Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 40
40 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR SIGRI FAGNAÐ MEÐ STÆL Paolo Di Canio, leikmaður Charlton, sést hér fagna sigrinum á Blackburn í ensku úr- valsdeildinni í gær með stæl. Knattspyrna Væringar í knattspyrnunni í Keflavík: Jón Pétur rekinn FÓTBOLTI Forráðamenn knatt- spyrnudeildar Keflavíkur ráku í vikunni framkvæmdastjóra sinn Jón Pétur Róbertsson og var hon- um gert að hætta samstundis. Jón Pétur staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að honum hefði verið sagt upp störfum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það væri á við- kvæmu stigi. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, vildi ekkert tjá sig um málið, sagði aðeins að Jón Pétur hefði látið af störfum og meira væri ekki um málið að segja. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins tengist uppsögn Jóns Pét- urs ósættis á milli hans og nokk- urra stjórnarmanna knattspyrnu- deildarinnar en aðalfundur deild- arinnar var haldinn í síðustu viku. Þessi uppsögn er sérkennileg í ljósi þess að Jón Pétur hafði ný- verið veg og vanda af skipulagn- ingu Iceland Express-mótsins þar sem sænska liðið Örgryte var meðal þátttökuliða en mótið þótti takast vel. ■ 11 marka sigur Gróttu/KR Tók Stjörnuna í bakaríð í Garðabæ. Haukar komust í annað sætið í RE/MAX-úrvalsdeild karla með sigri á Fram í Safamýrinni. HANDBOLTI Grótta/KR gerði góða ferð í Garðabæinn í gær þegar lið- ið vann stórsigur á Stjörnunni, 27- 16. Staðan í hálfleik var 14-6 gest- unum í vil en sigurinn hefði getað orðið mun stærri því Grótta/KR leiddi 27-12 þegar nokkrar mínút- ur voru eftir. Stjörnumenn náðu hins vegar að skora fjögur síðustu mörkin og koma í veg fyrir að nið- urlægingin væri algjör. Mörk Stjörnunnar: Björn Frið- riksson 6/5, David Kekelia 3, Arn- ar Theódórsson 2, Arnar Jón Agn- arsson 2, Jóhannes Jóhannesson 1, Guðmundur Guðmundsson 1 og Sigtryggur Kolbeinsson 1. Varin skot: Jacek Kowal 20. Mörk Gróttu/KR: Sverrir Pálmason 5, Páll Þórólfsson 5/1, Konráð Olavsson 5, Magnús Agn- ar Magnússon 4, Daði Hafþórsson 4, Kristinn Björgúlfsson 2, Þor- leifur Björnsson 1, Brynjar Hreinsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 22/1. Haukar unnu nokkuð öruggan sigur á Fram, 33-28, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 16-14. Framar- ar byrjuðu betur og leiddu 3-2 eft- ir sjö mínútna leik en eftir það komust þeir aldrei yfir. Sigur Haukanna var aldrei í hættu og komust þeir með sigrinum í annað sæti úrvalsdeildarinnar. Mörk Fram: Valdimar Þórsson 6/2, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Héð- inn Gilsson 4, Guðjón Drengsson 3, Stefán Baldvin Stefánsson 3, Arnar Þór Sæþórsson 2/2, Haf- steinn Ingason 2, Jón Björgvin Pétursson 2/2, Martin Larsen 2, Þorri Björn Gunnarsson 1. Varin skot: Egedijus Petkevicius 9. Mörk Hauka: Þorkell Magnús- son 6, Ásgeir Örn Hallgrímsson 6, Robertas Pauzoulis 5, Andri Stef- an 4, Halldór Ingólfsson 3, Vignir Svavarsson 3, Alieksandrs Sham- kuts 1, Jón Karl Björnsson 1/1. Varin skot: Birkir Ívar Guð- mundsson 23. ■ RE/MAX-DEILD KVENNA Víkingur-Fram 25-22 Stjarnan-Grótta/KR 28-23 Haukar-Valur 19-17 DEILDARBIKAR KARLA Fylkir-Haukar 4-2 Ólafur Páll Snorrason 2, Jón Björgvin Her- mannsson, Sævar Þór Gíslason - Sævar Eyjólfsson, Ómar Karl Sigurðsson. KR-Njarðvík 5-1 Veigar Páll Gunnarsson 3, Garðar Jó- hannsson 2 - Aron Már Smárason. Þór Ak.-Grindavík 2-1 Sigurður Donys Sigurðsson, Hallgrímur Jónasson - Grétar Ólafur Hjartarson. ÍBV-Stjarnan 5-2 Bjarnólfur Lárusson 3, Magnús Már Lúð- víksson 2 - Valdimar Kristófersson, Adolf Sveinsson. KA-Grindavík 4-1 Pálmi Rafn Pálmason 2, Jóhann Þórhalls- son 2 - Sinisa Kekic. Einar Logi Friðjónsson: Á leið til Þýskalands HANDBOLTI Stórskyttan Einar Logi Friðjónsson hefur gengið frá samningi við þýska 2. deildarliðið Friesenheim en fyrir hjá félaginu er félagi Einars Loga úr KA, Hall- dór Sigfússon. Einar Logi skrifaði undir tveggja ára samning við þýska lið- ið og mun samningurinn taka gildi 1. júlí næstkomandi. Þjálfari Friesenheim er Rússinn Alexand- er Rymanov. Einar Logi sagði í samtali við vefsvæði KA að hann væri mjög ánægður með þennan áfanga. „Ég ætla þó að klára tímabilið af krafti með KA-mönnum og reyna að vinna eins marga titla með liðinu og ég get áður en ég fer út,“ sagði Einar Logi en hann og félagar hans mæta Fram í bikarúrslitum um næstu helgi. ■ JÓN PÉTUR RÓBERTSSON Jón Pétur Róbertsson, fyrrum framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, á meðan allt lék í lyndi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R RE/MAX-ÚRVALSDEILD KARLA Valur 5 3 1 1 135:128 15 (8) Haukar 5 4 1 0 159:128 14 (5) KA 5 3 0 2 156:143 13 (7) ÍR 5 2 0 3 140:139 12 (8) Stjarnan 5 2 0 3 126:149 10 (6) Grótta/KR 5 3 0 2 132:132 9 (3) Fram 5 1 0 4 140:148 8 (6) HK 5 1 0 4 131:152 7 (5) Fjöldi stiga sem félögin tóku með sér úr riðlakeppninni er innan sviga. HLYNUR MORTHENS VARÐI 22 SKOT Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR, var í banastuði í Garðabænum í gær og varði 22 skot. nýtt hverfi nýtt heimili nýtt ferli nýtt fólk Opið hús í dag frá þrjú til fjögur Háaberg 3 - 220 Hafnarfirði Forstofa með flísum, stofa með plastparketi á gólfi, opið er á milli stofu og eldhúss með plast parketi. Hjónaherbergi með plastparketi og skáp. Baðherbergi flísalagt með baðkari og sturtu, hiti í gólfi. Herbergi með plastparketi á gólfi. Stór verönd og lóð Góð eign á þessum góða stað í Hafnarfirði. VERÐ: 12,9 millj. Júlíus Jóhannsson // sölufulltrúi Gsm: 824 5074 // julius@akkurat.is AKKURAT // Fasteignasala // Lynghálsi 4, 110 Reykjavík // akkurat@akkurat.is // www.akkurat.is // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir Júlíus sölufulltrúi Akkurat tekur á móti gestum í dag á milli þrjú og fjögur nýtt hverfi nýtt heimili nýtt ferli nýtt fólk Opið hús í dag frá þrjú til fjögur Sörlaskjól 58 - 107 Reykjavík Skemmtileg lítið niðurgrafin 2ja herbergja íbúð á þessum góða stað við sjávarsíðuna. Gengið er inn um sérinngang á hlið hússins. Forstofa með flísum á gólfi. Stórt og gott svefnherbergi . Eldhús allt nýtekið í gegn, glæsileg innrétting og borðkrókur, ný og góð tæki. Verð 10,9 millj. Matthías Matthíasson // sölufulltrúi Gsm: 824 5075 // matthias@akkurat.is AKKURAT // Fasteignasala // Lynghálsi 4, 110 Reykjavík // akkurat@akkurat.is // www.akkurat.is // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir Matthías sölufulltrúi Akkurat tekur á móti gestum í dag á milli þrjú og fjögur nýtt hverfi nýtt heimili nýtt ferli nýtt fólk Góð tveggja til þriggja herbergja íbúð Möðrufell 5 - 111 Reykjavík Falleg 2-3 herb. íbúð á fyrstu hæð í fölbýli með afgirtum og sólríkum garði. Opið eldhús með fallegri innréttingu. Björt og skemmtileg stofa. Úr stofu er útgengt í afgirtan garð. Gott svefnherbergi með skápaplássi. VERÐ: 8,5 millj. Viggó Sigursteinsson // sölufulltrúi Gsm: 824 5066 // viggo@akkurat.is AKKURAT // Fasteignasala // Lynghálsi 4, 110 Reykjavík // akkurat@akkurat.is // www.akkurat.is // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir Viggó sölufulltrúi Akkurat sýnir eignina og veitir allar nánari upplýsingar nýtt hverfi nýtt heimili nýtt ferli nýtt fólk Opið hús í dag frá fjögur til fimm Ásland 20 - 270 Mosfellsbæ Sérlega vandað og vel byggt 180 fm. parhús ásamt 25 fm. bílskúr á góðum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Allar innréttingar og tæki af vönduðustu gerð. Flísar og parket á gólfum og sérhönnuð halogenlýsing í allri íbúðinni. Eign sem vert er að skoða. VERÐ: 31,5 millj. Viggó Sigursteinsson // sölufulltrúi Gsm: 824 5066 // viggo@akkurat.is AKKURAT // Fasteignasala // Lynghálsi 4, 110 Reykjavík // akkurat@akkurat.is // www.akkurat.is // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir Viggó sölufulltrúi Akkurat tekur á móti gestum í dag á milli fjögur og fimm. fast/eignir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.