Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakhliðin Á RAGNHILDI STEINUNNI JÓNSDÓTTUR, UNGFRÚ ÍSLANDI trulofun.is Tvö lið, einn leikur: Ómetanlegt Skráðu þig á www.kreditkort.is og notaðu MasterCard kortið þitt á tímabilinu 15. febrúar til 30. apríl. Þeir sem hafa ekki aðgang að vefnum geta hringt í MasterCard þjónustuver, sími 550 1500. Í hvert skipti sem þú notar kortið ferðu í pott, svo þú eykur vinningslíkurnar með því einu að nota kortið. Your Game,Their opinion MasterCard - At the heart of the debate Your Game, Their opinion lúxusferð fyrir tvo á úrslitaleik UEFA Champions League?* og tækifæri til að tala við stórstjörnur í boltanum um fótbolta! FÆRÐ ÞÚ *26. maí 2004 Gelsenkirchen, ÞýskalandiSigurvegarar UEFA Champions League 2003: AC Milan Önnur verðlaun Philips 350 GSM sími með MMS og myndavél Þriðju verðlaun Einstakur DVD diskur um fótbolta 'Þinn leikur, þeirra skoðun' Ætlaði að verða söngkona Hvernig ertu núna? Ég er í góðum gír. Hæð: 170 cm. Augnlitur: Blár. Starf: Nemi við Háskóla Íslands. Stjörnumerki: Naut. Hjúskaparstaða: Í sambúð með Hauki Inga Guðnasyni. Hvaðan ertu? Ég kem úr Keflavík. Helsta afrek: Úff, erfið spurning. Ætli það sé ekki bara þegar mér tókst að dæla dísilolíu á bílinn, gleyma veskinu og þurfti að skilja vinkonu mína eftir sem tryggingu meðan ég hljóp heim eftir pening. Helstu veikleikar: Er þrjósk og stund- um frek og svo er ég rosalega ómann- glögg. Og ekki má gleyma veikleika mínum fyrir Ísbúðinni Hagamel. Helstu kostir: Hreinskilin, jákvæð og metnaðargjörn. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Friends, Af fingrum fram og Svínasúpan. Uppáhaldsmatur: Aspassúpan hennar ömmu er alveg æði, svo finnst mér kjúklingur og fiskur líka rosa góður. Mestu vonbrigði lífsins: Hef ekki hug- mynd, velti mér ekki upp úr því. Áhugamál: Dans, tónlist og íþróttir. Viltu vinna milljón? Já, auðvitað. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ætlaði að verða söngkona en sem betur fer eltist það fljótlega af mér. Skelfilegasta lífsreynslan: Að missa móður mína 7 ára gömul. Hver er fyndnastur? Sveppi. Hver er kynþokkafyllstur? Pass. Trúir þú á drauga? Ekki á daginn,....en á kvöldin, já! Hvaða dýr vildirðu helst vera? Bletta- tígur. Hvort vildirðu heldur vera Bryndís Schram eða María Baldursdóttir? Ég er nú bara mjög sátt að vera ég sjálf, en ef ég þyrfti að velja væri það nokk- uð erfitt þar sem þetta eru örugglega báðar hinar indælustu konur. Áttu gæludýr? Nei. Hvar líður þér best? Heima með kærastanum mínum við góða tónlist og rólegheit. Þér býðst þátttaka í næstu Bachelor- þáttaröð og sigurmöguleikar þínir eru taldir góðir. Þú þarft hins vegar að vera einhleyp og gefa sjúkraþálfara- námið upp á bátinn. Hverju svarar þú? Ha, ha, ég myndi ekki þurfa að hugsa mig lengi um. Fínt að vera áhorfandi en hræðilegt að vera þátttakandi! Besta bók í heimi: Engin sérstök sem mér dettur í hug. Næst á dagskrá: Næst á dagskrá er að finna sér gott sumarstarf, svo er ég líka að dunda við tvær auglýsingar þessa dagana sem er rosalega gaman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.