Fréttablaðið - 22.02.2004, Síða 23

Fréttablaðið - 22.02.2004, Síða 23
Í RÆÐUSTÓL Forseti Íslands flytur meðal annars ræðu í hvert sinn sem Alþingi er sett. Sam- kvæmt upplýsingum frá forsetaskrifstofu skrifar forsetinn allar sínar ræður sjálfur. 49 ræður Forseti Íslands flutti 49 skrif-aðar ræður, erindi og fyrir- lestra árið 2003. Það gerir að jafnaði ríflega fjórar ræður á mánuði, eða nærri ein á viku. Auk þess flutti hann fjölmargar tækifærisræður blaðalaust. Nýársávarpið er væntanlega sú ræða sem flestir sjá Ólaf Ragnar flytja á ári hverju. Auk þess flytur hann ræður þegar opinbera gesti ber að garði, við setningu Alþingis og við opnun ýmissa ráðstefna og hátíða, svo eitthvað sé nefnt. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um það hver skrifaði ræður forsetans var svarið stutt og laggott: „Forseti skrifar allar sín- ar ræður sjálfur“. ■ 23SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Aðlaðandi og einlægur grallari Eins og viðeigandi er á konu-deginum spyrjum við um konu. „Hún er miklu meiri grall- ari og bóhem heldur en virðist í fyrstu og þykir afskaplega vænt um fólk,“ segir Ragnar Hall- dórsson, veitingamaður á menn- ingarbarnum Jóni forseta. „Framkoma hennar er hins veg- ar mjög fáguð og formleg og þar af leiðir að fólk áttar sig ekki alltaf á manneskjunni sem að baki býr.“ Ragnar segir hana líka barnslega einlæga og telur suma túlka einlægnina sem væmni en slíkt sé ekki á ferð- inni heldur aðeins innileg vænt- umþykja og trú á hið góða. Guð- rún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, hefur þetta að segja um viðkomandi: „Hún er aðlaðandi, hugmynda- rík, mjög áhugasöm og lifandi og á auðvelt með að höfða til fólks. Þá er hún einstaklega góð- ur málsvari þeirra hugmynda sem hún beitir sér fyrir.“ Hall- dór Reynisson prestur segir hins vegar: „Hún er brautryðj- andi sem hefur borið hróður ís- lenskra kvenna víða með heill- andi framkomu og öðrum áherslum en fólk á að venjast af manneskju í hennar starfi.“ Og nú spyrjum við, hver er þessi kona? Svarið er að finna á blað- síðu 26. ■ Umdeild áform á Ítalíu: Endurreisn Rómar Umdeild áform eru uppi umað endurreisa hinu sögulegu miðborg Rómar til að gefa gest- um og gangandi betri innsýn í það hvernig lífsháttum var hátt- að þar til forna. Borgaryfirvöld hafa falið tæplega áttræðum ítölskum pró- fessor í arkitektúr, Carlo Aymonion, að endurhanna mið- borgina, þar á meðal í kringum hið heimsfræga hringleikahús Colosseum. Ætlun Aymonions er meðal annars að nýta hina nú- tímalegu vegi sem Mússólíni lagði um borgina og hlaða að nýju með rauðum múrsteinum þá veggi í hringleikahúsinu sem fallnir eru. Hann vill einnig hreinsa burt allt illgresi og grjótmulning sem þar er að finna og endurbyggja hluta af hofi Júpíters – sem var hjarta hinnar fornu Rómaborgar. Ýmsir sögukennarar eru agn- dofa yfir hugmyndinni og telja að ef af verði muni miðborg Rómar breytast í fornleifagarð. Síðustu ár hafa Rómverjar deilt harkalega um hvernig og hvort eigi að endurreisa hinar fornu minjar. Í margar aldir rifu þeir gamlar byggingar og not- uðu efnið til að byggja nýjar hallir og kirkjur. Flestir nútíma fornleifafræð- ingar kjósa að sem minnst verði hróflað við gömlum byggingum borgarinnar. ■ Hver er maðurinn? HÖFÐAR TIL FÓLKS Manneskjunni er lýst sem einlægri, aðlað- andi og hugmyndaríkri. Hún er sögð eiga auðvelt með að höfða til fólks. Eins og komið hefur fram í frétt-um var forseti Íslands samtals 102 daga í útlöndum á árinu 2003. Samkvæmt upplýsingum frá for- setaskrifstofu var forsetinn í emb- ættiserindum í 52 daga af þessum hundrað og tveimur, og því samtals 50 daga í sumarleyfi sínu og einka- erindum. Meðtaldir í þessum dögum eru helgar- og frídagar sem og allir brottfarar- og komudagar. Fimmtíu dagar í útlöndum í einkaerindum virðist nokkuð mikið fyrir mann í fastri vinnu. Sam- kvæmt kjarasamningum félags- manna í VR er orlofstími launa- manna allt frá 24 dögum upp í 28 daga, eftir starfsaldri, og eru þá að- eins taldir virkir dagar. Helgardag- ar í ári hverju eru að jafnaði um 104 og má því gera ráð fyrir að launa- maður með nokkurn starfsaldur hafi um 132 frídaga á ári hverju samanlagt, auk almennra frídaga, eins og um jól og páska. Það er því ljóst að almennur launamaður getur verið 50 daga í útlöndum í einkaerindum án þess að missa úr vinnu. Samkvæmt upplýs- ingum frá forsetaskrifstofu varði Ólafur Ragnar sumarfríi sínu á ár- inu 2003 í útlöndum, en breytilegt er frá ári til árs hvar og hvort forseti tekur sumarleyfi. Forseti ber sjálfur kostnað af ferðum sínum í einkaerindum og í sumarleyfi og þiggur heldur ekki dagpeninga á slíkum ferðum. Þá bendir forsetaskrifstofa á, að þegar forseti dvelst í einkaerindum er- lendis á hann oft fundi með áhrifa- fólki í viðskipta- og menningarlífi og fólki í opinberum stöðum. „Þannig að hann sinnir í reynd margvíslegum erindisrekstri og embættisskyldum þótt ferðirnar séu að formi til flokkaðar sem einkaferðir og þar af leiðandi ekki greiddar af opinberum aðilum,“ segir í skriflegu svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. ■ Því hefur oft verið haldið framað forsetaembættið sé óþarft í stjórnskipaninni og bent á að aðrir séu fullfærir um að gegna skyldum þess. Helst hef- ur forseti Alþingis verið nefnd- ur í því sambandi, ýmist einn eða í samvinnu við hina hand- hafa forsetavaldsins, þ.e. for- sætisráðherra og forseta Hæstaréttar. Þá var þeirri hug- mynd varpað fram fyrir nokkrum árum að sameina bæri forsetaembættið biskupsemb- ættinu. ■ Í SVÍÞJÓÐ Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff voru meðal annars viðstödd Íslandsdaginn í Stokk- hólmi síðastliðið sumar. Þar afhentu þau m.a. fötluðum sænskum börnum íslenskan hest. Með forsetahjónunum á myndinni er Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Forseti Íslands var 50 daga erlendis í sumarleyfi sínu og í einkaerindum á síðasta ári: Forseti á faraldsfæti HVERT FÓR HANN? Ferðir forseta Íslands í opinberum erindagjörðum árið 2003: 17.-18. mars. Opinber heimsókn til Ungverjalands. 19.-21. mars Opinber heimsókn til Slóveníu 23.-25. apríl Fyrirlestra- og fundaferð til Pétursborgar í Rússlandi. 29. apríl - 3.maí Heimsókn til Berlínar og Mecklenburg-Vorpommern í Þýskalandi. 27.- 28. maí Tók þátt í Íslandsdeginum í Stokkhólmi. 21.-23. júní Var viðstaddur Alþjóðaleika þroskaheftra í Dyflinni á Írlandi. 17.-20. ágúst Heimsókn til Alaska ásamt fulltrúum íslenskra fyrirtækja og stofnana. 21.-23. ágúst Heimsókn til Chutkotka í Rússlandi ásamt fulltrúum íslenskra fyritækja og stofnana. 16.-19. september Ferð til Washington. Fundir með bandarískum embættismönnum og þingmönnum. 20. - 23. október Ferð til Lundúna og Kaupmannahafnar. 12.-18. nóvember Ferð til New York og Atlanta. ti Íslands? setinn hefur farið í opinberar heimsóknir í nær allar sýslur landsins á embættistíma sínum og hafa þær heimsóknir verið að jafnaði ein til tvær á ári. Auk heimsókna í sýslur hefur forset- inn einnig heimsótt mörg bæjar- félög og kaupstaði. Ríflega 6.000 gestir á Bessastöðum Móttökur eru viðamikill þáttur í starfi forsetans. Samkvæmt upp- lýsingum frá forsetaskrifstofu mun gestafjöldi á Bessastöðum árið 2003 hafi verið um 6.000 til 6.500 á liðnu ári. „Þorri þessara gesta þáði veitingar af einhverju tagi,“ segir í svari skrifstofunnar, og er þá um te, kaffi, gosdrykki, freyðivín og/eða léttvín að ræða sem og smákökur, snittur eða fulla máltíð. Forsetaembættið áætlar jafn- framt að um 70 til 80 þúsund ferðamenn komi árlega í hlaðið á Bessastöðum og skoði kirkjuna og umhverfi staðarins. Nokkrar stórar veislur fara fram á Bessastöðum á ári hverju, eins og í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja sem og veislur sem eru árlegar, eins og veisla til heiðurs ríkisstjórn Ís- lands og erlendum sendiherrum, sem á síðasta ári fór fram þann 7. mars. Það takmarkar stærð veisl- anna að Bessastaðir rúma einung- is um 80 manns í mat. Einstaka sinnum er gripið til þess ráðs að taka sal á leigu, eins og til dæmis Perluna. Fjórar milljónir í risnu Á tímabilinu 1. janúar 1993 til 1. ágúst 2000 var risna forseta þrjár milljónir á ári en fyrir þann tíma hafði hún um langt árabil verið á bilinu 200-235 þúsund krónur á mánuði. Þann 1. ágúst 2000 hækkaði risnan í fjórar millj- ónir á ári, m.a. til að mæta verð- lagshækkunum undanfarinna ára, eða í um 334 þúsund krónur á mánuði. Af risnufé forsetans er greidd- ur allur aðfangakostnaður sem skapast af móttökum og matar- boðum sem og annar aðfanga- kostnaður við gestakomur á Bessastaði, s.s. gosdrykkir, kaffi, te, vín, kökur og matföng, og ann- að sem snertir daglegan rekstur á Bessastöðum. „Athygli skal á því vakin, að af risnufé forseta á Bessastöðum er greiddur allur að- fangakostnaður sem skapast af heimsóknum þeirra 6.000-6.500 gesta sem þáðu þar veitingar af einhverju tagi á liðnu ári,“ segir í skriflegu svari forsetaskrifstofu við spurningum Fréttablaðsins. Kostnaður við embættið hefur rokkað á bilinu 90 til 150 milljónir á ári, eftir umfangi embættisins hverju sinni. Þannig var kostnað- ur embættisins til dæmis 112,7 milljón krónur fyrir fjórtán árum, árið 1990, en 131,5 milljónir fyrir tíu árum, afmælisárið 1994. Ári seinna nam kostnaður við emb- ættið 88,2 milljónum. Árið 1998 nam kostnaðurinn 106,9 milljón- um en 134,4 milljónum árið 1999. Á afmælisárinu 2000 var kostnað- urinn 151,7 milljónir en ári seinna 131,7 milljónir. Átta starfsmenn Fjöldi starfsmanna á forseta- skrifstofunni hefur haldist óbreyttur undanfarin fimmtán ár. Starfsmenn embættisins eru átta. Þar af starfa fjórir á skrifstofu forseta og þrír á Bessastöðum auk bílstjóra forsetans. Á skrifstof- unni starfa þau Stefán Lárus Stef- ánsson forsetaritari, Örnólfur Thorsson skrifstofustjóri, Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri og Ragna Þórhallsdóttir deildar- stjóri. Á Bessastöðum starfa: Jó- hann Gunnar Arnarson ráðsmað- ur, Kristín Ólafsdóttir og Halldóra Pálsdóttir ráðskonur. Bílstjóri forseta er Einar Sigurjónsson. Í svari frá forsetaskrifstofu segir að engir ráðgjafar, utanað- komandi, starfi í tengslum við embætti forseta Íslands, eins og við ræðuskrif og annað. Það má því ljóst vera að forsetinn gerir það sem hann gerir – og lesendur hafa vonandi fengið einhverja hugmynd um hvað það er við lest- ur þessarar greinar – nokkurn veginn sjálfur. gs@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Á MÓTI „Forsetinn er umboðsmaður allrar þjóðarinnar, honum er ætlað aðhaldshlutverk í stjórnskipaninni sem er angi af viðleitni til þess að hvorki þingið né framkvæmdavaldið séu alvalda í landinu,“ segir Svanur Kristjánsson prófessor MEÐ „Forsetaembættið er vandræðalegt embætti sem á sér enga skýra fótfestu í íslenskri stjórnskipan,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissur- arson prófessor. Á að leggja embættið niður? MEÐ Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er þeirrar skoðunar að leggja beri forsetaembættið niður. Hvers vegna? „Ég hef verið þessarar skoð- unar í mörg ár, löngu áður en Ólafur Ragnar Grímsson varð forseti, og þetta er því algjörlega óháð persónu hans. Forsetaembættið er vandræða- legt embætti sem á sér enga skýra fótfestu í ís- lenskri stjórnskipan. Þegar lýðveldið var stofnað var orðið forseti sett inn í stað konungs og við höf- um ekkert með konunga að gera.“ MÓTI Svanur Kristjánsson prófessor er hlynntur núverandi fyrirkomulagi. Hvers vegna? „Forset- inn er umboðsmaður allrar þjóðarinnar, honum er ætlað aðhaldshlutverk í stjórnskipaninni sem er angi af viðleitni til þess að hvorki þingið né fram- kvæmdavaldið séu alvalda í landinu. Þetta er í takt við hefðbundnar hugmyndir þjóðarinnar um að þjóðhöfðingi veiti aðhald og komi málum í hendur þjóðarinnar, þ.e. í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef svo ber undir.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.