Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 12
Hagnaðartölur banka og ann-arra stórfyrirtækja hafa ver- ið að detta inn og út úr umræðunni undanfarið. Það má sjálfsagt lengi velta þeim tölum fyrir sér en þær eru hins vegar orðnar svo fárán- lega háar í augum hins almenna launamanns að hann veit varla hvað hann á að halda um þær. Helstu áhrif þessara talna á daglaunaþrællinn sem hangir á horriminni eru þau að þær fylla hann tortryggni; það hljóti að vera maðkur í þessari gróðamysu. Eru þessi fyrirtæki kannski að hluta þessara peninga af mér? spyr hann sig á meðan hann dælir bensíni sjálfur á bílinn sinn og kaupir Prins Póló fyrir hagnað- inn. Ímyndarsmiðir þeirra sem liggja á gróðanum hafa komist að því að það borgar sig að henda nokkrum molum af gnægtaborð- inu og kjósa oftast að láta ein- hverja aðila sem aldrei geta skil- að gróða en vinna þjóðþrifaverk njóta gjafanna. Milljón í þetta íþróttafélag, hundraðþúsund kall í hitt og reytingur handa langveik- um börnum og einstæðum mæðr- um. Þeir sem vildu selja stofnfé SPRON ætluðu til dæmis að rétt- læta viðskiptin með sjóði sem myndi úthluta um 300 til 400 milljónum króna árlega í hitt og þetta í menningunni. Gott og vel. Engin ástæða til að amast við göfugri viðleitni til að láta gott af sér leiða en af hverju ekki að ganga skrefið til fulls og gera hlutina með stæl svo um munar? Landsbanki, Ís- landsbanki og KB banki högnuð- ust samanlagt um 16,3 milljarða á síðasta ári. Væri ekki ráð að setja tíund af þessum peningum í menningu, íþróttir og eitthvað sem fær fólk til að hugsa og hreyfa sig? Þetta væri vitaskuld viðsnún- ingur á viðskiptahugmynd kirkj- unnar, sem gengur út á að smæl- ingjarnir greiði hinum stóra tíund launa sinna, en er samt ekki svo galið. Meirihluti tekna hins almenna borgara fer hvort sem er í það að smyrja tannhjól peningamaskín- unnar á einn eða annan hátt þannig að þetta yrði bara falleg og skemmtileg hringrás. Það yrði að vísu meira líf og fjör í tilver- unni, en líklega hentar það hags- munum þeirra sem ráða og græða best ef fólk situr hugsun- arlaust fyrir framan sjónvarpið alla daga. ■ Smáa letrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ veltir fyrir sér hvort tíundargreiðslur stórfyrirtækja til almennings myndu gera lífið skemmtilegra eða bara flóknara. 12 22. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ráðherra lofar skeini úr heimabyggð „Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra hámaði í dag í sig lakk- rís og rúsínur og fór síðar á sal- ernið í Laugardalslaug frammi fyrir kastljósi fjölmiðla er hún tók þátt í kynningu á framleiðsluvör- um nýrrar verksmiðju, Valco, í heimabyggð hennar á Grenivík. Að sögn fulltrúa verksmiðjunnar er um að ræða byltingarkennda gerð af salernispappír. Pappírinn er unninn úr þurrkuðum sauða- görnum og sútuðu blöðruþangi og er því algjörlega lífrænn. Eigin- leikar hinnar nýju framleiðslu eru víst mjög eftirsóttir fyrir pappír af þessu tagi. Hann er að sögn með afar háan þurrkstuðul og auk þess þolir hann 3-5 þvotta og er því margnota. Ráðherrann prófaði pappírinn frammi fyrir miklu fjölmiðlafári þar sem Flugufóturinn lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Eftir að hafa náð pattstöðu við páfann sagði Valgerður að framleiðslan væri mikilvæg fyrir íslenskan iðn- að og stuðlaði að aukinni upp- byggingu á Grenivík. Lofaði hún vörurnar að því loknu og líkti áferð pappírsins við flannel og sagði áberandi hvað hann væri vel lyktandi. Flugufóturinn áttaði sig þó ekki á því í hvað hún var að vísa með því. Eftir stutta tölu og ávarp til fjöl- miðlamanna, var komið að lotu nr. 2 og í þetta sinnið ætlaði ráð- herra að sýna fram á að þurrk- geta pappírsins skerðist sama og ekki neitt við þvott og er því vel brúkhæfur aftur. Var ekki laust við að ráðherra hafi verið furðu- lostinn að loknu næsta þrátefli. Valco sem fékk góðan stuðning frá Byggðastofnun, Iðnaðarráðu- neytinu og Sparisjóðnum á Greni- vík bindur miklar vonir við hina nýja vöru. „Við vonumst til þess að geta með þessu framtaki skap- að um 15 ný störf á Grenivík og jafnvel enn meira ef útflutningur tekst vel til. En það verður að miklu leyti undir henni Völu okk- ar komið og stuðningi ráðuneytis- ins“, sagði fulltrúi Valco að lok- um og ekki var laust við að það kímdi í honum.“ FLUGUFÓTURINN Á DEIGLAN.COM. EN EKKI MUN VERA FLUGUFÓTUR FYRIR NEINU SEM ÞAR KEMUR FRAM. ■ Af Netinu Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Í blaðinu í gær birtist röng myndmeð viðtali við Guðmund Bjarnason, bæjarstjóra í Nes- kaupstað. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. ■ Leiðrétting Á fundi í Snælandsskóla 12.febrúar síðastliðinn kynnti bæjarskipulag Kópavogs nýjar hugmyndir að skipulagi á Lund- arlandinu í Fossvogsdal. Þar komu í fyrsta skipti fram hug- myndir að skipulagi á svæðinu eftir að kröftug mótmæli íbúa neyddu Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokk til þess að leggja hugmyndir um þétta turna- byggð til hliðar. Grátbroslegir forystumenn Þau vinnubrögð að leggja skipulagsmál fyrir íbúa á hug- myndastigi eru til fyrirmyndar og vonandi verður áframhald á því hér í bænum. Það var hins vegar hlægilegt að sjá til Gunn- ars I. Birgissonar og Sigurðar Geirdal á fundinum. Þeir keppt- ust við að sannfæra fundarmenn um áhuga sinn á íbúalýðræði og samráði við íbúana. Þegar íbúa- samtökin Betri Lundur héldu sinn fjölmenna fund 4. nóvem- ber 2003 örlaði ekki á þessari gríðarlegu lýðræðisást og áhuga á samráði, en þá sýndi enginn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks íbúunum þá sjálfsögðu virðingu að mæta til fundarins. Og sjónarmið Gunn- ars og Sigurðar um að lítið sé að marka undirskriftalista – „fólk skrifar undir hvað sem er“ – hefur oft komið fram í bæjar- stjórn og víðar. Þagnarbindindi Ástæðan fyrir því að þeir fé- lagar breyta um stefnu í málinu er sú að þeim var bent á með skýrum hætti að nú færi að styttast í prófkjör og fólk myndi trúlega taka höndum saman um að kjósa ekki áfram slíka yfirgangsmenn. Það er rótin að nýfengnum áhuga Gunnars og Sigurðar á íbúalýð- ræðinu. Þeir eru að hugsa um sína hagsmuni öðru fremur. Á meðan fyrri tillaga var til aug- lýsingar kom fram hjá þeim fé- lögum sú nýstárlega skoðun að þeir tjáðu sig ekki um skipu- lagshugmyndir meðan þær væru í auglýsingu. Þetta „þagn- arbindindi“ er alveg nýtt og aldrei áður hafa bæjarfulltrúar meirihlutans setið hjá í um- ræðu um auglýstar skipulags- tillögur. Auðvitað var hér um fyrirslátt að ræða til þess að reyna að komast hjá erfiðum umræðum. Ég skora á bæjar- búa að fylgjast með því hvort þagnarbindindið verður áfram í gildi í skipulagsmálum hér á næstu vikum og mánuðum. Samstaðan er sigurvegari Það var samstaða og barátta íbúanna í bænum sem stoppaði „turna“-skipulagið. Íbúarnir og samtökin Betri Lundur eru sigur- vegarar í málinu. Allir sem búa munu á svæðinu, nota dalinn til útivistar og er annt um ásýnd Kópavogs eiga því kraftmikla fólki skuld að gjalda. Á grundvelli nýju hugmynd- anna á að vera hægt að ná breiðri samstöðu um skipulagið sem er bænum til sóma. Það er þó langt frá því að vera fullunnið og ýmis- legt sem þarf að bæta og laga. Hvernig samið verður við erfða- festuhafa er óleyst mál og það hefur ekkert breyst með nýju skipulagshugmyndunum. Við í Samfylkingunni höfum undanfarin ár talað fyrir samráði og samstarfi við uppbyggingu í dalnum. Við vorum á móti fyrra skipulagi strax síðastliðið sumar og höfum barist einarðlega gegn þessu skipulagsslysi á vettvangi bæjarins. Við munum halda áfram að ræða skipulagsmál í Kópavogi á málefnalegan hátt og af framsýni þar sem hagsmunir Kópavogsbúa allra eru hafðir að leiðarljósi. Geta þeir lært ? Vonandi hafa Framsóknar- og Sjálfstæðismenn lært sína lexíu um samráð og íbúalýðræði í þessu máli. Trúlega er nokkuð seint að kenna Gunnari, Sigurði og þeirra félögum eðlileg og upp- lýst vinnubrögð í samskiptum við fólkið í bænum. Það er örugglega auðveldara og vænlegra að kjósa til forystu annað fólk og nýjan meirihluta. ■ Lundarskipulag á réttri leið Umræðan FLOSI EIRÍKSSON ■ oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi skrifar um nýjar skipu- lagshugmyndir á landi Lundar og forystu- menn meirihlutans. HIÐNÝJA SKIPULAG LUNDARSVÆÐISINS GAMLA SKIPULAG LUNDARSVÆÐISINS Tíund

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.