Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 24
24 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Íslenskum sjónvarpsþáttum hef-ur fjölgað til muna á síðustu árum með betri og ódýrari tækni. Íslensku þættirnir njóta mismik- illa vinsælda eins og von er. Spaugstofan hefur verið einn vin- sælasti þáttur sjónvarps frá því hann hóf göngu sína seint á síð- ustu öld og sömu sögu er að segja af spjallþáttum, svo sem Á tali með Hemma Gunn og Á milli him- ins og jarðar. Stöð 2 hefur reynt að fara nýjar leiðir og náði stöðin nýjum hæðum með íslensku þáttaröðinni um Idol- stjörnuleit. Sjaldan eða aldrei hef- ur áhorf á stöðina verið jafn mikið. Stjórnendur Skjás eins hafa verið óhræddir við að setja nýja íslenska þætti á markað, þó með misjöfnum árangri. Þeir þættir sem ekki standa undir væntingum er kippt hið snarasta úr sýningum og nýir þættir teknir nánast sam- stundis inn. Ekkert nýtt undir sólinni Það er hins vegar ekkert nýtt undir sólinni þegar litið er til ís- lenskra sjónvarpsþátta. Síðustu ár hafa erlendir þættir verið heimfærðir yfir á íslenskt sjón- varp en með misgóðum árangri. Sumir eru sáttir en öðrum finnst nóg um og telja hugmyndaflug íslenskra dagskrárgerðamanna heldur lítilfjörlegt. Sem dæmi um þætti sem hafa verið færðir upp á íslenska vísu eru Viltu vinna milljón sem heit- ir á frummálinu Who wants to be a Millionaire sem og áðurnefnd Idol-stjörnuleit. Hemmi Gunn og Laugardagskvöld með Gísla Marteini í Sjónvarpinu eru síðan mjög í anda breskra spjallþátta á borð við Parkinson á BBC. Skjár einn hefur einnig lagt sitt af mörkunum með þáttum á borð við Þraukarann sem var lé- leg eftirlíking af Survivor, Nonna sprengju sem var ein- hverskonar stæling á Jerry Springer og Johnny National í Íslenskri kjötsúpu þar sem apað var eftir breska spéfuglinum Ali G. Raunveruleikaþættir njóta nú gríðarlegra vinsælda og nýjasta dæmið um eftirlíkingu erlends sjónvarpsþáttar er dagskrárlið- ur sem hæglega mætti kalla Nýtt andlit, en þar mun Ruth Regin- alds gangast undir lýtaaðgerð líkt og fólk gerir í bandarísku þáttaröðinni Extreme Makeover. Af nógu að taka Framleiðendur ofantalinna þátta eru margir hverjir með einkaleyfi á þeim og selja þá dýrum dómum út um allan heim. Fremantle Media-fyrirtækið er til að mynda með einkaleyfi á Idol-þáttunum og voru stjórn- endur fyrirtækisins staddir hér á landi til að fylgjast með hvern- ig til tækist hjá Stöð 2. Miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað síðasta ár má búast við að fleiri erlendir þættir verðir heimfærðir yfir í íslenskt sjónvarp, enda af nógu að taka. Erfitt er þó að segja til að hvaða þættir þetta verða en ljóst er að fyrirmyndin verður að hafa not- ið vinsælda í landinu þar sem hann var fyrst sýndur. Fréttablaðið ákvað að leggja sitt í púkkið og koma með nokkr- ar hugmyndir að eftirlíkingum sjónvarpsþátta. Þættirnir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi og notið gríðarlegra vinsælda. Nú er bara að drífa í því taka skrefið alla leið og gera íslensk- ar útgáfur af þessum ofurvin- sælu þáttum. kristjan@frettabladid.is Nýtt „íslenskt“ sjónv Íslensk sjónvarp nýtur meir og meir góðs af erlendum hugmyndum að sjónvarpsefni. Idol-stjörnuleit, Viltu vinna milljón og nú síðast förðunaraðgerð Ruthar Reginalds eru allt dagskrárliðir sem eiga upphaf sitt að rekja til útlendra þátta. En hvers vegna ekki að ganga skrefið lengra? Fréttablaðið gerir nú tillögur að fleiri slíkum sjónvarpsþáttum, byggðum á erlendum fyrirmyndum. Sá hópur sem kemur e greina sem örvæntinga Sex and the City er hin sem starfað hefur í sjón Ellý Ármanns kemur sem sjálfstæð, falleg og kona. Vinkonuhóp Ellýa starfsmenn hennar, gam fylla, þar á meðal Eva Só Ming FYRIRMYND: Sex and the City Hlutverk útvarpssálfræði ngsins Fraisers, í íslenskri útgáf u af slíkum þáttum, fengi hinn marg reyndi út- varpsmaður Sigurður G. Tómasson. Sigurður er ekki mennta ður sálfræð- ingur en þekking hans á öllum öng- um mannlífsins er takm arkalaus – auk þess veit hann allta f betur en viðmælandinn. Sig- urður á einnig dyggan aðdáenda- hóp sem fylgir honum á hverja stöðina af fætur annarri . Hlutverk hins fágaða Ni les, bróðir Frais- ers, fengi enginn annar en Ármann Reynis- son, snyrtipinni, listunna ndi og sælkeri. Sigurður G. Argentina:13 / Australia:M / Belgium:KT / Brazil:12 / C anada:14A / Chile:TE / Finl and:K-12 / France:U / Germ any:12 (w) / Hong Kong:IIA / Ireland:12 / Italy:T / Mexico:A / Netherla nds:12 / Norway:15 / Peru :PT / Portugal:M/12 / Singa pore:PG (censored version) / South Korea:15 / Spain:1 3 / Sweden:11 / Switzerland:12 (canton of t he Grisons) / UK:12 / USA :PG-13 / South Korea:18 (D VD) (uncut) Ungi sæti lögfræðingu kominn með verðuga lenskum markaði. Það Sigríður Rut Júlíusdótt einn frægasti lögfræði ríður Rut var meðal an borninga í stóra málve svokallaða og er mál m unnið þar stórsigur. Sig sína eigin lögfræðistofu Ragnar Aðalsteinsson s þættina enda einstök p Sigrí Argentina:13 / Australia:M / Belgium:KT / Brazil:12 / Ca/ Ireland:12 / Italy:T / Mexico:A / Netherlands:12 / NoKorea:15 / Spain:13 / Sweden:11 / Switzerland:12 ( Vesturálman er engan veginn nógu gott nafn á West Wing þætt- ina sem fjalla um forseta Bandaríkjanna og þær krísur sem ráð- gjafar hans lenda í. Bessastaðir er að sjálfsögðu hið rétta nafn á þáttinn og krísurnar sem forseti vor Ólafur Ragnar Grímssson og eiginkona hans lenda í eru engu síðri en þær hjá Bandaríkja- forseta. Gunnar Steinn Pálsson og Einar Karl Haraldsson gegndu stóru hlutverki sem ráðgjafar forsetans og tækju það föstum tökum þegar hann er skilinn útundan. Þeir yrðu að sjálfsögðu vel studdir af for- setaklíkunni svokölluðu, sem Þórólfur Árnason borgarstjóri, Már Guð- mundsson hagfræðingur og Sigurður G. Guðjónsson framkvæmdastjóri skipa ásamt öðrum valinkunnum mönn- um. Þá eru ótöld atriðin sem hægt væri að taka upp í kringum forsetadæturnar og líf þeirra. Ef þættirnir ná ekki að magna upp næga spennu hjá áhorfendum er alltaf hægt að breyta þeim í sápuóperu. Bessastaðir FYRIRMYND: West Wing Argentina:13 / Australia:M / Belgium:KT / Brazil:12 / Canada:14A / Chile:TE / Finland:K-12 / France:U / Germany:12 (w) / Hong Kong:IIA / Ireland:12 / Italy:T / Mexico:A / Netherlands:12 / Norway:15 / Peru:PT / Portugal:M/12 / Singapore:P G (censored version) / South Korea:15 / Spain:13 / Sweden:11 / Switzerland:12 (canton of the Grisons) / UK:12 / USA:PG-13 / South Korea:18 (DVD) (uncut) Einn vinahópur hefur sett mark sitt verulega á íslenskt sam-félag síðustu ár. Það er vinahópur Gísla Marteins Baldursson-ar og því ekki úr vegi að þau taki að sér hlutverk í íslenskumsjónvarpsþáttunum um Vini. Gísli Marteinn myndi túlka fornleifafræðinginn Ross ágætlega en RúnarFreyr leikari færi með hlutverk Joey og Selma Björnsdóttir myndi rúlla upphlutverki Rachelar, enda hafa báðar með nýfædd börn. Sigurður Kári Kristjánsson yrði Chandlerinn í hópnum og Jóhanna Vigdís,stundum kölluð Hansa, færi með hlutverk Phoebe. Það kæmi síðan í hlutAndreu Róberts að túlka Monicu. Vinir FYRIRMYND: Friends Argentina:13 / Australia:M / Belgium:KT / Brazil:12 / Canada:14A / Chile:TE / Finland:K-12 / France:U / Germany:12 (w) / Hong Kong:IIA / Ireland:12 / Italy:T / Mexico:A / Netherlands:12 / Norway:15 / Peru:PT / Portugal:M/12 / Singapore:PG (censored version) / South Korea:15 / Spain:13 / Sweden:11 / Switzerland:12 (canton of the Grisons) / UK:12 / USA:PG-13 / South Korea:18 (DVD) (uncut) Dagu ur in íslen Dag klár ur læ slys en Kat yfir og S Arg Hon so FYRIRMYND: Frasier

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.