Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 UM KVENNALISTANN „Í Kvennalistanum héldum við í byrjun að við myndum hreinlega deyja í beinni útsendingu þegar við áttum að mæta pólitískum hákum í sjónvarpsal. En við lifðum það af og þóttumst bara nokkuð góðar. Þetta styrkti mjög sjálfsmyndina.“ Þórhildur segir ástandið einnig slæmt þegar kemur að hlutskipti leikkvenna, en oft heyrist sagt, reyndar bæði hér og erlendis, að miðaldra leikkonur fái ekki sömu tækifæri og karlmennirnir. „Hlut- verkin fyrir þessar konur eru til en leikhúsin þurfa að hafa áhuga á að sjá þeim fyrir verkefni,“ segir Þórhildur. „Þarna er mikið jafn- vægisleysi og þetta er mikið til umræðu meðal kvenna í leikhús- inu. Það koma varla saman tvær til þrjár starfandi konur úr ís- lensku leikhúsi án þess að málið beri á góma og hvað sé til ráða.“ Þórhildur lét af starfi leikhús- stjóra Borgarleikhússins árið 2000 eftir harðar innanhússdeilur. „Ég hefði ekki hætt nema vegna þess að það urðu leiðindi,“ segir hún, „en það þjónar ekki tilgangi að rifja það upp. Ég lít stolt til þeirra ára sem ég var í þessu starfi. Ég stóð að miklum breyt- ingum, aðsókn að leikhúsinu margfaldaðist og aldrei hafa verið fleiri listamenn starfandi við hús- ið. Það gerðist mikið á þessum tíma og ég hefði viljað halda því starfi áfram.“ Bakslag í jafnréttisumræð- unni Þórhildur var einn af stofnend- um Kvennaframboðsins og Kvennalistans og sat á þingi í fjögur ár. Þegar hún er spurð hvort hún hafi verið sátt við helstu áherslur Kvennalistans á þeim tíma svarar hún: „Meginvið- fangsefnið, og í því fólst bæði styrkur og veikleiki, var vinnuað- ferðirnar og skipulagið – sem margir kölluðu reyndar skipu- lagsleysi. Hugmyndafræðin birt- ist í þessu tvennu og var vísbend- ing um hvernig við vildum breyta samfélaginu, vinnubrögðum og virkni. Í samfélagi sem byggir á foringjaímynd er erfitt fyrir stjórnmálahreyfingu að hafa ekki foringja. Þegar verið var að heimta að formenn mættu í fjöl- miðla sögðumst við ekki vera með formann og að við myndum sjálf- ar ráða hver mætti sem fulltrúi okkar. Þetta var ekki vinsælt og vann á móti okkur að sumu leyti. En um leið kallaði þetta miklu fleiri konur til ábyrgðarstarfa og var til marks um hugmynd okkar um virkt lýðræði. Þetta var eitt meginstarf okkar og var mörgum illskiljanlegt enda í andstöðu við það sem þekktist í samfélaginu. Og þegar við tókum ákvarðanir var það ekki gert með atkvæða- greiðslu heldur umræðum. Það tók vissulega lengri tíma en þegar niðurstaðan var fengin stóðu allar á bak við hana og engin sat eftir sem tapari. Slík aðferð skapar allt aðra afstöðu til vinnu og þátttöku í hreyfingu. Við breyttum mjög mörgu í ís- lensku samfélagi en mér finnst fjara hratt undan því núna eftir að Kvennalistinn fór af vaktinni. Það er komið bakslag í jafnréttisum- ræðuna. Það er litið á hana eins og sérmál sem þurfi ekki lengur að taka mikið tillit til. Konur taka til dæmis ekki þátt í þjóðfélagsum- ræðunni til jafns við karla. Ungir karlmenn fá þau skilaboð að þeir eigi að „meika það“. Konum er ekki beinlínis sagt að þær eigi ekki að vera með í því kapphlaupi, en þær hafa oft verri atrennu að því, þótt ekki sé nema vegna veikrar sjálfsmyndar. Það styrkir konur að vinna saman í hóp og þurfa að takast á við verkefni sem þær hafði kannski ekki órað fyrir. Í Kvennalistanum héldum við í byrjun að við myndum hreinlega deyja í beinni útsendingu þegar við áttum að mæta pólitískum hákum í sjónvarpsal. En við lifð- um það af og þóttumst bara nokk- uð góðar. Þetta styrkti mjög sjálfsmyndina.“ Staðlaðar ímyndir Mörgum er farin að blöskra verulega útlitsdýrkun nútímans sem beinist einna mest að konum. Þórhildur er ekki sátt við þróun- ina og tekur nýlegt dæmi: „Um daginn sá ég viðtal við lýtalækni um limlengingar. Hann sagði að gerð væri um það bil ein þannig aðgerð á ári, enda ráðlegði hann yfirleitt karlmönnum með þennan vanda að leita til sálfræðings, enda væri vandinn af sálrænum toga. Þetta er nokkuð annað en sagt er um útlitsbreytingar kvenna. Þær eiga að verða svo óskaplega hamingjusamar eftir að hafa farið í lýtaaðgerð. Þannig að meðan karlmaður með lítið typpi stríðir við sálfræðilegan vanda liggur hamingja kvenna í útliti þeirra og stöðluðum ímynd- um en ekki í því að styrkja sjálfs- mynd sína og reyna að byggja sig upp sem manneskjur.“ Þórhildur segist ekki sjá að ís- lenskir stjórnmálaflokkar setji femínisma í forgrunn. „Þeir eru ekki markvisst að vinna gegn kon- um en konur eru ekki í for- grunni,“ segir hún. „Tökum klám- og vændisvæðinguna. Af hverju er ekki forgangsmál allra alþjóða- stofnana hvernig freklega er brot- ið á konum í heiminum? Umræðan er ekki á því plani sem hún á að vera. Hún á að snúast um mann- helgi og mannréttindi.“ En á kona með svo sterka sann- færingu ekki heima á Alþingi? „Ég gæti alveg hugsað mér það, en ég fer ekki út í pólitík á hvaða forsendum sem er,“ svarar Þór- hildur. „Þegar ég gekk úr Alþýðu- bandalaginu árið 1976, vegna þess að mér fannst kvenfrelsishug- myndir ekki hafa þar nægilegt vægi, sagði ég að ég myndi aldrei koma nálægt pólitík aftur nema til að vinna fyrir konur og ég er enn sama sinnis.“ kolla@frettabladid.is Ég man að þegar ég var að kynna vetrar- starfið spurðu blaðamenn mig að því hvernig stæði á því að svo margar konur væru að leikstýra. Ég sagðist myndu svara þessari spurn- ingu þegar þeir væru búnir að fara niður í Þjóðleikhús og spyrja kollega minn þar sömu spurningar með öfug- um formerkjum. Það þykir ekki fréttnæmt að það séu nær eingöngu karlmenn að leikstýra og fáar konur kom- ist þar að. Ungu konunum er hleypt í einhver smáverkefni eða látnar leikstýra barna- leikritum og oftast verður lítið framhald á. Íslenskt leikhús nútímans er stráka- leikhús. Ungir karlleikstjórar leikstýra og almennt er mik- ið stílað upp á strákana, bæði í hlutverkum og verk- efnum. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.