Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 28
28 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Karlmenn geta átt í hinummestu vandræðum með að gleðja konur – ekki síst þegar stóra daga ber upp eins og konu- daginn. Fréttablaðið ákvað því að leita til Sigríðar Arnardóttur, sem er betur þekkt sem sjón- varpskonan Sirrý, og leita ráða. Sirrý segist ekki halda sér- staklega upp á konu- eða bónda- daginn. „Ég veit ekki hvort við erum svona sjálfstæð eða þrjósk. Mér finnst ekki skemmtilegt að láta segja mér hvenær ég á að vera rómantísk. Rómantík tengist heldur ekki einhverju sem maður kaupir – hún er hugarástand, tillitssemi og notalegheit sem þurfa ekki að kosta neitt. En það er aðallega hugarfarið sem skiptir máli, að vilja gleðja.“ Sirrý segir þó að hún og mað- ur hennar, Kristján Franklín Magnús, geri mikið af því að gleðja hvort annað. „Við gerum það alla daga vikunnar. Þetta er hluti af lífinu. Þegar maður elsk- ar einhvern og líður vel með honum gerist þetta held ég nokkurn veginn af sjálfu sér.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Sirrý lá hún uppi í sófa og lét fara vel um sig. „Ég varð allt í einu svo þreytt þannig að maðurinn minn sá til þess að börnin gæfu mér frið svo ég fengi að hvíla mig. Karlar verða að gefa þeim tækifæri til þess að hvíla sig,“ segir Sirrý. „Þeir verða líka stundum að leyfa konunum að sofa út og á meðan skreppa þeir út í bakarí og kaupa gott bakkelsi.“ Sirrý vill þó ekki fá morgun- mat í rúmið. „Ég verð að geta flett í gegnum blöðin yfir morg- unmatnum. En það er gott þegar karlinn fer út í bakarí og hellir upp á könnuna og allt er tilbúið þegar ég kem úr sturtu,“ segir Sirrý, sem vill láta jafnt yfir kynin ganga. „Þetta verður að gilda um bæði kynin. Það er nauðsynlegt að konur geri líka svona fyrir mennina.“ Þegar Sirrý var spurð um hugmyndir til að gleðja konuna sagði hún: „Mér finnst ofsalega mikilvægt ef þeir sýna frum- kvæði og eru búnir að úthugsa eitthvað skemmtilegt með kon- unni. Það getur til dæmis verið að skrá parið á dansnámskeið, vera búinn að panta borð á skemmtilegum veitingastað eða fá pössun svo þau geti farið sam- an út í göngutúr,“ segir Sirrý og ítrekar að hlutirnir verði ekki alltaf að kosta eitthvað. „Þetta er aðallega spurningin um að hugsa fyrir einhverju til að gleðja. Ætli rauði þráðurinn í þessu sé ekki að taka af skarið og hugsa fyrir einhverju.“ ■ Allir dagar eru konudagar VEGNA ÁSKORUNNAR! lengjum við afmælistilboðið og sendum frítt heim á konudaginn KOMDU ELSKUNNI Á ÓVART OG SENDU BLÓMVÖND FRÍTT. Pantaðu strax, takmarkað magn af rauðum rósum. Í tilefni konudagsins ákvaðFréttablaðið að ræða við nokkra valinkunna einstaklinga um konur. Mennirnir eru á öllum aldri – sá yngsti tíu ára en sá elsti, Ágúst Benediktsson, fyrr- verandi netagerðarmaður, er 103 ára. Ágúst er elsti núlifandi ís- lenski karlmaðurinn. Mennirnir höfðu eins og gefur að skilja skiptar skoðanir á kon- um, hvað sé best og verst í þeirra fari. Þeir halda flestir upp á konu- daginn en á misjafnan hátt. Sá yngsti og sá elsti voru þó sam- mála um það að konur geti stund- um verið svolítið frekar. Einn karlanna komst vel að orði þegar hann sagði: „Allir dagar eru konu- dagar.“ ■ SIRRÝ Henni finnst gott að fá pössun fyrir börnin til að geta farið út að labba með eiginmanni sínum. Konudagurinn er í dag. Fréttablaðið fékk ráðgjöf um hvernig á að gleðja konur og leitaði jafnframt til karla á aldrinum tíu til 103 ára til að fá ólík viðhorf kynslóð- anna í garð kvenna. Rauði þráðurinn er að vilja gleðja Sigurður Steinar Jónsson nemandi í Mýrarhúsaskóla Hvað finnst þér best í fari stelpna? „Þær eru eiginlega aldrei að stríða neinum og meiða ekki neinn.“ Hvað finnst þér verst í fari stelpna? „Þær eru stundum svolítið frekar.“ Hvað gerir þú til að gleðja stelpur? „Nei, ég er ekki orðinn það gamall.“ Hver eru mestu mistök sem strákar gera í samskiptum við stelpur? „Að segja eitthvað ljótt við þær.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Já, ég gef mömmu minni rós.“ Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Hreinskilnin.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Nöldur og leiðindi. Gera storm í vatnsglasi.“ Hvað gerir þú til að gleðja konur? „Kem þeim á óvart og geri eitthvað of- boðslega skemmtilegt.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Að vera undirförull. Það er ekki gott.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Nei, ég á enga konu. En kannski gef ég mömmu eitthvað.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson handboltakappi og nemandi í Verzló Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Þær eru svo hagsýnar og miklu gáfaðri en við. Ég veit ekki hvar við værum ef það væri ekki fyrir konurnar.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Hvað þær eru gáfaðar. Þær lesa okkur eins og opna bók og hafa okkur í vasanum.“ Hvað gerir þú til að gleðja konuna þína? „Ég elda góðan mat, kveiki á kertaljósum, opna rauðvín og dekra við konuna heima. Svo er gaman að koma á óvart og bjóða henni eitthvað út.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Að ljúga, þær sjá alltaf í gegnum lygina.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Ég reyni að gera það en ég er svo lélegur í að muna dag- setningar, eins og afmælisdaga og annað. En ég reyni að vera góður við konu mína og gleðja hana með einhverju.“ Heiðar Örn Kristjánsson söngvari, gítarleikari og í leikskólakennaranámi Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Mjúka hliðin.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Þær eru lengi að ákveða sig.“ Hvað gerir þú til að gleðja kon- una þína? „Ég geri allt fyrir hana sem hún óskar eftir og er sífellt að gleðja hana.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Að hlusta ekki á þær.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er í kvennaríki alla daga ársins.“ Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R G ÍS LA SO N 20 ára 30 ára 40 ára 10 ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.