Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 20
20 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR BAKSLAG Í BARÁTTUNA „Við breyttum mjög mörgu í íslensku samfélagi en mér finnst fjara hratt undan því núna eftir að Kvennalistinn fór af vaktinni. Það er komið bakslag í jafnréttisumræðuna. Það er litið á hana eins og sérmál sem þurfi ekki lengur að taka mikið tillit til. Konur taka til dæmis ekki þátt í þjóðfélagsumræðunni til jafns við karla.“ Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri vinsælustu leiksýningar á Íslandi í dag, söngleiksins Chicago. Nú sem fyrr er hún gallhörð baráttu- manneskja fyrir auknu jafnrétti kynjanna. Hún segir bakslag komið í jafnréttisumræðuna og til vitnis um það bendir hún á að konur eigi erfitt uppdráttar í leikhúsheiminum. Íslenskt leikhús er strákaleikhús Þórhildur Þorleifsdóttir er leik-stjóri vinsælustu leiksýningar á Íslandi í dag. Það er söngleikur- inn Chicago sem Borgarleikhúsið sýnir fyrir fullu húsi og uppselt er á langt fram í tímann. Sýningin er kostnaðarsöm og mikil áhætta var því tekin með uppfærslunni í leik- húsi sem stríðir við fjáragsvanda. „Þetta var djarft val að því leyti til að þetta er ekki söngleikur sem er á topp tíu lista flestra. Hann hefur einu sinni áður verið sýndur hér á landi og þá kolféll hann,“ segir Þórhildur. „En þegar maður er að setja upp sýningu þýðir ekki að velta því fyrir sér hvort hún muni ganga. Þá er maður kominn út á mjög hálan ís því það er aldrei hægt að vera fyrir fram viss um hvað muni slá í gegn. Sá sem vissi það væri á föstum laun- um hjá öllum stærstu leikhúsum heims. Þegar ég tók að mér þetta verkefni vildi ég reyna að ná sömu áhrifum í dag og þegar söngleikurinn var fyrst frum- sýndur. Chicago fjallar um ásókn fólks í að komast í fjölmiðla og hvernig fjölmiðlar elta það sem þeir halda að ásókn sé í. Fjöl- miðlaheimurinn er gjörbreyttur frá því sem var. Stærsta breyting- in snýr að slúðurdálkum og slúð- urblöðum og því hversu margir virðast vera tilbúnir að bera einkalíf sitt á borð. Það er því bæði verið að búa til þarfir og fullnægja þörfum. Ég fékk Gísla Rúnar Jónsson í það verk að þýða söngleikinn og laga að nútíma- samfélagi og hann leysti það verk alveg frábærlega.“ Ekki eru allir á einu máli um listrænt gildi söngleikja, en nei- kvæðustu raddir segja þá vera heldur fáfengilega skemmtun. „Ég hef enga fordóma gagnvart söngleikjum,“ segir Þórhildur. „Vel gerðir söngleikir eru góð skemmtun og ég dreg ekki úr gildi þess að eitt af hlutverkum leik- hússins er að skemmta fólki. Ég líki þessu mjög oft við bókasöfn en þar verður að vera á boðstólum flest það sem fólk vill lesa og skoða. Góður bókavörður hafnar ekki einstökum bókmenntateg- undum vegna þess að honum þykja þær ekki nógu menningar- legar eða ekki nógu fínar.“ Ekki veðjað á konur Þórhildur hefur verið tengd ís- lensku leikhúsi frá því hún var barn og lærði listdans við List- dansskóla Þjóðleikhússins. Á löngum ferli hefur hún leikstýrt um 80 leiksýningum. Hún segir hlutskipti kvenleikstjóra vera allt annað en karlleikstjóra. „Það þarf ekki annað en að líta yfir flóruna til að sjá að þetta er ekki einu sinni samanburðarhæft, svo mik- ill er munurinn. Þetta endurspegl- ar líka ástandið í samfélaginu. Sjáðu konur í fjölmiðlastétt. Það eru ekki margar konur sem eru ritstjórar, fréttastjórar eða rit- stjórnarfulltrúar og fá að ráða ferðinni. Það er eins í leikhúsinu. Þegar ungar konur koma úr leik- listarskóla er ekki veðjað á þær og þeim fengin verkefni en það er sífellt verið að búa til leikstjóra úr strákunum og þeir fá alveg ótrú- leg tækifæri. Það er gott og bless- að því það þarf að ala upp nýja kynslóð af leikurum og leikstjór- um en stóri gallinn er sá að það sama gildir ekki um konur. Konur hafa miklu meiri sönnunarbyrði og þurfa að brjótast áfram af eig- in rammleik því enginn tekur þær upp á sína arma. Það vakti mikla athygli og þótti óvenjulegt á sín- um tíma að þegar Sveinn Einars- son tók við starfi sem Þjóðleik- hússtjóri réð hann tvær konur sem leikstjóra, Brynju Benedikts- dóttur og Bríeti Héðinsdóttur. Þær voru aðalleikstjórar Þjóðleik- hússins og svo vorum við nokkrar sem bættumst við. Á tímabili var því hér nokkuð sterkur hópur kvenleikstjóra og það vakti at- hygli erlendis. Þetta skipti máli því kvenleikstjórarnir voru fyrir- myndir en nú er þetta gerbreytt aftur.“ Stílað upp á strákana Þórhildur var leikhússtjóri Borgarleikhússins á árunum 1996-2000 og eitt leikárið voru kvenleikstjórar leikhússins um helmingur leikstjóra. Hún segir að þetta hafi vakið athygli og viðbrögð en ekki öll jákvæð: „Það hljómaði nokkuð frá karla- hópnum: Það þýðir ekkert fyrir karlmenn að sækja um í Borgar- leikhúsinu, þar komast bara konur að. Ég man að þegar ég var að kynna vetrarstarfið spurðu blaðamenn mig að því hvernig stæði á því að svo marg- ar konur væru að leikstýra. Ég sagðist myndu svara þessari spurningu þegar þeir væru bún- ir að fara niður í Þjóðleikhús og spyrja kollega minn þar sömu spurningar með öfugum for- merkjum. Það þykir ekki frétt- næmt að það séu nær eingöngu karlmenn að leikstýra og fáar konur komist þar að. Ungu kon- unum er hleypt í einhver smá- verkefni eða látnar leikstýra barnaleikritum og oftast verður lítið framhald á. Íslenskt leik- hús nútímans er strákaleikhús. Ungir karlleikstjórar leikstýra og almennt er mikið stílað upp á strákana, bæði í hlutverkum og verkefnum. Þegar ungar konur koma úr leiklistar- skóla er ekki veðjað á þær og þeim fengin verkefni en það er sífellt verið að búa til leikstjóra úr strákunum og þeir fá alveg ótrúleg tæki- færi. Það er gott og blessað því það þarf að ala upp nýja kynslóð af leikurum og leik- stjórum en stóri gallinn er sá að það sama gildir ekki um konur. Konur hafa miklu meiri sönnunarbyrði og þurfa að brjótast áfram af eigin rammleik því enginn tekur þær upp á sína arma. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.