Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Leiðakort fullt af snæfellskum fróðleik: Tvö ný kort á leiðinni Reynir Ingibjartsson er uppal-inn að Hraunholtum í Hnappa- dal í Kolbeinsstaðahreppi, en þangað fluttist hann aðeins nokk- urra vikna gamall með móður sinni og bjó þar til unglingsár- anna. Nú hefur Reynir gefið út sérkort með leiðalýsingum um þessar heimaslóðir sínar. Þar lýs- ir hann leiðinni um sveitirnar báð- um megin fjallgarðsins á innan- verðu Snæfellsnesi. Reynir segir að sér hafi alltaf fundist sveitin sín svolítið útund- an í allri umræðunni um ferða- mál og finnst fáir gera sér grein fyrir mikilfengleik innsveita Snæfellsness. „Flestir keyra þar blindandi í gegn og gera sér enga grein fyrir því hvað náttúran og sagan hafa upp á að bjóða. Þetta var kveikjan að því að ég ákvað að gefa kortið út,“ sagði Reynir sem tekið hefur saman leiða- og sögulýsingu sem prentuð er á bakhlið kortsins. Á kortið eru svo merktir allir vegir og slóðar auk númera sem vísa til lýsinganna á bakinu, sem Reynir segir í Ís- lendingasagnastíl þar sem reynt sé að segja sem mest í sem fæst- um orðum. Hringleiðin hefst við Hítarár- brú en þar teljast menn komnir á Snæfellsnes. Þaðan er haldin út sunnanvert nesið um Kolbeins- staða-, Eyja- og Miklaholtshrepp og haldið þar sem leið liggur um nýju Vatnaleiðina yfir í Helga- fellssveit. Þaðan er haldið inn Skógarströnd og um Heydal yfir í Hnappadal þar sem hringurinn lokast. „Þetta er kjörin hringleið, full af sögu og náttúru. Þarna er meg- insögusvið Eyrbyggju og þarna bjó Eiríkur rauði á að minnsta kosti þremur stöðum ef ekki fjór- um. Sjálfur hef ég gengið um flest öll fjöll á svæðinu en af þeim er einstakt útsýni til allra átta,“ seg- ir Reynir en kveðst þó ekki eiga sér neinn uppáhaldsstað, það sé bara sá sem hann er á hverju sinni. Að sögn Reynis studdist hann helst við örnefnaskrár við leiða- lýsingarnar auk þess sem hann hefði ráðfært sig við sögufróða menn á svæðinu. „Það má segja að ég hafi unnið þetta með heima- mönnum,“ segir Reynir sem stefnir að því að gefa út tvö ný kort í sumar þar sem hann lýsir hringleiðinni um miðbik Nessins, milli Vatnaleiðarinnar og Fróðár- heiðar og hins vegar hringleiðinni um Jökul. ■ ■ Út í heim Áttu vini í Færeyjum? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 96 63 04 /2 00 4 Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald. Takmarkað sætaframboð Sími: 570 3030 Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu). Einstakt tilboð á flugi, aðeins 7.500 kr. AUKAFERÐIR TIL KANARÍ Heims- ferðir hafa bætt við aukaferðum til Kanaríeyja 9. og 23. mars vegna mikillar eftirspurnar, þeirr- ar mestu um árabil. Einnig er aukaferð til Kanaríeyja um pásk- ana, brottför í hana er 2. apríl. ÓDÝRT TIL PRAG Helgarferð til Prag þarf ekki að kosta meira en 36.550 með Heimsferðum. Þá er miðað við fjögurra nátta dvöl - en engan kostnað fyrir REYNIR MEÐ KORTIÐ GÓÐA Reynir segir leiðalýsingarnar í Íslendingasagnastíl þar sem reynt sé að segja sem mest í sem fæstum orðum. gistingu. Sé honum bætt við kostar ferðin frá 39.950 með flugvalla- rsköttum. BILLEGT TIL BILLUND Plúsferðir bjóða ferðir til Billund á Jótlandi á frá 19.995 kr báðar leiðir fyrir fullorðinn og 15.220 fyrir börn tveggja til ell- efu ára. Innifalið er flug og flugvall- arskattar. Barna- afsláttur tveggja til ellefu ára er 4.000 kr ef bókað er báðar leiðir, annars 2.000 kr. Börn að tveggja ára aldri greiða 4.000 kr, auk öryggisgjalds; 650 kr. Flug aðra leiðina er ekki bókanlegt á Netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu Plúsferða greiðist bókunargjald 1.500 kr. KANARÍ Á TILBOÐI Heimsferðir eru með Kanaríferð á tilboði 24. febrúar. Ef kjarna- fjölskyldan skellir sér með tvö börn á aldrinum tveggja til ellefu ára kostar ferðin tæplega 60.000 fyrir manninn. Ef tveir fara sam- an kostar ferðin 69.990 krónur fyrir manninn. SUMARFRÍIÐ „Ég ætla að fara til Danmerk- ur í júníbyrjun með fjölskyld- unni, ákvað það fyrir nokkru síðan. Við förum sennilega yfir til Þýskalands líka, leigj- um bíl eða fáum lánaðan.“ GUÐJÓN PÉTUR ARNARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.