Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 1
LOFTSLAGSBREYTINGAR Mun meiri ógn stafar af loftslagsbreytingum á næstu árum og áratugum en nokkurn tímann af hryðjuverka- mönnum. Þetta er niðurstaðan í skýrslu bandaríska landvarna- ráðuneytisins, sem bandarísk stjórnvöld hafa haldið leyndri í fjóra mánuði. Sérfræðingar ráðuneytisins telja að náttúruhamfarir, vatns- og orkuskortur, þurrkar og hung- ursneyð víða um heim geti á næstu árum og áratugum leitt til óeirða og stríðsátaka þar sem svo gæti jafnvel farið að kjarnorku- vopnum verði beitt. Frá þessu var skýrt í breska dagblaðinu The Observer í gær. Blaðið hefur undir höndum eintak af skýrslunni og segir hana vera ófagra lesningu. Meðal annars er talin veruleg hætta á því að sumar helstu borgir Evrópu sökkvi í sjó innan tveggja áratuga. Því er einnig spáð að veð- urfarið á Bretlandi geti strax árið 2020 verið orðið einna líkast því sem nú er í Síberíu. Birting skýrslunnar gæti kom- ið sér illa fyrir George W. Bush í næstu forsetakosningum, þar sem hann hefur jafnan gert lítið úr við- vörunum vísindamanna og um- hverfissinna um að loftlagsbreyt- ingar geti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir allt mannlíf á jörðinni. Búast má við því að John Kerry, sem flest bendir til að verði forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins, muni óspart notfæra sér þessa skýrslu í kosningabaráttunni. Sérstaklega gæti það orðið vandræðalegt fyrir Bush að það var Andrew Marshall, einn helsti varnarmálaráðgjafi Pentagon, sem fól höfundum skýrslunnar, þeim Peter Schwartz og Doug Randall, að taka hana saman. Marshall hefur haft veruleg áhrif á stefnumótun Bandaríkjahers undanfarna þrjá áratugi og stjórn- aði meðal annars viðamiklum breytingum á hernum nýverið í umboði Donalds Rumsfeld varn- armálaráðherra. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR KYNNING Í IÐNÓ Sjónvarpsfeðginin Magnús Magnússon og Sally Magnússon kynna bókina Dreaming of Iceland - the lure of a family legend klukkan 20 í Iðnó. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KÓLNAR Í DAG Það verður hvasst og éljagangur um austanvert landið í dag. Í höfuðborginni styttir hins vegar upp þegar líður á morguninn. Sjá nánar á bls. 6. 23. febrúar 2004 – 53. tölublað – 4. árgangur ● keppir við fálkaorðuna Stjarna vikunnar: ▲ SÍÐA 31 Guðfinnur Sigurvinsson ● í anda take that og westlife IceGuys: ▲ SÍÐA 30 Ídol-strákar stofna strákaband ● fyrsta vökukonan Jarþrúður Ásmundsdóttir: ▲ SÍÐA 16 Nýr formaður Stúdentaráðs LENTU Í SJÁLFHELDU Tveimur ung- lingspiltum sem lentu í sjálfheldu ofarlega í Helgafelli í Kaldárbotnum síðdegis í gær var bjargað af fjallabjörgunarmönnum. Sjá síðu 2 NADER Í FRAMBOÐ Ralph Nader, tals- maður neytendasamtaka í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Sjá síðu 4 ÓSKA EFTIR FUNDI Formaður BSRB segir að í dag verði óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra um deilu vegna aksturs- samninga starfsfólks heimahjúkrunar í Reykjavík. Sjá síðu 6 VILL SAMEINA Jóhannes Páll II páfi er harðákveðinn í því að gera allt sem hann getur til að sameina kristnu kirkjudeildirnar. Patríarkinn í Moskvu telur Páfagarð ekki standa sig vel í samskiptum kirkjudeild- anna. Sjá síðu 8 RANNSÓKN Erfitt er að segja til um hvenær Litháinn Vaidas Jucevici- us lést. Miðað við rotnun líksins er talið að hann hafi jafnvel dáið föstudaginn 6. febrúar, en þann dag hófst ferðalag Litháans Tomas Malakauskas og Jónasar Inga Ragnarssonar til Austfjarða. Ef rétt er að Jucevicius hafi lát- ist föstudaginn 6. febrúar er rann- sakað hvort Jónas og Malakauskas hafi ferðast með líkið í tvo daga í bíl frá höfuðborgarsvæðinu til Neskaupstaðar. Á leiðinni urðu þeir veðurtepptir á Djúpavogi frá föstudagskvöldi til sunnudags. Þeir komu til Neskaupstaðar sunnudaginn 9. febrúar og héldu aftur til Reykjavíkur daginn eftir. Líklegt er að líki Jucevicius hafi verið sökkt við netabryggjuna í Neskaupstað aðfaranótt sunnu- dags. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ekkert sem bendir til þess að Jucevicius hafi umgengist aðra en Malakauskas, Jónas og Grétar hér á landi. Mennirnir þrír eru meðal annars grunaðir um brot á 211. grein almennra hegningar- laga, sem er morð af ásetningi. Ljóst þykir að um 400 grömm af amfetamíni sem Jucevicius var með innvortis skiluðu sér ekki nið- ur meltingaveginn. Talið er að hinir grunuðu hafi ekki komið honum til hjálpar þegar hann veiktist, en það væri brot gegn 221. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um að koma manni í lífs- hættu ekki til hjálpar. Tomas Malakauskas hefur áfrýj- að gæsluvarðhaldsúrskurði til Hæstaréttar en Jónas Ingi Ragn- arsson ákvað að taka sér þriggja daga frest til að ákveða hvort hann ætli að áfrýja. Grétar Sigurðarson ákvað að una úrskurðinum. ■ Pentagon spáir miklum hamförum Helstu borgir Evrópu sökkva í sjó innan tuttugu ára og veðurfar á Bretlandi verður eins og í Síberíu, segir í leyniskýrslu bandarískra hernaðaryfirvalda. Birting skýrslunnar gæti komið sér afar illa fyrir Bush í næstu forsetakosningum. Rannsóknin á láti Vaidas Jucevicius: Lést Jucevicius fyrir sunnan? BLÓÐBAÐ Í JERÚSALEM Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í troðfullum strætisvagni í Jerúsalem í gærmorgun. Níu manns létust og 59 slösuðust. Sjá nánar bls. 2 Kosningar í Íran: Íhaldsmenn ná völdum TEHERAN, AP Íhaldssamir múslimar náðu ótvíræðum meirihlutatökum á íranska þinginu í kosningunum á föstudaginn. Á þinginu sitja nú fleiri bókstafs- trúarmenn og færri konur, auk þess sem fleiri þingmenn hafa fræðilega þekkingu á kjarnorkumál- um en fyrr. Ekki er búist við að talningu at- kvæða ljúki fyrr en í fyrsta lagi í dag. Harðlínumenn höfðu í gær, þegar búið var að telja tvo þriðju atkvæða, tryggt sér 135 þingsæti af 290, og var ekki annað að sjá en þeir myndu auðveldlega ná þeim 146 þingsætum sem þarf til að vera með meirihluta. ■ TALNING Ekki er búist við að talningu atkvæða ljúki fyrr en í dag. 39%52% ● skipulag í hafnarfirði ● sturtuklefar ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Með fallíska sjálfsmynd í stofunni Erling Klingenberg: Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.