram heildarskuldbindingar voru 6,4%. Alls voru greiddar 274 millj- ónir króna í lífeyrissjóðinn og er það um 28% meira en árið 2002. Þar vegur þyngst 15,5% hækkun allra lífeyrisgreiðslna í septem- ber 2002. Fjöldi þeirra sem greiddu til Lífiðnar á síðasta ári var 5,237, en samtals eiga um 12 þúsund manns réttindi í sjóðnum. Líf- eyrisþegar eru 561. ■ ÍRAN, AP Vanræksla starfsmanna á lestarstöð eða bilun í hemla- búnaði olli því að flutningalest hlaðin eldsneyti rann stjórnlaust af stað og fór út af sporinu skammt frá borginni Neyshabur í Íran. Að minnsta kosti 320 manns fórust og 460 slösuðust þegar lestin sprakk, að sögn yfirmanns Rauða hálfmánans. Á meðal þeirra sem létust voru 182 slökkviliðsmenn og nokkrir hátt- settir embættismenn. Yfir fimmtíu lestarvagnar runnu um fimmtíu kílómetra leið á 150 kílómetra hraða á klukkustund áður en þeir fóru út af sporinu við næstu lestarstöð. Eldur kom upp í vögnunum og um fimm klukkustundum síðar sprungu þeir í loft upp. Það tók slökkviliðsmenn tæpan sólar- hring að ráða niðurlögum elds- ins sem braust út við sprenging- una. Fimmtán metra djúpur gígur myndaðist við sprenginguna og moldarkofar í fimm þorpum hrundu til grunna. Skjálfti upp á 3,6 á Richter-kvarða kom fram á jarðskjálftamælum. ■ KAMBÓDÍA, AP Eftir að hafa séð myndir í sjónvarpi af hjóna- vígslum samkynhneigðra í San Francisco gaf konungur Kam- bódíu út þá yfirlýsingu að hann teldi rétt að hommar og lesbíur fengju að ganga í hjónaband. Giftingar samkynhneigðra eru bannaðar með lögum í Kambó- díu. Norodom Sihanouk konungur sagði að þar sem Kambódía væri frjálslynt lýðræðisríki væri rétt að heimila giftingar fólks af sama kyni. Hann ítrekaði jafn- framt að Kambódíumenn ættu að viðurkenna og koma vel fram við kynskiptinga. Í Kambódíu er þingbundin konungsstjórn. Sihanouk hefur engin eiginleg pólitísk völd en nýtur mikillar virðingar meðal þegna sinna. ■ BRÚÐHJÓN Konungur Kambódíu sá myndir í sjónvarpi af hjónavígslum samkynhneigðra í San Francisco. KÚALA LÚMPÚR, AP Líbíustjórn fékk auðgað úraníum frá Pakistan árið 2001 til nota í kjarnorkuáætlun sinni, sagði Buhary Syed Abu Tahir malasísku lögreglunni. Hann er grunaður um að vera lyk- ilmaður í sölu Abdul Qadeer Khan, yfirmanns kjarnorkuáætl- unar Pakistans, á sölu efnis og upplýsinga til framleiðslu kjarn- orkuvopna. Tahir sagði jafnframt að Khan hefði selt Írönum hluti í búnað til að auðga úraníum. Fyrir það hefði hann fengið andvirði um 200 milljóna króna. Auðga þarf úraní- um til að hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. ■ STUÐNINGSMENN KHANS Margir Pakistanar styðja Abdul Qadeer Khan og vilja að honum verði sleppt úr stofufangelsi. Yfir 300 fórust þegar flutningalest sprakk: Vanræksla eða bil- un í hemlabúnaði SLÖKKVISTARF Það tók slökkviliðsmenn tæpan sólarhring að ráða niðurlögum eldsins sem braust út þegar vagnarnir sprungu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.