Fréttablaðið - 22.02.2004, Page 29

Fréttablaðið - 22.02.2004, Page 29
29SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Kvöldverður á Kaffi Reykjavík fylgir konudags- blómavendinum frá okkur. Frítt vikukort í fylgir einnig. Konudagsblómaúrvalið er hjá okkur Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin (kl. 8 - 21) og nú einnig í Kringlunni (kl. 10 -18) - Smáralind (kl. 10 -19) Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090 Ísólfur Gylfi Pálmason sveitastjóri í Hrunamanna- hreppi og fyrrum alþingismaður Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Það er náttúr- lega blíðlyndi þeirra, tryggðin og umhyggjan.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Það er harkan, grimmdin og óþolin- mæðin.“ Hvað gerir þú til að gleðja konuna þína? „Færi henni að sjálfsögðu blóm frá Landi og sonum á Flúðum.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Það er að sýna þeim ekki þolinmæði og hæfilega kurteisi.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Ekki sérstaklega, það eru allir dagar hjá mér konudagar.“ Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Það fylgir þeim fegurð, hlýja, um- hyggja og rík eðlisgreind.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Ég þekki ekkert vont í fari kvenna.“ Hvað gerir þú til að gleðja konuna þína? „Ég reyni að sýna tilitssemi og brydda upp á einhverjum óvæntum hlutum. Svo fara blóm alltaf vel konum.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Yfirgangur.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Já, svona eins og flestir. Ég veit af honum og reyni að bregðast við eins og ástæða er til.“ Helgi Seljan Friðriksson fyrrverandi alþingismaður Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Það er auðvitað heiðarleiki og trygglyndi.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Ætli það sé ekki andstæðan, það er ef þær eru svikular og ótrúar.“ Hvað gerir þú til að gleðja konuna þína? „Ég hef gert alveg hræðilega lítið, eiginlega skammarlega lítið fyrir konuna. Ég reyni samt að vera góður við hana.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Það veit ég ekki. Úr því að konan tollir hjá mér ennþá hef ég ekki gert mistök sem leiða af sér einhver ósköp.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Nei, ég geri afskaplega lítið af því og er ósköp svikull í því. En það er jafnræði því konan gerir ekki mikið á bóndadaginn. Við lát- um innri táknin nægja og skiptum okkur minna af þeim ytri.“ Árni B. Tryggvason leikari Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Það er svo margt. Það eru til að mynda þessi ljúfheit í þeim. Flestar konur eru fallegar og ljúfar og þær eru stór- kostlegar.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Það er verst í fari þeirra þegar þær eru að skamma mann fyrir ekki neitt.“ Hvað gerir þú til að gleðja konuna þína? „Það er ýmislegt. Ef ég má missa aur færi ég henni jafnvel blóm jafnvel þó það sé ekki konudagur. Ég á yndislega konu og er henni þakklátur fyrir það sem hún hefur gert fyrir mig og börnin.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Ég held að mestu mistökin séu þau að misskilja þær.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Já, það er að segja að ég er vís með að færa henni kaffi í rúmið. Ég geri það reyndar á hverjum morgni, það er fast- ur liður eins og í útvarpinu. Svo færi ég henni blóm á konu- daginn. Það er eðlilegt að ég sé þakklátur konu sem hefur búið með mér í 53 ár. Ég þarf að þakka fyrir það.“ Guðmundur Þ. Jónsson fyrrverandi verkamaður Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Ég hef verið einhleypur alla tíð svo ég vil ekki svara því.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Ég svara því heldur ekki. Það er ekkert sem ég hef að kvarta undan – hef ekki lent í neinum málum sem ég þarf að vera óánægður með.“ Hvað gerir þú til að gleðja konur? „Ég hef lítið gert af því. Ég keypti stund- um blóm og gaf systur minni. Annað hef ég ekki gert.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Ég á ekki gott með að svara því. En ætli þau séu ekki fleiri en ein. Það er margt sem við einhleypingar kynnumst ekki og skiljum eiginlega ekki hvað konur eru að tala um. Það ætti heldur að spyrja þá sem hafa verið í sambúð.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Ekkert sérstaklega.“ Ágúst Benediktsson fyrrverandi netagerðarmaður Hvað finnst þér best í fari kvenna? „Að þær séu alúðlegar og sanngjarnar.“ Hvað finnst þér verst í fari kvenna? „Þegar þær eru stórgerðar og vilja öllu ráða.“ Hvað gerir þú til að gleðja konur? „Ég geri nú lítið af því.“ Hver eru mestu mistök sem karlar gera í samskiptum við konur? „Þau eru nú mörg, en ég veit ekki á hverju á að taka. Það er misjafnt eins og fólk er margt.“ Heldur þú upp á konudaginn? „Það geri ég ekki. Það var ekki talað um konudaginn þegar ég var að alast upp í gamla daga. Ég man ekki eftir því.“ 50 ára 60 ára 70 ára 80 ára 91 ára 103 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.