Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 19
„Við erum búnir að tryggja mjög heilbrigðan efnahag í félag- inu. Með þessum aðgerðum verð- ur eigið fé félagsins í kringum fimm hundruð milljónir og nettó skuldir rétt rúmar tvö hundruð milljónir. Þannig að við teljum fé- lagið vera orðið mjög vel fjár- magnað,“ segir Baldur. Snúið til sóknar Hann segir að breytingar fylgi ávallt nýjum mönnum en það muni koma í ljós hversu miklar þær komi til með að verða. Baldur staðfestir að skuldir fé- lagsins hafi numið á fimmta millj- arð króna en segir að heildar- skuldirnar nú séu komnar niður í 2,7 milljarða. Hann segir að þótt staðan sé erfið þá hafi verið aug- ljós merki um bata í rekstrinum á síðasta ári en að slæm fjárhags- staða félagsins hafa verið stjórn- endum félagsins til trafala. Með endurfjármögnun segir Baldur að ekkert sé því til fyrir- stöðu að félagið nái fyrri styrk sínum. „Það mun auðvitað taka ákveðinn tíma en að hluta til hef- ur staðan verið erfið vegna fjár- hagsstöðunnar þannig að með þessu teljum við okkur vera komna með grundvöll til þess að fara í sókn. Menn hafa verið að spila vörn en nú verður spilaður sóknarbolti,“ segir Baldur. thkjart@frettabladid.is 19SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 NÝR VIÐ STÝRIÐ Kristinn Geirsson mun stýra Ingvari Helga- syni. Félagið þarf að vinna upp tapaða markaðshlutdeild á bílamarkaðinum. Hagstofan hefur birt tölur yfirvöruskiptin á síðasta ári. Árið 2002 var 12,5 milljarða afgangur á vöruskiptajöfnuði en 16,9 millj- arða halli árið 2003 ef miðað er við fast gengi. Viðsnúningur til hins verra í vöruskiptum landsmanna nemur því 29,4 milljörðum. Vöxtur innflutnings er drifinn áfram af innflutningi fjárfestingarvara og neysluvara og bifreiða. Greiningardeild KB banka bend- ir á að ef litið sé til baka sjáist að styrking krónunnar í byrjun árs 2002 hafi orðið til þess að auka inn- flutning neysluvara og þá sérstak- lega varanlegra neysluvara. Vöxtur í innflutningi varanlegra neyslu- vara var hvað mestur undir lok árs 2002 eða nærri 70%. „Innfluttur varningur lækkar í verði þegar gengi krónunnar hækkar og af töl- um að dæma virðist almenningur haga kaupum sínum eftir sveiflum í gengi krónunnar. Hátt gengi virð- ist því vera þensluhvetjandi að minnsta kosti til skamms tíma.“ segir í hálffimmfréttum greiningar- deildar KB banka. Vakin er athygli á því að hætta sé á að hækki vextir erlendis muni það hafa áhrif á einkaneysluna hér á landi þar sem útlánaaukning banka bendi til að neyslan sé tekin að láni. ■ NEYSLA AÐ LÁNI Íslendingar eru lánaglatt fólk. Aukin neysla sem birtist í vöruskiptahalla þjóðarbúsins virðist að mati greiningardeildar KB banka vera fjármögnuð með aukinni lántöku. Neysluaukning landsmanna: Fjármögnuð með lánum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.