Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 2
2 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR „Nei, ég er rosalegur klaufi á skíðum. En það mun ekki koma að sök þar sem ég hyggst verja tíma mínum sem forseti í merkilegri hluti en sprikl á skíðum.“ Ástþór Magnússon býður sig fram til embættis forseta Ísland en skíðaferð Ólafs Ragnars Gríms- sonar á dögunum dró dilk á eftir sér. Spurningdagsins Ástþór, heldurðu að þú sért nógu góður á skíðum? ■ Lögreglufréttir Sprengdi sig í strætisvagni Níu manns fórust og nærri 60 slösuðust í sjálfsvígsárás í Jerúsalem í gær- morgun. Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallar í dag um lögmæti varnar- múrsins sem Ísraelsmenn eru að reisa. JERÚSALEM, AP Palestínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í troð- fullum strætisvagni í Jerúsalem í gærmorgun. Níu manns létust, að meðtöldum sprengjumanninum, og 59 slösuðust. Skæruliðahreyfing svonefndra Al Aksa-píslarvotta lýsti yfir ábyrgð á árásinni, en hún er laus- lega tengd Fatah-hreyfingu Yassers Arafat. Jafnframt nafngreindi hreyfingin árásaramanninn. Hann hét Mohammed Zool, var 23 ára gamall og bjó í þorpinu Hussan, sem er skammt frá Betlehem. Stuttu eftir árásina umkringdu ísraelskir hermenn Betlehem. Palestínska lögreglan yfirgaf síð- an stöðvar sínar í borginni. Sprengingin varð um hálfníu- leytið að ísraelskum tíma, einmitt þegar mesti annatíminn er í um- ferðinni. Strætisvagninn var staddur rétt hjá bensínstöð í mið- borg Jerúsalem. „Þetta var eins og jarðskjálfti,“ sagði Ora Jarov, sem var staddur á bensínstöðinni þegar sprengjan sprakk. „Bensínstöðin fylltist af glerbrotum og tægjum úr manns- holdi.“ Ísraelsk stjórnvöld segja árás af þessu tagi ekki hafa átt sér stað ef búið væri að reisa varnarmúr utan um Jerúsalem. „Þessi árás sannar bara hve áríðandi það er að byggja girðing- una,“ sagði Silvan Shalom utanrík- isráðherra. Árásin var gerð degi áður en Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóð- anna í Haag tekur til meðferðar lögmæti múrsins, sem Ísraels- menn eru komnir vel á veg með að reisa utan um Vesturbakkann. Ísraelsmenn segja múrinn nauð- synlegan til þess að verjast árásum af þessu tagi. Palestínumenn gagn- rýna hins vegar harðlega að múrinn nær víða langt inn á landsvæði Palestínumanna. Framkvæmdirnar valdi fjölmörgum Palestínumönn- um verulegum óþægindum, og sé þó ekki á erfiðleikana bætandi. Ísraelsmenn virðast sjálfir vera farnir að átta sig á að eitt- hvað sé hæft í þessari gagnrýni Palestínumanna. Í það minnsta byrjuðu þeir að rífa niður um- deildan átta kílómetra langan kafla af múrnum aðeins fáeinum mínútum áður en sprengjan sprakk í gærmorgun. ■ Unglingum bjargað í Helgafelli: Lentu í sjálfheldu BJÖRGUNARAÐGERÐIR Tveimur unglingspiltum sem lentu í sjálf- heldu ofarlega í Helgafelli í Kaldárbotnum síðdegis í gær var bjargað af fjallabjörgunar- mönnum. Piltarnir höfðu þá beð- ið í nokkrar klukkustundir eftir hjálp. Björgunarsveit Hafnarfjarð- ar og Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi voru kallaðar út um hálfsexleytið. Tíu fjallabjörgun- armenn voru sendir á vettvang þar sem piltarnir biðu aðstoðar. Aðstæður voru erfiðar á svæð- inu, klettabelti á báðar hendur. Rigning var og því erfitt að fóta sig á hálum klöppum í fellinu. Einnig voru lausar moldarskrið- ur í hlíðum þess varasamar. Eftir að björgunarmennirnir komu að piltunum þurftu þeir að síga með þá niður 70-80 metra þar til komið var á öruggt svæði í fellinu. Piltarnir voru þá orðnir kaldir, enda illa búnir til fjalla- ferða á þessum árstíma. Að öðru leyti varð þeim ekki meint af volkinu. ■ Aðstoðuðu ökumann: Sat fastur í tíu tíma LÖGREGLUFRÉTTIR Ökumaður jeppabifreiðar sat fastur í tíu tíma á fjallveginum Öxi en björgunarsveitir frá Egilsstöð- um og Breiðdalsvík komu hon- um til aðstoðar aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hafði lagt af stað frá Egilsstöðum á hádegi á laugardegi og ætlaði til Djúpavogs. Um nóttina var far- ið að óttast um hann og var lög- regla látin vita. Leit hófst um fjögurleytið og fundu björgun- arsveitirnar manninn og aðstoð- uðu hann við að koma bílnum til baka. Manninum varð ekki meint af. ■ Þrír menn handteknir: Með amfetamín í bílnum LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags eftir að lögreglan á Akranesi fann 15 grömm af amfetamíni við leit í bifreið þeirra. Bifreiðin var stöðv- uð við hefðbundið umferðareftirlit og vaknaði grunur um að mennirn- ir væru með efni með sér. Þeir heimiluðu leit í bifreiðinni og þegar amfetamínið fannst viðurkenndi einn þeirra að eiga það. Mennirnir voru handteknir en sleppt að lokn- um yfirheyrslum. Málið telst upp- lýst, að sögn lögreglu. ■ FIMM STÚTAR Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Töluverð ölvun var í miðbænum um helgina að sögn lögreglu en ekki var tilkynnt um neinar al- varlegar líkamsárásir. BÍLVELTA Engin slys urðu á fólki þegar bifreið valt við Bæjarháls í gærmorgun. Bifreiðinni hafði verið ekið á umferðareyju með þessum afleiðingum. ÖLVUNARÓLÆTI Nokkur erill var hjá lögreglunni á Selfossi aðfara- nótt sunnudags, en tveir þurftu að gista fangageymslu eftir ölv- unarólæti á veitingastaðnum Pakkhúsinu. Þá voru tveir teknir fyrir ölvun við akstur. TVEIR Í FANGAGEYMSLUR Tveir menn gistu fangaklefa í Keflavík aðfaranótt sunnudags, annar vegna heimilisófriðar og hinn vegna ölvunarláta á samkomu í Garðinum. Þá voru skemmdar- verk unnin á tveimur stöðum, brotnar rúður á verkstæði og afturrúður í bifreið. Kjaraviðræður: Þolinmæðin þverrandi KJARAVIÐRÆÐUR Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir engin stór tíðindi hafa orðið í kjaravið- ræðum um helgina en þó hafi þokast í rétta átt og ýmis mál klár- ast. Þó á enn eftir að ræða um stærstu málin; lífeyris- mál, launainn- röðun og launa- tölur. Hann segir mál vera í eðlileg- um farvegi en segir að ef samn- ingar takist ekki í vikunni verði verkfallsúrræði skoðuð. Kristján Gunnarsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að hann vildi sjá mál hafa unnist hraðar. „Hægt og bítandi tæmist af reikningi þolinmæðarinnar,“ seg- ir hann. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 FAGNA BLÓÐBAÐINU Meðlimir í píslarvottasveitum Al Aksa gerðu sér dagamun í gær og dreifðu sætabrauði í tilefni af sjálfsvígsárásinni í Jerúsalem, sem kostaði nærri tíu manns lífið. M YN D /A P Sundlaugin í Bolungarvík: Sýndi vinum myndir PERSÓNUVERND Persónuvernd telur að starfsmaður sundlaugarinnar á Bolungarvík hafi gerst sekur um brot á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með því að sýna félögum sínum, sem ekki voru starfsmenn sundlaugar- innar, myndir úr eftirlitsvél laug- arinnar. Málshefjendur eru tveir menn sem fóru í laugina ásamt stúlku utan opnunartíma en sam- kvæmt frétt Stöðvar 2 í gær- kvöld munu þau þrjú hafa verið klæðafá og látið vel hvert að öðru í lauginni. ■ KOMINN KLAKKLAUST NIÐUR Piltarnir voru orðnir kaldir, enda illa búnir til fjallaferða á þessum árstíma. Breytingar í ríkisstjórninni næsta haust: Davíð íhugar að verða dómsmálaráðherra STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsætis- ráðherra lét sterklega að því liggja í fréttaskýringarþætti í Ríkissjón- varpinu í gærkvöld að hann hefði hug á því að setjast í stól dóms- málaráðherra þegar Halldór Ás- grímsson tekur við embætti for- sætisráðherra 15. september. Hann sagðist ekki telja að það hefði mikil áhrif á stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins í hvaða ráðu- neyti hann sæti. „Áhrif hans breyt- ast ekkert við það. Þannig að það er þá bara spursmál um það hvort formaður flokksins vilji vera heima en ekki í utanríkisráðuneyti þar sem menn þurfa að vera mikið í burtu. Það myndi ekki hugnast mér að vera mikið í burtu. Fjár- málaráðuneytið er ráðuneyti sem þarf að sinna mjög miklum fundar- höldum með öðrum ráðherrum og það er ekki endilega víst að það sé heppilegt fyrir formann flokks. Þess vegna kemur ráðuneyti eins og dómsmálráðuneytið, sem er ekki eins umfangsmikið og þessi tvö ráðuneyti en mikilvægt þó, einnig til greina. Það er hægt að færa rök fyrir öllu saman,“ sagði Davíð í viðtalinu við Pál Bene- diktsson í ríkissjónvarpinu í gær. ■ DAVÍÐ ODDSSON Gefur til kynna að hann kjósi að setjast í stól dómsmálaráðherra 15. september. SIGURÐUR BESSASON Segir kjaraviðræður í eðlilegum farvegi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.