Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 47
Æfingum er að ljúka á leikrit-inu Þetta er allt að koma sem byggt er á samnefndri skáldsögu eftir Hallgrím Helgason undir leikstjórn Baltasars Kormáks. Sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn næstkomandi og því mun Baltasar eyða næstu dög- um og kvöldum niðri í leikhúsi þar til allt smellur saman. „Þetta er ein flóknasta sýning sem ég hef staðið að,“ segir Balta- sar. „En hún verður vonandi skemmtileg.“ Sagan af Ragnheiði Birnu er margslungin og segir Baltasar að það hafi verið heil- mikið mál að gera handritið. „Ég fer ekki hefðbundna leið að því og reyni fremur að sýna stemningu og uppákomur en að fylgja lífi hennar dag frá degi. Það er ekki verið að elta bókina of mikið, þannig að kannski verða ekki ein- hverjir uppáhaldskaflar þarna sem fólk á von á að sjá. Ég hef reynt að nálgast þetta frekar með því að leita að kjarnanum. Þannig verður verkið ekki allt litlar svip- myndir heldur gefur frekar mynd af kjarnanum af lífshlaupi ein- hverrar konu sem þráir að vekja athygli á sjálfri sér fyrir hæfi- leika sem hún kannski hefur ekki af því kaliberi sem hún þarf til að ná heimsathygli.“ Tólf ólíkir leikarar taka þátt í verkinu og fara Þórunn Erna Clausen og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir með hlutverk Ragnheiðar. „Það er ofsalega gaman að setja saman ólíka hópa af fólki,“ segir Baltasar um leikhópinn. Með sumu fólkinu hefur hann starfað áður sem leikari en aldrei sem leikstjóri. „Hérna setti ég saman skemmtilega grúbbu sem ég get treyst.“ ■ 47SUNNUDAGUR 22. febrúar 2004 Ingvi Hrafn Jónsson hefur ekkifarið leynt með andúð sína á fyrirhuguðu forsetaframboði Ást- þórs Magnússonar og er það helst kostnaðurinn sem þjóðfélagið mun bera af kosn- ingunum sem fer fyrir brjóstið á Ingva. Ingvi er í nánum tengslum við andlega heilsu þjóðarsálarinnar í gegnum Út- varp Sögu og hann fullyrti í viku- legu spjalli sínu við Stefán Jón Hafstein í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudaginn að enginn núlif- andi Íslending- ur gæti fellt Ólaf Ragnar Grímsson í for- setakosningum, síst af öllu Snorri Ás- mundsson myndlistamaður eða Ástþór. Ingvi lagði því í framhaldinu til að kostnaðinum við kosningarnar yrði deilt niður á þá 1.500 Íslend- inga sem munu gera Ástþóri kleift að bjóða sig fram með því að skrifa undir stuðningsyfirlýs- ingu, og þeim verði sendur reikn- ingurinn. Hver stórhljómsveitin á fæturannarri boðar nú komu sína til Íslands í vor og sumar. Suga- babes ríða á vaðið í apríl en síðan fylgja Korn, Kraftwerk og Place- bo í kjöl- farið og talið er víst að fleiri bætist í hóp- inn. Þetta þýðir vitaskuld að tón- leikahaldarar munu berjast grimmt um vasa- peninga ungling- anna sem eru helsti mark- hópur þeirra og markaðsspakir menn fullyrða að það stefni í slíkt offramboð á stórum nöfnum úr tónlistarheiminum að ein- hverjir hljóti að verða undir. Kostnaðurinn sem fylgir því að fá Korn til landsins er svo gríðar- legur að ýmsir höfðu ákveðið að sleppa því að reyna við sveitina þar til tilvonandi gestgjafar þeirra ákváðu að kýla á þá. Sagan segir að þeim sé lífsnauðsynlegt að fylla Laugardalshöllina tvisvar til að eiga möguleika á því að komast sómasamlega frá ævin- týrinu fjárhagslega og því sé al- farið stólað á aukatónleika. Höll- in mun vera bókuð og miðarnir prentaðir og því aðeins beðið eft- ir því að seljist upp á fyrri tón- leikana. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Placebo. Ástþór Magnússon. Stokkönd. Þetta er allt að koma BALTASAR KORMÁKUR Er að koma aftur í leikhúsið eftir nokkurra ára fjarveru. Vikan sem verður BALTASAR KORMÁKUR ■ Fylgir bókinni ekki nákvæmlega eftir en reynir að finna kjarnann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.