Fréttablaðið - 22.02.2004, Page 41

Fréttablaðið - 22.02.2004, Page 41
LEIKIR  15.15 KS og Hvöt spila í Boganum á Akureyri í Powerade-mótinu í knattspyrnu.  18.00 Fram og ÍA leika í Egilshöll í deildabikarkeppni karla í knatt- spyrnu.  19.15 FH og Afturelding leika í RE/MAX-1. deild karla í hand- knattleik í Kaplakrika.  20.00 FH mætir Val í Egilshöll í deildabikarkeppni karla í knatt- spyrnu.  20.00 Keflavík og Þróttur R. leika í Reykjaneshöll í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu. SJÓNVARP  10.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Allt um leikina í ensku úr- valsdeildinni frá laugardeginum.  11.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Aston Villa og Birmingham í ensku úrvalsdeild- inni.  13.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Portsmouth og Liverpool í ensku bikarkeppninni.  15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Tottenham og Leicester í ensku úrvalsdeildinni.  17.00 Markaregn á RÚV. Mörk helgarinnar í þýsku 1. deildinni.  18.00 Meistaradeildin í hand- knattleik á Sýn. Bein útsending frá leik Magdeburg og Pick Szeged í meistaradeildinni í handknattleik.  20.00 PGA-mótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá Buick-boðsmótinu sem fram fór um síðustu helgi.  21.00 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Allt um leikina í ensku úr- valsdeildinni frá laugardeginum.  21.35 Helgarsportið á RÚV. Allt um íþróttir helgarinnar.  22.40 Evrópska mótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá ANZ-meistaramót- inu á síðasta ári.  23.40 Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu. 41SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 FEBRÚAR Sunnudagur Guðmundur Steinarsson: Heim á nýjan leik FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Guð- mundur Steinarsson er að öllum líkindum á leið til Keflavíkur og leikur með nýliðunum í Lands- bankadeildinni á komandi tímabili. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablað- ið í gær að Keflvíkingar hefðu rætt við Guðmund og hæfileg bjartsýni væri um að samkomu- lag næðist. Guðmundur, sem er uppalinn í Keflavík, lék með Frömurum á síðasta tímabili en skoraði ekki eitt einasta mark með liðinu. ■ Sjö stiga forysta Arsenal Arsenal jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Chelsea þar sem Eiður Smári skoraði mark og fékk rautt spjald á meðan Manchester United gerði jafntefli gegn Leeds. FÓTBOLTI Arsenal jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið bar sigurorð af Chelsea, 2-1, á Stamford Bridge. Það blés þó ekki byrlega fyrir toppliðinu því að Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir strax eftir 28 sekúndur með lag- legu marki eftir undirbúning frá Geremi og Adrian Mutu. Leikmenn Arsenal eru þó þekktir fyrir allt annað en að leggja árar í bát og jöfnuðu á 15. mínútu með marki frá Patrick Vieira, hans fyrsta á tímabilinu, eftir stórkostlegan undirbúning hjá Dennis Bergkamp. Brasilíu- maðurinn Edu kom Arsenal síðan yfir sex mínútum síðar eftir skóg- arhlaup Neils Sullivan, markvarð- ar Chelsea, og fleiri urðu mörkin ekki. Arsenal var mun betri aðilinn í leiknum og ekki bætti úr skák að Eiður Smári fékk að líta rauða spjaldið hjá Mike Riley, dómara leiksins, eftir klukkutíma leik en þá fékk hann sitt annað gula spjald í leiknum. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, var sáttur eftir leikinn og sagði að hann og félagar hans hefðu lært af mistökum síðasta árs. „Við höfum meiri reynslu og munum ekki gera sömu mistök og í fyrra. Við erum komnir með góða stöðu eins og í fyrra og ætl- um okkur að vera á toppnum. Við vorum kannski með of mikið sjálfstraust í fyrra en ætlum að passa hrokann núna,“ sagði Vieira. Manchester United tapaði tveimur dýrmætum stigum á heimavelli þegar liðið gerði jafn- tefli, 1-1, gegn botnliði Leeds sem var án fjölmargra lykil- manna. Manchester United var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma boltanum framhjá hinum unga markverði Leeds, Scott Carson, sem var að spila sinn annan deildarleik fyrir félagið. United tókst þó að skora á 64. mínútu þegar Paul Scholes kom þeim yfir en Alan Smith náði að jafna metin þremur mínútum síð- ar. Þar við sat og Manchester United er nú sjö stigum á eftir Arsenal þegar tólf umferðir eru eftir af deildinni. ■ MARK OG RAUTT SPJALD Mike Riley, dómari leiks Chelsea og Arsenal, sést hér gefa Eiði Smára Guðjohnsen, markaskorara Chelsea, rauða spjaldið í gær.. ENSKA ÚRVALSDEILDIN Chelsea-Arsenal 1-2 1-0 Eiður Smári Guðjohnsen (1.), 1-1 Patrick Vieira (15.), 1-2 Edu (21.). Man. Utd-Leeds 1-1 1-0 Paul Scholes (64.), 1-1 Smith (67.). Bolton-Man. City 1-3 1-0 Kevin Nolan (22.), 1-1 Robbie Fowler (27.), 1-2 Robbie Fowler (31.), 1- 3 Simon Charlton, sjálfsm. (50.). Charlton-Blackburn 3-2 1-0 Carlton Cole (10.), 2-0 Jason Euell (36.), 2-1 Andy Cole (74.), 2-2 Brad Friedel (90.), 3-2 Claus Jensen (90.). Newcastle-Middlesbrough 2-1 0-1 Boudewijn Zenden (33.), 1-1 Craig Bellamy (63.), 2-1 Alan Shearer, víti (83.). Southampton-Everton 3-3 0-1 Wayne Rooney (7.), 0-2 Duncan Ferguson (32.), 1-2 Kevin Phillips (58.), 1-3 Wayne Rooney (78.), 2-3 James Beattie (83.), 3-3 F. Fernandes (90.). Wolves-Fulham 2-1 1-0 Paul Ince (20.), 2-0 Carl Cort (51.), 2-1 Steed Malbranque (84.). Arsenal 26 19 7 0 51:17 64 Man. United 26 18 3 5 50:24 57 Chelsea 26 17 4 5 47:21 55 Newcastle 26 10 11 5 37:27 41 Charlton 26 11 7 8 37:32 40 Liverpool 25 10 8 7 36:27 38 Aston Villa 25 10 6 9 30:28 36 Fulham 26 10 5 11 38:37 35 Birmingham 24 9 8 7 23:26 35 Bolton 26 8 10 8 32:40 34 Tottenham 25 10 3 12 35:38 33 Southampton 26 8 8 10 26:26 32 Middlesbrough25 8 7 10 27:31 31 Man. City 26 6 9 11 36:38 27 Blackburn 26 7 6 13 38:43 27 Everton 25 6 8 12 31:39 26 Portsmouth 25 6 5 14 28:39 23 Wolves 26 5 8 13 24:52 23 Leicester 25 4 9 12 33:47 21 Leeds 26 5 6 15 24:51 21 KÖRFUBOLTI Keflvíkingar tóku á móti KFÍ í gærkvöld í Intersport- deildinni í körfuknattleik og sýndu litla gestrisni. Heimamenn unnu stórsigur, 124-89, og gerðu út um leikinn með frábærum síð- ari hálfleik. Keflavík hafði tólf stiga forystu, 60-48, í hálfleik en í síðari hálfleik héldu þeim engin bönd. Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, og JaJa Bey hjá KFÍ voru reknir út úr húsi í leiknum fyrir slagsmál og eiga væntanlega yfir höfði sér leikbann. Keflavík er nú í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir Grindavík sem er í öðru sæti. KFÍ er hins vegar í þriðja neðsta sætinu, með jafn mörg stig og Breiðablik og Þór Þorlákshöfn sem eru fyrir neðan. Derrick Allen var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og tók 7 frá- köst, Fannar Ólafsson, sem spilaði á nýjan leik eftir fingurbrot og líkamsárás, skoraði 22 stig og tók 10 fráköst, Gunnar Einarsson skoraði 15 stig, Gunnar Stefáns- son skoraði 13 stig sem og Nick Bradford en hann tók einnig 14 fráköst. Jón Nordal Hafsteinsson vakti mikla lukku en hann átti nokkrar frábærar troðslur. Troy Wiley var stigahæstur hjá KFÍ með 30 stig og tók 17 fráköst, Pét- ur Már Sigurðsson skoraði 21 stig, JaJa Bey skorðai 15 stig og Betu- el Fletcher skoraði 12 stig. ■ Intersport-deildin í körfuknattleik: Stórsigur Keflvíkinga KÖRFUBOLTI Keflavík tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik þeg- ar liðið bar sigurorð af KR, 73-57, í Keflavík. Á sama tíma tapaði ÍS óvænt fyrir Grindavík, 73-68, og því getur ÍS ekki lengur náð Keflavík að stigum. Keflavík hafði yfirhöndina all- an leikinn gegn KR og leiddi í hálfleik, 37-26. Rannveig Rand- versdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 17 stig og Birna Val- garðsdóttir skoraði 14 stig. Sigrún Skarphéðinsdóttir og Lilja Odds- dóttir skoruðu 11 stig hvor fyrir KR og hin bandaríska Katie Wolfe skoraði 10 stig. Grindavík tryggði sér sigurinn gegn ÍS með frábærum lokakafla þar sem liðið skoraði tólf af fimmtán síðustu stigum leiksins. Þar munaði mest um stórkostlega frammistöðu Ólafar Helgu Páls- dóttur en hún skoraði níu stig á þessum kafla. Hún var jafnframt stigahæst hjá Grindavík með 21 stig og Kesha Tardy skoraði 15 stig og tók 9 fráköst. Hin 39 ára gamla Hafdís Helgadóttir var með 19 stig fyrir ÍS og Stella Rún Kristjánsdóttir skoraði 16 stig. ■ 1. deild kvenna í körfuknattleik: Titillinn tryggður hjá Keflavíkurstúlkum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.