Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 46
Óskafrídagurinn er að vaknasnemma, fá gott morgunkaffi og grúska í ýmsu fram undir há- degi,“ segir Ögmundur Jónasson þingmaður. Hann segir það fastan lið á hverjum sunnudegi að heim- sækja foreldra sína í hádeginu. „Þangað mæta allir afkomendur þeirra nema þeir séu á annað borð ekki á svæðinu. Við borðum sam- an og eigum saman góða stund. Þessar heimsóknir eru búnar að vera viðvarandi í nokkur ár og eru öllum ómetanlegar.“ Ögmundur segir að útivist sé nauðsynlegur hluti af frídeginum. „Ég stefni að því að halda í Mos- fellsbæinn þar sem við Guðrún dóttir mín eigum hesta. Allt of oft hafa áform um að fara á hestbak orðið að engu. Þá er um að kenna einhverju starfstengdu. Ég er svo heppinn að leigja í hesthúsi hjá miklum prýðismanni, Skafta Jó- hannssyni. Hann sýnir mér tak- markalaust umburðarlyndi.“ Ögmundur segir þessa upp- talningu sína á góðum frídegi oft byggða meira á óskhyggju en raunveruleika. „Starf stjórnmála- manns krefst þess að hægt sé að ná í hann. Það getur verið tengt fréttum, umræðuþáttum, ráð- stefnum eða hverju öðru sem ekki er hægt að sjá fyrir en verður að sinna.“ En hvarflar aldrei að Ögmundi að slökkva hreinlega á GSM sím- anum? „Ég reyni að hafa hann op- inn eins oft og mögulegt er.“ Að- spurður hvort vanlíðan fylgi því að slökkva á símanum sagðist hann finna fyrir sektarkennd. „GSM- símar hafa sína kosti og stóru galla. Menn geta ánetjast þeim eins og öllu öðru, en allt er best í hófi. Það getur vel verið að menn eigi að temja sér takmarkaðan opnunartíma,“ segir Ögmundur og bætir við að hann ætli að krossa fingur og tær svo óskafrídagurinn verði að veruleika að þessu sinni. ■ 46 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Það er ástarglampi í þessum augumsem horfa stíft til Bessastaða þessa dagana. Hver á þau? (Ástþór Magnússon) Fréttiraf fólki Augun Frídagurinn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ þingmaður á sér óskafrídag sem illa gengur að gera að veruleika. Hiphopsveitin Skytturnar fráAkureyri hefur verið valin til þess að hita upp fyrir bresku stúlknasveitina Sugababes í Laug- ardalshöll þann 8. apríl næstkom- andi. Skytturnar gáfu fyrir jól út breiðskífuna Illgresið, sem lenti á öllum listum gagnrýnenda sem ein af betri plötum síðasta árs. Hingað til hefur tónlist þeirra þó ekki verið leikin mikið í útvarpi, aðallega vegna þess hversu erfitt er fyrir íslenska hiphoptónlist að komast í útvarpsspilun hér á landi. „Mesti heiðurinn er að fá tæki- færi til þess að spila fyrir svona mikið af fólki og fá að koma tón- listinni okkar á framfæri,“ segir Toggi, gítarleikari Skyttnanna, um tækifærið. „Þetta er náttúrlega góð auglýsing. Ég veit samt eigin- lega ekkert hverjar Sugababes eru. Ég hef aldrei hlustað á þessa hljómsveit og var bara að kynna mér tónlist þeirra um daginn.“ Kalli Bjarni mun einnig hita upp en sá heiður var hluti af sig- urlaunum hans í Idol stjörnuleit. Toggi segir það ekki skemma fyr- ir hversu myndarlegar stúlkurnar eru. „Þær eru sætar og ég skal al- veg viðurkenna að strákarnir urðu svolítið graðir þegar þeir fengu fréttirnar, frekar en ánægð- ir,“ segir Toggi. „Ég held samt að við séum ekkert á leiðinni í slúð- urblöðin eftir þessa tónleika.“ ■ Urðu graðir við tíðindin Tónlist SKYTTURNAR ■ Hiphopsveitin frá Akureyri mun hita upp fyrir bresku gellurnar í Sugababes í Laugardalshöll í apríl. SKYTTURNAR Munu Skytturnar hitta í mark? Heimsækir foreldrana hvern sunnudag ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur segir að útivist sé nauðsynlegur hluti af frídeginum. „Ég stefni að því að halda í Mosfellsbæinn þar sem við Guðrún dóttir mín eigum hesta.“ Vikan hefur verið annasöm,“segir Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, sem hefur staðið í ströngu við rannsókn á hvað leiddi til þess að hinn þrítugi Lithái Vaidas Jucevicius fannst látinn í Neskaupstaðarhöfn. „Þetta er nokkuð krefjandi verk- efni,“ bætir hún við, en á fjórða tug lögreglumanna hefur komið að rannsókninni með einum eða öðrum hætti auk þess sem leitað hefur verið til lögregluyfirvalda erlendis, svo sem í Litháen og í Þýskalandi. Að mörgu hefur verið að hyggja í rannsókninni, sem er orð- in ansi umfangsmikil. Í fyrstu beindist rannsóknin að því að finna út hver maðurinn væri og dánarorsök hans, en einnig þarf að rannsaka hvernig Vaidas komst til Neskaupstaðar, hverjir voru með honum í för, fyrir hvern hann var að flytja eiturlyf til landsins og hvernig hann endaði á botni Norðfjarðarhafnar. Það er því ljóst að næstu vikur verða jafnframt annasamar fyrir Inger, þar sem rannsókn málsins er langt því frá lokið. ■ INGER L. JÓNSDÓTTIR Rannsakar ásamt fjölda lögreglumanna hvernig lík Litháans endaði í Neskaupstað- arhöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Vikan sem var INGER L. JÓNSDÓTTIR ■ Vikan hefur verið annasöm hjá sýslu- manninum á Eskifirði Það er í sumu sem fólk geturlagt karp til hliðar, hvort sem það er fornt eða nýtt, til að vinna saman að ákveðnu markmiði. Það sannast öðru hvoru í þingmanna- boltanum þeg- ar gamlir þingmenn og nýir hittast til að sparka í tuðru og reyna að skora önnur mörk en sjálfsmörk eða þau póli- tísku. Saman í liði geta þeir spilað Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, og Friðrik Sophusson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og nú forstjóri Lands- virkjunar. Sögunni fylgdi að þeirra lið hefði ekki unnið en von- andi var ekki um að kenna deilum um virkjanir og umhverfismál innan liðsins. Hestasaga, heimildarmyndÞorfinns Guðnasonar um ár í lífi folalds, var frumsýnd á fimmtudag. Það vakti at- hygli að Þor- finnur stefndi hrossum á frumsýn- inguna en hann hefur áður reynt að fá viðfangs- efni sín til þess að vera viðstödd frumsýningar án mikils árang- urs. Þorfinnur gerði nefnilega feikivinsæla heimildarmynd um smákrimmann Lalla Johns fyrir nokkrum árum og að sjálfsögðu var reynt að tryggja það að Lalli gæti verið viðstaddur frumsýn- inguna. Hann sat hins vegar á Litla-Hrauni þegar sýningar hófust og fangelsismálayfirvöld voru ósveigjanleg í sinni afstöðu og vildu ekki gefa Lalla bæjar- leyfi. Hrossin voru hins vegar frjáls ferða sinna og þannig mættu fjórar aðalstjörnur mynd- arinnar í Háskólabíó á frumsýn- inguna. Öll gengu þessi hrossa- kaup að óskum og hestarnir trítl- uðu rauða dregilinn inn í Há- skólabíó í stóískri ró. Leikurun- um ferfættu fylgdi vitaskuld lykt sem kom áhorfendum í beint samband við viðfangsefni mynd- arinnar. En gaman! Þú verður að muna að kyssa hann frá mér! Imbakassinn Annasöm vika ...og svo er búið að „trúlofa“ mig risa- vöxnum geðsjúkum fjöldamorðingja sem heitir El Rocco!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.