Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 22.02.2004, Qupperneq 31
Draumaferðin mín á þessumárstíma væri að fara með elsk- unni minni til Bali eða á einhvern álíka stað, þar sem maður getur komist frá öllu stressinu á klakan- um, slappað af á suðrænum stað og notið náttúrunnar,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri módelskrifstofunnar Mod- el.is. Hún segist hafa farið mikið til vinsælla staða eins og London, New York og fleiri borga í Bandaríkjun- um, Danmerkur, Írlands, Kanarí- eyja og Mallorka. „Stefnan hjá mér á næstu árum er að færa mig meira yfir í framandi lönd. Mig langar að fara til Taílands, Japans, Afríku, Grikklands, Frakklands, Los Ang- eles og á einhverjar spennandi suð- rænar eyjar.“ Ásdís Rán er nú nýkomin frá London og stefnir á að fara næst til Las Vegas í apríl á Hawaiian Tropic-keppnina til að undirbúa næstu slíka keppni á Íslandi. ■ SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Draumaferðin: Afslöppun á suðrænum stað ÍT ferðir efna til ferðar áleikinn England-Ísland 5. júní næst-komandi. Flogið verður í beinu leiguflugi, út 4. júní og heim aftur 6. júní. Einnig bjóðast ferðir í áætl- unarflugi, bæði helgarferð og 8 til 9 daga ferð með miðum á Ísland-Japan, Eng- land-Japan og England-Ís- land. Einvalalið fararstjóra og gleðigjafa verður með í ferðinni, meðal annars Guðni Bergsson, Kenny Moyes o.fl. Áætlað verð er kr. 42.800/46.800. Innifalið er beint flug til Manchest- er, góð gisting í tveggja manna herbergi með morg- unverði, akstur, akstur á leikinn, fararstjórn og flug- vallarskattar. Verð miðast við gengi og flugvallar- skatta 10. febrúar 2004. ÍT ferðir útvega einnig miða á England-Ísland en verð á þeim liggur ekki fyr- ir. ■ Landsleikur á Englandi: Áfram Ísland MANCHESTER Flogið verður til Manchester. Foreldrar! Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Model.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.