Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 13
Eru ljóskur lukkulegri? „Rannsóknin sýndi svart á hvítu að konur telja, sem betur fer enn, að ljóskur lifi fjörugra kyn- lífi en brúnhærðar konur. Hins vegar telja konur jafnframt að brúnetturnar, ef svo má að orði komast, séu líklegri til að eiga í farsælum samböndum sem og hjónaböndum. Af þessu má draga þá ályktun að ljóskur séu sterkari í hlutverki gálunnar. Hin dökkhærða kona hefur ímynd hinnar greindu, traustu og veraldarvönu konu. Niðurstaðan er sumsé að ljóskur eru líklegri til að stunda gott kynlíf, giftast til fjár og vera farsælar í skemmtanaiðnaðinum. Þær hafa ímynd æskuljómans en slíkt þyk- ir ekki endilega jákvætt, enda mörg heimskupörin sem ungar stúlkur fremja. Dökkhærðar kyn- systur þeirra þykja hins vegar farsælli í starfi og meira en helmingur kvennanna sagðist að- spurður einfaldlega telja dökk- hærðar konur traustari. Þetta veit Madonna, þó hún sjái ekki ástæðu til að deila þessu með ungum aðdáendum sínum. Ljóskan Madonna var sannar- lega ekki alltaf á beinu braut- inni. Sú dökkhærða er hins vegar ráðsett og meira að segja gift Breta. Ljóshærð gaf hún út eró- tískar smábækur, dökkhærð gef- ur hún út barnabækur. Sarah Jessica Parker eignaðist ekki frumburð sinn fyrr en lokk- arnir urðu dökkir. Christina Aguilera sækist nú eftir rólegu og traustu lífi enda hefur stúlkan litað hár sitt kolbikarsvart. Dökkhærð hefur hún boðið fram sættir við erkióvin sinn Britney Spears. Britney hins vegar, ljós sem aldrei fyrr, hefur nýverið lát- ið ógilda örstutt hjónaband sitt og er að festast í hlutverki létt- úðardrósarinnar. Britney á að auki í stríði við Bakkus. [...] Miskunnarlaust er vegið að ljóskum en vitaskuld er skýring- in fyrst og síðast öfundin. Gætum að því.“ ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR Á DEIGLAN.COM Ísland og Túvalú? „Það var dálítið kyndug umfjöll- un í Speglinum í gær í tilefni af því að Ísland hyggst nú taka upp stjórnmálasamband við næstum öll ríki heims, þar á meðal Vanú- atú og Túvalú. en nöfn þeirra þóttu minna mjög á Stuðmanna- lagið Búkalú. [...] „Okkur þykir vænt um Ísland, ekki vegna þess að það sé besta land í heimi, með besta bjórinn, lakkrísinn, sterkustu konurnar og fallegustu karlmennina (eða var það hinsegin?). Heldur vegna þess að það er okkar heimili og þess vegna eigum við ekki að lasta það og lítilsvirða. Um leið ættum við að venja okkur af þeim ósið að tala niður til annarra þjóða sem eiga það sameiginlegt með okkur að vera ósköp venju- legar og lítilsverðar og þó um leið stórmerkilegar og einstakar.“ ÁRMANN JAKOBSSON Á MURINN.IS ■ Af Netinu 13SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Nú liggur fyrir ríkisstjórnar-frumvarp um fullnustu refs- ingar. Frumvarpið felur ekki í sér neina stefnubreytingu í fangelsis- málum heldur er markmiðið að lög- festa gildandi reglur og skerpa á þeim. Ýmis umdeild ákvæði í frum- varpinu hafa verið rædd, s.s. varð- andi líkamsrannsóknir á gestum. Meta þarf leiðir Ég tel rétt að fara fordómalaust og rækilega yfir árangur núverandi stefnu í fangelsismálum. Það er full þörf á að þjóðfélagsfræðingar og afbrotafræðingar meti hvaða leiðir skili bestum árangri í baráttunni gegn glæpum. Í athyglisverðri bók eftir m.a. bandarískan prófessor Eric Baumer og Helga Gunnlaugs- son dósent, sem kom út í febrúar 2001, heitir Ítrekunartíðni afbrota á Íslandi og byggir á rannsókn fjögurra fræðimanna á afturhvarfi brotamanna til afbrota eftir refs- ingu, kemur fram að á Íslandi er gott tækifæri til rannsókna á þessu sviði, þar sem að öllum gögnum er haldið vel til haga hjá lögreglu og Fangelsismálastofnun. Ég tel rétt að nýta þessi gögn sem allra best til að refsilöggjöfin verði árangursrík. Glæpir valda fjárhagstjóni Staðreyndin er sú að fangar fara út í þjóðfélagið á ný og því skiptir miklu máli að fara yfir hvaða þætt- ir auka eða draga úr líkum á ítrek- un afbrota eftir afplánun refsingar. Glæpir valda þjóðfélaginu miklu fjárhagstjóni, persónulegum hörm- ungum og svo kostar vistun fanga hundruð milljóna árlega. Áður- nefnd rannsókn á afturhvarfi brotamanna til afbrota eftir að refsingu lýkur sýnir því miður að talsverðar líkur eru á að þeir sem hafa afplánað dóm séu dæmdir á ný. Í rannsókninni kemur fram að rúmur þriðjungur þeirra sem luku afplánun hafði hlotið dóm á ný inn- an fimm ára. Einnig er athyglisvert að yngri afbrotamenn virðast lík- legri en eldri til að vera dæmdir á ný en auðvitað verður að skoða með öllum ráðum hvernig rjúfa megi vítahring afbrota og fangavistar. Eflaust má skýra þetta háa hlut- fall með ýmsum hætti, s.s. með fíkn og að menn ráða illa við lífið utan fangelsis. Það er viss hætta á að menn samsami sig stofnuninni sem þeir eru vistaðir á í langan tíma og eigi erfitt eftir afplánun að komast út úr því fangahlutverkinu þegar komið er út í þjóðfélagið á ný. Leita þarf svara Ég tel skynsamlegt að leita svara við eftirfarandi spurningum: 1. Eru fangar sem vistaðir eru á Kvíabryggju síður líklegir til að brjóta á ný af sér en þeir sem eru vistaðir á Litla-Hrauni? Ef svarið er já er skynsamlegt að reisa fleiri minni fangelsi með svipuðu sniði og á Kvíabryggju. Það ætti að skoða það úrræði fyrir yngri fanga sem eru að fara í sína fyrstu afplánun. 2. Er mögulegt að koma á bættri meðferð fyrir vímuefnaneytendur í fangelsum? 3. Minnkar aukin menntun fanga á meðan á afplánun stendur líkur á að fangar brjóti af sér á ný? 4. Minnkar aukin vinna í fang- elsum líkur á að fangar brjóti af sér á ný? Áríðandi er að fá svör við þess- um spurningum áður en hægt er að taka faglega afstöðu til árangurs- ríkrar lagasetningar í fangelsismál- um og baráttunni gegn glæpum. Málefnaleg umræða þarf að fara fram um þennan mikilvæga mála- flokk sem fangelsismál eru, með þátttöku almennings jafnt sem sérfræðinga. ■ Þeir koma út aftur Umræðan SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ■ alþingismaður Frjálslynda flokksins skrifar um fangelsismál.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.