Fréttablaðið - 22.02.2004, Side 17

Fréttablaðið - 22.02.2004, Side 17
á að þeir væru að fjárfesta í nú- verandi starfsemi og starfólki fyrirtækisins með það fyrir aug- um að efla vöxt þess. „Viðhorfið til þess fólks sem eigendurnir hafa unnið með til margra ára skiptir meira en krónur og aur- ar, þegar fólk á þetta mikla pen- inga,“ segir Lýður. Þeir bræður segjast treysta á mannskapinn sem fyrir er og stjórnendur fyrirtækjanna. „Það sem við komum með inn er leiðtogahlut- inn og leggjum upp framtíðar- sýn, áætlanir og stefnu. Það er þetta sem er eftirsóknarvert fyrir eigendur svona fyrir- tækja. Það hafði margoft verið rætt við þessa fjölskyldu af stórfyrirtækjum sem hefðu sett sitt fólk inn. Það getur oft verið eðlilegt. Við vorum að kaupa þekkinguna, fólkið og það sjóð- streymi sem það býr til,“ bætir Ágúst við. Beðið eftir því rétta Fyrirtækjakaup hafa verið á dagskrá Bakkavarar um nokk- urt skeið. Meginland Evrópu er svæðið sem horft er til. „Innan fyrirtækisins er mikil þekking á viðskiptum á þessu svæði og við horfum til þess að nýta hana í þeirri starfsemi sem við höfum komið okkur fyrir í,“ segir Lýð- ur. Hann leggur áherslu á að þótt fyrirtækið hafi selt frá sér sjávarútvegshlutann sem rekinn var í þessum löndum hafi það ekki verið af landfræðilegum ástæðum, heldur til að fara úr sjávarútvegi yfir í framleiðslu kældra matvæla. Þeir segjast gæta þess að varðveita við- skiptasambönd og tengsl við svæðið. „Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi vöxt utan Bret- lands. Við erum alltaf að skoða möguleika á kaupum,“ segir Ágúst. Lýður bætir því við að þeir muni ekki kaupa nema fyrirtækið falli að þeirra stefnu og sé falt á skynsamlegum kjör- um. „Við höfum verið farsælir í kaupum og yfirtökum og hyggj- um ekki á breytingar á því.“ Sjóðstaðan er sterk hjá Bakka- vör. „Ég held að það séu flestir stressaðri en við yfir því að fyr- irtækið á átta milljarða í banka,“ segir Ágúst og brosir. „Skilyrðin eru réttar tölur og rétt stjórnun og þá erum við til- búnir,“ segir Lýður. Traustur vöxtur í núverandi starfsemi dregur úr þrýstingi á að rasa um ráð fram. Undirliggjandi vöxtur starfsemi Bakkavarar í fyrra var 20%. Alþjóðlegt stórfyrirtæki Þeir bræður hafa fetað nýjar brautir með fyrirtækið. Bakka- vör var upphaflega hráefnis- framleiðandi, en síðan útrásar- fyrirtæki í fullunnum sjávar- afurðum. Svarið við því hvort þeir hafi aldrei verið hikandi að stíga þessi skref er klárt. „Nei.“ Þeir segja að það megi ekki gleyma því að þetta gerist ekki á einni nóttu. „Þetta er þróun sem tók nokkur ár,“ segir Ágúst. Sautján ára saga fyrirtækisins leyfir þeim að horfa stoltir um öxl. „Það er ekki síður gaman að horfa fram á veginn, hugsa um stöðu okkar í dag og hvar við verðum eftir önnur sautján ár. Það geta komið stjarnfræðilega skemmtilegar tölur út úr því.“ Markmið þeirra er sem fyrr skýrt. Bakkavör á að verða stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir bræður stefna að því að velta fyrirtækisins verði 200 milljarð- ar árið 2013. Framtíðarsýnin er að þá hefjist skeið fyrirtækisins sem alþjóðlegs stórfyrirtækis. Þetta eru metnaðarfull mark- mið, en hingað til hafa slík markmið einkennt þá bræður og árangurinn hingað til ber þeim glæsilegt vitni. „Við höfum alltaf horft til langs tíma,“ segir Lýður. „Slík sýn drífur fyrir- tæki áfram,“ bætir Ágúst við. Hann er hrifinn af langtíma- hugsun og segir hana skorta víða hérlendis, í íþróttum til dæmis. „Við horfum til næsta móts, meðan Norðmenn til dæmis hófu formlega uppbygg- ingu á liði sínu tólf árum fyrir Olympiuleikana í Lillehammer. Og auðvitað unnu þeir allt þar.“ Þeir segja hátt hlutfall lang- tímafjárfesta í fyrirtækinu auð- velda þeim að vinna út frá lang- tímasjónarmiðum. Bakkavör víkur ekki frá stefnu sinni og hefur ekki fjárfest í öðru. „Þá má segja að þrátt fyrir góða sjóðstöðu höfum við ákveðið að fjárfesta ekki í hlutabréfum,“ segir Lýður og brosir. „Ef við sjáum fram á að við notum ekki peningana til uppbyggingar þeirrar starfsemi sem við erum í verða þeir greiddir til hluthaf- anna.“ Sá tími er ekki í sjónmáli miðað við uppbyggingu fyrir- tækisins. Þáttur Kaupþings Sjálfir hafa þeir bræður fjár- fest á eigin vegum. Þeir gerðust kjölfestufjárfestar í Kaupþingi og urðu í framhaldinu meðal kjölfestufjárfesta í KB banka. Kaupþing var örlagavaldur í lífi fyrirtækisins og fjárfesti mynd- arlega í Bakkavör í upphafi. „Kaupþing er fyrsti fjárfesting- arbankinn á Íslandi. Sú hugsun og nálgun sem Sigurður Einars- son og hans fólk beittu gagnvart okkur og öðrum þýddi það að hafsjór af tækifærum sem stjórnendur fyrirtækjanna sáu varð skyndilega mögulegur,“ segir Ágúst. „Þessi fyrirtæki hefðu aldrei komist þangað sem þau eru komin nema vegna þess að þarna var komin ný þjónusta sem gerði mögulegt að láta draumana rætast. Þetta var ná- kvæmlega það sem íslenskt at- vinnulíf þurfti.“ Bræðurnir þökkuðu fyrir sig og komu að bankanum sem hlut- hafar. „Við nutum þeirrar reynslu sem viðskiptavinir. Við höfðum unnið með ýmsum bankastofnunum hérlendum og erlendum. Við bárum og berum gríðarlega virðingu fyrir stjórn- endum og vinnubrögðum bank- ans,“ segir Ágúst. Ekkert sem orkar tvímælis Kaupþing hefur ekki verið þekkt fyrir hálfkæring í fjár- festingum. Þegar félagið fjár- festi í JP Nordiska í Svíþjóð voru fáir hérlendis í vafa um að fyrirtækið ætlaði sér yfirtöku. Svipuð staða er uppi nú með breska bankann Singer and Friedlander. Flestir eru þeirrar trúar að KB banki stefni á yfir- töku. Íslenskir fjárfestar hafa í kjölfarið keypt í breska bankan- um og veðjað á yfirtöku. Bræð- urnir sáu sér eins og fleiri leik á borði og keyptu bréf í JP Nord- iska. Þeir áttu engin bréf í Kaupþingi á þeim tíma. Upp- hæðirnar voru ekki háar á mæli- kvarða eigna þeirra. Í kjölfarið gerði sænska efnahagsbrota- deildin húsleit hjá fimm manns. Þeir bræður voru tveir af þess- um fimm. Þeir komu fram og gerðu grein fyrir sínum sjónar- miðum. Aðrir voru ekki í um- ræðunni. „Þetta var óheppilegt fyrir okkur, sérstaklega vegna þess að við höfum gætt þess í hvívetna að gera ekkert sem orkar tvímælis. Við höfum litið svo á að ímynd okkar og fyrir- tækisins sé samofin og leggjum mikið upp úr því að skaða ekki þá ímynd. Við lögðum spilin á borðið strax.“ Ár er að verða liðið frá upp- hafi rannsóknar og enn hillir ekki undir lok hennar. Þeir segja leiðinlegt að hafa þetta hang- andi yfir sér. Ferill þeirra bræðra í við- skiptum gefur ekki tilefni til tortryggni. Kaup fyrirtækja hafa gengið snurðulaust fyrir sig og metnaðarfull fyrirheit og áætlanir hafa verið uppfyllt. Þrátt fyrir skýr markmið og framtíðarsýn frá unglingsárum er ekki úr vegi að velta því upp hvort þeir verði aldrei undrandi á því hversu langt fyrirtækið er komið. Þeir verða hugsi smá stund. Ekki svo vissir um það. „Ja, ég tók ársskýrsluna með mér upp í rúm; hafði aldrei lesið hana frá orði til orðs. Að lestri loknum hugsaði ég að þetta væri nú rosalega fínt fyrirtæki,“ seg- ir Ágúst. haflidi@frettabladid.is 17SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Viðhorfið til þess fólks sem eigendurnir hafa unnið með til margra ára skiptir meira en krónur og aurar. ,, Innheimtu- og greiðsluþjónusta ÁRANGUR - ÖRYGGI - HAGRÆÐI 533 3377 www.innheimta.is ÁTTU ÚTISTANDANDI KRÖFUR? VILTU BÆTA FJÁRSTREYMIÐ? Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn þann 4. mars í Salnum, Kópavogi kl. 17.00. Aðalfundur Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf fundarins. Stjórn Samskipa hf. ar gu s – 0 4- 00 86 GJÖRBREYTT FYRIRTÆKI „Breytingin er miklu meiri en fólk yfirleitt gerir sér grein fyrir. Við erum búnir að umbylta fyrirtækinu og skapa því nýjan grundvöll til vaxtar. Það er spurning hvort það sé of djúpt í árinni tekið að líkja þessu við það þegar Nokia hætti að framleiða gúmmístígvél og fór að framleiða farsíma. Grunnur okkar í dag og möguleikar til vaxtar eru einstakir og á allt öðru stigi en við höfum staðið frammi fyrir áður.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.