Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 22
Álýðveldistímanum hefurmargsinnis verið skrafað og skeggrætt um hlutverk forseta Ís- lands enda hvergi fært til bókar hvað hann skuli gera, utan hvað nokkrar greinar stjórnarskrárinn- ar fjalla um embættið og þá einna helst samskipti þess við þingið. Þar segir meðal annars að forseti sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn- um, hann láti ráðherra fram- kvæma vald sitt, hann skipi ráð- herra og veiti þeim lausn, hafi for- sæti í ríkisráði, veiti þau embætti sem kveðið er á um í lögum og geri samninga við önnur ríki. Í stjórnarskránni segir raunar enn fremur að forseti og þing fari saman með löggjafarvaldið og að framkvæmdavaldið sé í höndum forseta og annarra, viðeigandi, stjórnvalda. Að öðru leyti er hvergi stafkrók að finna um hvað forsetinn á að gera en ýmsar hefð- ir hafa orðið til í sextíu ára sögu embættisins. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var ríkisstjóri áður en Ísland varð sjálfstætt ríki og hafði sem slíkur dágott samneyti við hirðina í Höfn. Sagt er að kónga- keimur hafi verið af forsetaemb- ættinu í tíð Sveins þó sjálfur hafi hann skilgreint starf sitt sem þjónn þjóðarinnar. Ásgeir Ás- geirsson var mun alþýðlegri í fasi en Sveinn og enn jókst frjálslynd- ið í tíð Kristjáns Eldjárns og Vig- dísar Finnbogadóttur. Með Vigdísi varð embættið líka mun persónu- legra en áður, hún var í ofanálag einhleyp sem sætti nokkrum tíð- indum auk þess að vera fyrsta konan sem kjörin er í embætti þjóðarleiðtoga í veröldinni. Völd og gagnrýni Völd eða valdaleysi forseta hefur oft orðið þrætuepli í samfé- laginu en í stjórnarskránni er ber- sýnilega kveðið á um nokkur völd embættisins. Hitt er svo annað mál hvort, og þá hvernig, þeim völdum skuli beitt og er hvergi fjallað um það. Sú hefð hefur hins vegar skapast að forseti beitir helst ekki völdum sínum og er hún rakin allt aftur til Sveins Björns- sonar, sem ákvað að það væri stjórnmálamanna en ekki forseta að fara með völd. Umtalsverð eining hefur verið um forseta lýðveldisins þrátt fyr- ir að nokkrir hafi verið í framboði hverju sinni og tekist hafi verið á af hörku í aðdraganda kosninga. Til marks um það hefur vart þótt til siðs að bjóða fram gegn sitj- andi forseta þó á því hafi verið undantekningar. Þá þótti lengi vel ekki tilhlýðilegt að gagnrýna orð og gjörðir forsetans en örlítið bar á því undir lok ferils Vigdísar Finnbogadóttur og talsvert í tíð Ólafs Ragnars. Ólafur hefur raun- ar boðið meira upp á slíka gagn- rýni en forverar hans því alla tíð hefur hann tjáð sig með opin- skárri hætti en þeir um innanrík- ismál, jafnvel umdeild innanríkis- mál. Strax í kosningabaráttunni lýsti Ólafur Ragnar því yfir að í sínum huga mætti og ætti forseti að taka þátt í þjóðmálaumræðunni án þess þó að blanda sér í flokkapólitík. Hefur hann staðið við þau orð sín og oft kallað yfir sig gagnrýni vegna yfirlýsinga sinna. Tóninn gaf hann strax á fyrstu mánuðum ferilsins þegar hann sagði vegina á Barðaströnd vestra vonda. Heima og heiman Fyrstu þrír forsetarnir voru heimakærir og var starfsvett- vangur þeirra fyrst og fremst á Íslandi þótt allir hafi þeir haldið utan í opinberar heimsóknir eins og gengur. Vigdís sló hins vegar aðrar nótur í þeim efnum og leit á sig sem fulltrúa þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi. Hún ferðaðist mikið, heimsótti aðra þjóðarleið- toga og sat ráðstefnur þar sem mannúðarmál, náttúran og menn- ing voru umtalsefnið. Ólafur Ragnar hefur höggvið í sama knérunn. Hann hefur alla tíð verið á faraldsfæti og tekið þátt í margs konar málþingum enda virðist hann líta á sig ekki síst sem „sendiherra“ þjóðarinnar á svið- um viðskipta og menningar þegar svo ber undir. Fastir liðir eins og venju- lega Hlutverk forsetans er háleitt samkvæmt stjórnarskrá: að stað- festa lög, skipa ráðherra, stjórna ríkisráðsfundum og svo framveg- is. Hann veitir líka orður og setur Alþingi. En ljóst er að þessi störf taka ekki stærsta hlutann af tíma forsetans í vinnu. Á meðal þess sem forsetinn gerir í daglegum störfum sínum er þetta líklega helst: ræðuhöld, móttökur, heim- sóknir (bæði til útlanda og innan- lands), samskipti við erlenda þjóðarleiðtoga og aðra aðila erlendis og ýmsir fundir með einstaklingum og fé- lagasamtökum, sem koma til forsetans í ýmsum er- indagjörðum, eins og til þess að biðja hann um að leggja einhverju tilteknu málefni lið, sem forset- inn gerir talsvert af, bæði á sviði menningar og viðskipta. Þá fer stór hluti tíma forsetans í það að vera viðstaddur ýmsa viðburði, eins og menningarhátíðir og annað slíkt. Samkvæmt upplýsingum frá forseta- skrifstofu fór forsetinn í enga opinbera heimsókn innanlands á árinu 2003, en hann var hins vegar 102 daga erlendis, eins og fram kemur hér annars staðar á opnunni. Þess ber að geta að for- 22 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Vitið þið nokkuð hvar húsiðhans Damons er?“ „Hans hvers?“ spyr miðaldra bensínafgreiðslumaðurinn. „Er það ekki í Staðahverfi?“ segir úlpuklædd kona framan við afgreiðsluborðið. Ég skil vel að Odd Nerdrum hafi hrifist af gamla Borgarbókasafninu. Ég skil vel að útgefandi Bjarkar hafi keypt sér hús í Vesturbænum. Ég skil jafnvel hversvegna kvik- myndaframleiðandann Jim Stark langar að búa á Hofsósi. Hinsveg- ar kom mér á óvart þegar ég sá að Damon Albarn væri að flytja í Grafarvog. Er það málið? Alla- vega hef ég aldrei séð það hverfi fyrir mér sem stað þar sem mold- ríkur poppari myndi helst vilja búa í Reykjavík. Og síðan ég komst að þessu hef ég velt fyrir mér hvort Damon hafi planað þetta í gegnum síma frá London og um einhvern misskilning sé að ræða. Eða hvort þetta fræga gestsauga sé einmitt svona glöggt. Hvort ég sé með úreltar hugmyndir um hvar best sé að eiga heimili í borginni. Þessvegna er ég staddur á Olísstöðinni ofan við Gullinbrú. Í leit að húsinu hans Damons Al- barn. Til að fá einhvern botn í þetta. Þessvegna er bensínaf- greiðslumaðurinn að sýna mér á korti hvernig er einfaldast að komast í Staðahverfi: „Þú getur farið Strandveginn eða tekið Fjallkonuveg framhjá sundlaug- inni, og þaðan áfram.“ „Hvor leiðin er fallegri?“ spyr ég. Maðurinn hlær. Norm Himinninn er grár, það er hvasst og ég fylgi áberandi mik- illi trukkaumferð meðfram strandlengjunni. Framhjá Áburð- arverksmiðjunni, Vídeóheimum, Gúmmísteypu Þ Lárusson, Fat Samís pub og Íslenskum hveraör- verum ehf. Vegurinn sveigir upp í nýlegt hverfi og stuttu síðar veit ég ekkert hvar ég er. Í tómu strætóskýli stendur að það séu 30 milljónir í pottinum. Ókei, ég ek rólega áfram og sé á skilti að ég er á Borgarvegi. Hann reynist liggja að Spönginni og þar stekk ég inn í Zoo.is – Hárstúdíó. Við einn stólinn stend- ur ungur strákur með sæmilega hárgreiðslu og ég spyr hvernig best sé að komast í Staðahverfi. „Það er einfaldast að keyra bara áfram, framhjá Húsasmiðj- unni og Egilshöll og síðan inn á Korpuveg,“ svarar strákurinn. „Veistu nokkuð hvar í hverfinu húsið hans Damons Albarn er?“ „Nei,“ svarar strákurinn. „Ég veit bara að það er þarna ein- hversstaðar. Ég klippi stundum konu sem býr rétt hjá honum.“ „Hefur hún nokkuð sagt þér hversvegna hann vill vera í Graf- arvogi?“ „Nei, ekki nákvæmlega,“ svar- ar strákurinn. „Maður hefur heyrt að hann hafi viljað komast í meira norm. Eitthvað fjölskyldu- vænt. Þessvegna ekki vera í mið- bænum. Þarna er hann með venjulegt fólk í kringum sig.“ Og framhjá Gufuneskirkju- garði, Egilshöllinni, fjúkandi mávum, Húsasmiðjunni, að Korpuvegi. Fyrir neðan hann renna saman húsgrunnar, mold- arflög og misjafnlega langt kom- in einbýlishús. Sjálft Staðahverfi. Ég fer inn í Bíógrill. En af- greiðslustúlkurnar verða bara vandræðalegar þegar ég spyr þær hvar í hverfinu hús Damons sé. Við borð sitja tvær unglings- stelpur með snúð og Trópí. Þær reynast ekki heldur vita hvar húsið stendur. Ég spyr hvort þær gruni hversvegna hann vilji búa í Grafarvogi. Þær hugsa sig lengi um en síðan svarar önnur: „Þetta er náttúrlega aðal villingahverf- ið.“ Ég keyri að Korpúlfsstöðum. Er það ekki orðið eitthvað mynd- listarmannadæmi? Allavega eru teikningar í öllum gluggum. Listamennirnir hljóta að vita þetta. En ég geng óvænt inn á teiknistofu einhvers Korpuskóla sem ég hef aldrei heyrt um. Engu að síður eru krakkarnir með þetta á hreinu. „Já, hann á heima í ryðgaða húsinu!“ segir æstur strákur í adidas peysu. „Þú keyr- ir bara áfram og beygir til vinstri! Stórt ryðgað hús!“ Garðsstaðir, Brúnastaðir, Bakkastaðir, Barðastaðir. Og all- skyns hús, en ekkert ryðgað. Í einni götunni keyri ég fram á veð- urbarin hjón um fimmtugt sem ýta á undan sér barnabarnavagni. Ég stoppa bílinn, skrúfa niður rúðuna og tek eftir að þau eru í eins útigöllum. „Vitiði nokkuð hvar Damon Al- barn býr?“ „Nei, elskan mín!“ hrópar hann yfir götuna. „Við erum úr Mosfellsbænum!“ Pedro Á endanum – neðst í hverfinu og við sjóinn – finn ég stórt ryðg- að hús. Í kring standa fleiri og óryðguð einbýlishús. Ég legg bílnum og út úr litlum bygginga- skúr rétt hjá kemur lágvaxinn maður á fertugsaldri, kynnir sig sem Pedro og spyr á ensku hvort hann geti hjálpað mér. Þegar hann hefur staðfest að þetta sé hús Damons segist Pedro vera að vinna í byggingagrunninum við hliðina. Á eftir horfum við saman á húsið. Það er klætt járnplötum sem er verið að láta veðrast. Í ljós kemur að Pedro er frá Portúgal en á Íslandi til að læra málið og eiga þannig auðveldara með að fá vinnu á börunum í Algarve. Pedro segist finnast Reykjavík svolítið róleg borg. Til dæmis séu bara tvær kringlur í henni. Í Lissabon séu sjö kringlur. Ég spyr hvort hann hafi heyrt af hverju Damon ákvað að byggja á þessum stað. Pedro verður viss, bendir á Esjuna og segir: „Esja.“ Skýrir síðan út fyrir mér þarna í rokinu að vegna fjallsins sé þessi staður einstaklega skjólsæll. Ég lít efins í átt að Esjunni lengst í burtu og bendi honum á að það sé nú helvíti hvasst. Pedro pirrast. En tekur sig taki, hlær og virðist ákveða að sýna aðkomumannin- um þolinmæði. Útskýrir síðan hægt og næstum blíðlega að stæði Esjan ekki þarna, væri svo miklu hvassara. ■ ■ Leitin að Reykjavík Albarnía HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. HÚSIÐ „Engu að síður eru krakkarnir með þetta á hreinu. „Já, hann á heima í ryðgaða hús- inu!“ segir æstur strákur í adidas peysu. „Þú keyrir bara áfram og beygir til vinstri! Stórt ryðgað hús!““ Umræða um embætti forseta Íslands hefur verið mikil að undanförnu. Skeggrætt er um hlutverk hans og þá jafnvel hvort þörf sé á embættinu. Á stundum virðist það fremur óljóst hvert hlutverk forsetans er. Fréttablaðið kannaði málið: Hvað gerir forse HR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Hann tók á móti ríflega 6000 gestum á Bessastöðum á liðnu ári og flutti 49 skrifaðar ræður við ýmisleg tilefni. Samkvæmt upplýsingum frá forseta- skrifstofu skrifar hann þær sjálfur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.