Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 18
Nýir eigendur tóku við stjórn-artaumum hjá Ingvari Helga- syni hf. og Bílheimum ehf. á föstudaginn. Lauk þar með af- skiptum fjölskyldu Ingvars Helgasonar af félaginu en hann og Sigríður Guðmundsdóttir, eigin- kona hans, stofnuðu það árið 1956 og byggðu á örfáum áratugum eitt glæsilegasta fjölskyldufyrirtæki landsins. Úr barnaleikföngum í full- orðinsleikföng Fyrstu verkefni félagsins voru innflutningur á leikföngum og gjafavöru en þáttaskil urðu í rekstrinum árið 1962 þegar inn- flutningur á Trabant-bílum frá Austur-Þýskalandi hófst. Þeir bíl- ar nutu mikilla vinsælda hér á landi og árið 1971 færði félagið út kvíarnar og hóf innflutning á Datsun-bílum (nú Nissan) og fimm árum síðar bættist Subaru í hópinn en þeir bílar voru fyrstu fjórhjóladrifnu fólksbílarnir sem buðust hér á landi. Árið 1993 eignaðist Ingvar Helgason hf. bifreiða- og véla- deild Jötuns hf. og var félagið Bílheimar þá stofnað um inn- flutning á GM-, Opel- og Isuzu- bílum. Saab-umboðið bættist svo við árið 1995 og árið 2000 var hlutdeild Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima ehf. á fólksbílamark- aðinum 26,5%. Erfiður rekstur í niður- sveiflu Í niðursveiflunni á bílamarkaði á undanförnum árum hefur gæfa Ingvars Helgasonar hf. snúist við og félagið átt í miklum rekstrar- erfiðleikum. Kunnugir telja að eftir fráfall Ingvars Helgasonar hafi stjórn fyrirtækisins liðið fyr- ir það að enginn afgerandi leiðtogi tók við af honum þótt börn hans hafi unnið gott starf fyrir félagið. Í byrjun ársins 2004 var allt út- lit fyrir að tekist hefði að selja fé- lagið til hóps undir forystu Jóns Snorra Snorrasonar, fyrrverandi forstjóra Bifreiða og landbúnað- arvéla, en sá samningur náði ekki fram að ganga sökum þess að ekki náðist samkomulag um skuldanið- urfellingu og skuldbreytingar við bankana. Staða félagsins var orðin slík að fátt virtist geta komið í veg fyrir að það færi í þrot og hefði gjaldþrot þess vafalaust orðið eitt hið stærsta í Íslandssögunni. Skuldir voru á fimmta milljarð króna og eigið fé neikvætt um hálfan milljarð. Efnahagur styrktur Nýir kaupendur hyggjast styrkja efnahag félagsins veru- lega og hefur hlutafjáraukning upp á einn milljarð króna verið ákveðin. Við þá innspýtingu verð- ur eigið fé félagsins jákvætt um fimm hundruð milljónir en ásamt þessari breytingu hefur verið samið við bankana um 1.700 millj- óna króna langtímalán. Baldur Guðnason, nýr stjórn- arformaður félagsins, segir að fyrstu verkefni nýrra eigenda séu að fara ofan í saumana á forsend- um kaupanna og gera nauðsynleg- ar breytingar á rekstrinum. Til þess að leiða það verkefni hafa nýir eigendur fengið Kristin Þ. Geirsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Íslenska sjón- varpsfélagsins og Goða, en að sögn Baldurs hefur Kristinn góða reynslu af því að taka við fyrir- tækjum í erfiðri stöðu og snúa þeim við. 18 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR AÐALFUNDUR OPIN KERFI GROUP HF Aðalfundur 2004 í Opin Kerfi Group hf. verður haldinn í húsakynnum félagsins að Höfðabakka 9, Reykjavík, föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10.00. Vinsamlegast athugið breyttan fundartíma. • Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. • Tillaga stjórnar um breytingu á 18. gr. samþykkta félagsins. Í tillögunni felst að stjórn félagsins verði skipuð fimm mönnum í stað þriggja. • Tillaga stjórnar félagsins um heimild til handa stjórninni til að auka hlutafé í félaginu um allt að 6.887.423 krónur að nafnverði til ráðstöfunar samkvæmt kaupsamningi um Virtus AB. Í tillögunni felst m. a. að hluthafar falli frá forkaupsrétti að þessum aukningarhlutum. • Tillaga stjórnar um heimild til handa stjórninni til að auka hlutafé í félaginu um allt að 10%, vegna fjárfestinga í öðrum félögum, með sölu nýrra hluta. Heimild þessi falli úr gildi, hafi hún ekki verið nýtt innan 3 ára frá samþykkt hennar. Í tillögunni felst að hluthafar falli frá forkaupsrétti að þessum hlutum. • Tillaga stjórnar um heimild til handa stjórninni samkvæmt 55. gr. laga nr. 2/1995 til að kaupa hlutafé í félaginu á gengi sem stjórn félagsins samþykkir. Heimild þessi falli úr gildi hafi hún ekki verið nýtt innan 18 mánaða frá samþykkt hennar. • Önnur mál – löglega upp borin Ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar til fundarins liggja frammi á skrifstofu félagsins til athugunar fyrir hluthafa fram að aðalfundi. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Þeir sem sækja fundinn í umboði hluthafa þurfa að framvísa skriflegum umboðum. Stjórn Opin Kerfi Group hf. Dagskrá: Vinnum upp gólfdúka og gerum sem nýja. Tökum að okkur stór og smá verk. Gerum föst verðtilboð. 20 ára reynsla. Gólfþjónustan Komandi ehf. Uppl. í síma 895 9800 BÓN Hreinsun Húðun Viðhald Stefnan sett á fyrri styrk NÝIR EIGENDUR INGVARS HELGASONAR OG BÍLHEIMA: Áskaup (sem er m.a. í eigu VÍS) 31,25% 3X ehf. (í eigu Baldurs Guðnasonar, Steingríms Péturssonar og Róberts Wessman) 31,25% Jón Pálmason 31,25% Bílaleigan AVIS 6,25% BALDUR GUÐNASON Forstjóri Sjafnar er meðal nýrra eigenda Ingvars Helgasonar hf. Nýir eigendur stefna að því að Ingvar Helgason og Bílheimar nái aftur fyrri styrk og ætla að spila sóknarbolta. BÍLAUMBOÐ SELT Nýir eigendur koma nú að rekstri Ingvars Helgasonar. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til þess að selja fyrirtækið og margir sýnt áhuga. Endanlega var gengið frá kaupum á því í liðinni viku. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.