Fréttablaðið - 22.02.2004, Page 16

Fréttablaðið - 22.02.2004, Page 16
16 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR 6,0%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.01.2004–31.01.2004 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 13,4% -16,3% -10,1% 17,4% 14,3% Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga Mesta lækkun (%)* Mesta veltaMedcare Flaga hf.Jarðboranir hf. SÍF hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Kaupþing Búnaðarbanki hf. 8.050 milljónir Þorbjörn Fiskanes hf. 6.189 milljónir Eimskipafélag Íslands hf. 4.407 milljónir mán. þri. mið. fim. fös. -7,7% á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r 25 20 15 10 5 0 -5 Þorbjörn Fiskanes hf. Líftæknisjóðurinn hf. Kaldbakur hf. Allt tilbúið hjá Bakkavör Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa stýrt fyrirtækinu Bakkavör Group frá upphafi. Stefnan er skýr. Bakkavör er á hraðri leið að verða alþjóðlegt stórfyrirtæki. Metnaðarfull markmið sem taka ber af fullri alvöru í ljósi sögu og árangurs fyrirtækisins hingað til. Þorskveiðibann í Barentshafi erekkert sérstakt gleðiefni. Eins dauði er hins vegar annars brauð og þegar stofninn hrundi 1986 leituðu hrognakaupmenn logandi ljósi að nýjum birgjum fyrir kaví- arframleiðslu. Þar byrjar ævin- týrið um fyrirtækið Bakkavör. Tveir bræður, rétt um tvítugt, hófu hrognavinnslu ásamt föður sínum. Ári síðar áttu þeir einir fyrirtækið. Þeir stefndu hátt og höfðu skýr markmið og sýn á framtíð og uppbyggingu fyrir- tækisins. Í dag reka þeir fyrir- tæki sem er þrjátíu milljarða króna virði á markaði. Útrásin hófst fyrir alvöru árið 1999 þegar Bakkavör keypti sænska lagmetisfyrirtækið Lysekil. „Þetta voru þriðju stærstu fyrirtækjakaup á þeim tíma og þau námu 635 milljónum króna,“ segir Ágúst. Hann er sá eldri af þeim bræðrum, 39 ára, og stjórnarformaður Bakkavarar. Lýður er 36 ára og forstjóri fé- lagsins. Þeir brosa yfir upphæð- inni. „Þetta þættu ekki háar tölur í dag,“ segir Lýður. Margfaldað með tíu Þeir sem eru latir að reikna geta notað töluna tíu sem við- miðun þegar litið er á vöxt Bakkavarar frá árinu 1999. Hagnaður félagsins 1999 var um 170 milljónir króna, en 1,7 millj- arðar í fyrra. Veltan hefur einnig um það bil tífaldast. Bakkavör fór á markað árið 2000. „Ég held að við höfum sett það inn í áætlanir okkar árið 1988 að við stefndum á markað,“ segir Ágúst. „1990,“ leiðréttir Lýður. Þeir segjast setja mark- miðin niður á blað og horfa til langs tíma. „Ég held að það sé eðlilegt fyrir okkur að horfa á fyrirtækið út frá starfsævi okk- ar. Við erum ekkert nálægt endi- mörkunum,“ segir Ágúst. Hluthafar félagsins geta glaðst yfir velgengninni, en fá ef nokkur hérlend fyrirtæki hafa staðið jafn vel við vaxtar- markmið sín án hnökra. „Það er auðvitað sérstaklega ánægju- legt að hafa tekið hluthafana með okkur þessa leið,“ segir Ágúst. Frá útboði árið 2000 hef- ur gengi bréfa félagsins tæp- lega fjórfaldast. Gríðarleg tækifæri Bakkavör er í dag gjörólík því fyrirtæki sem það var fyrir fimm árum. „Við keyptum Wine and Dine í Birmingham árið 2000. Fyrirtækið sérhæfir sig í kæld- um matvörum,“ segir Lýður. Þar með var stigið skref á nýja braut sem fyrirtækið starfar á í dag. „Það má segja að það hafi endan- lega verið stigið þegar við seld- um frá okkur sjávarútvegsstarf- semina síðastliði sumar sem er sú starfsemi sem félagið byggði á í upphafi,“ bætir hann við. „Breytingin er miklu meiri en fólk yfirleitt gerir sér grein fyrir. Við erum búnir að umbylta fyrir- tækinu og skapa því nýjan grund- völl til vaxtar. Það er spurning hvort það sé of djúpt í árinni tek- ið að líkja þessu við það þegar Nokia hætti að framleiða gúmmí- stígvél og fór að framleiða far- síma. Grunnur okkar í dag og möguleikar til vaxtar eru ein- stakir og á allt öðru stigi en við höfum staðið frammi fyrir áður.“ Bretland, sem er aðalmark- aðssvæði Bakkavarar, er lengst komið í þróun sem Ágúst og Lýður eru ekki vafa um að muni eiga sér stað annars staðar. Gríðarlegur vöxtur er í sölu á kældum matvörum, tilbúnum máltíðum sem tímabundið fólk kippir með sér heim. „Maður þarf ekki að vera stjarneðlis- fræðingur til þess að reikna það út að þessi þróun sem verið hef- ur í Bretlandi mun halda áfram annars staðar,“ segir Lýður. „Þægilegt, fljótlegt, einfalt og hollt,“ segir Ágúst um vilja breskra neytenda. „Það er óhætt að tala um byltingu þegar við lít- um á breytingar á mataræði og neyslumynstri í Bretlandi.“ Tvöföld traustsyfirlýsing Bakkavör horfir til gamalla markaðssvæða sinna á megin- landi Evrópu varðandi frekari útrás á þessu sviði. „Við erum vel settir til þess að takast á við verkefnið. Ekki bara vegna þess að fyrirtækið á átta milljarða í banka, heldur er reksturinn gríðarlega sterkur. Þar við bæt- ist styrkur þekkingarinnar í að byggja upp slík fyrirtæki og reka þau. Að taka þessa þekk- ingu og færa yfir á aðra mark- aði er gríðarlega mikilvægt.“ Kaupin á Katsouris voru mik- ilvægt skref í átt að þeirri stöðu sem Bakkavör er í á ört vaxandi markaði með kældar matvörur. Fyrirtækið var fjölskyldufyrir- tæki. Oftar en ekki skiptir eig- endur slíkra fyrirtækja miklu hver örlög þeirra verða í ann- arra höndum. Salan var tvöföld traustsyfirlýsing við Bakkavör, því fjölskyldan samþykkti ekki bara kaupin, heldur gerðist stór hluthafi í Bakkavör. „Það sem skipti máli var að okkur hafði tekist vel upp með kaup og yfir- töku á Wine and Dine í Birming- ham. Það félag var í eigu Kýpur- Grikkja eins og Katsouris,“ seg- ir Ágúst. „Það skipti mestu að við sannfærðum þá um að vinnubrögðin í Birmingham yrðu einnig viðhöfð við þessi kaup.“ Þar réð virðing fyrir sögu og hefðum fyrirtækisins, ásamt því að bræðurnir litu svo ÁGÚST „Ég held að það séu flestir stressaðri en við yfir því að fyrirtækið á átta milljarða í banka.“ MARKMIÐIN SKÝR Ágúst og Lýður Guðmunds- synir hafa stýrt Bakkavör Group í örum og stöðugum vexti undanfarinna ára. Ekki verður hvikað frá þeim mark- miðum að gera fyrirtækið að alþjóðlegu stórfyrirtæki í framleiðslu kældra matvara. FR RÉ TT AB LA Ð IÐ /G VA LÝÐUR „Ef við sjáum fram á að við notum ekki peningana til uppbyggingar þeirrar starf- semi sem við erum í verða þeir greiddir til hluthafanna.“ 6 3 0 -3 -6 -9 -12 -15 mán. þri. mið. fim. fös.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.