Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 4
4 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Hefur þú áhyggjur af komum flóttamanna til Íslands? Spurning dagsins í dag: Finnst þér að leggja eigi niður embætti forseta Íslands? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 23% 70% Nei 7%Hef ekki hugleitt það Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: Nader býður sig fram sjálfstætt AP, WASHINGTON Ralph Nader, tals- maður neytendasamtaka í Banda- ríkjunum, tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann kallaði Wash- ington „hernumið svæði af stór- fyrirtækjum“ og að lítill munur væri orðinn á Demókrata- og Repúblíkanaflokknum. Margir demókratar vilja kenna framboði Naders fyrir fjórum árum síðan um ósigur Al Gore í kosning- unum gegn George W. Bush. Nader, sem fagnar sjötugsafmæli sínu síð- ar í vikunni, segist hafa íhugað að setjast í helgan stein en að hann hafi hætt við það vegna þeirrar stöðu sem bandaríska þjóðin er í. „Þessi þjóð er að glíma við fleiri vandamál og meira óréttlæti en hún á skilið,“ sagði Nader í tilkynningu sinni sem sjónvarpað var beint á NBC. Þar sagðist hann ætla að ögra tveggja flokka einokun sem sé við lýði í bandarískri pólitík. „Það er of mikið vald og auður í höndum fárra. Þeir hafa yfirtekið Washington,“ sagði Nader. Aðspurður um hvort hann myndi draga framboð sitt til baka ef skoðannakannanir sýndu að framboð hans myndi tryggja George W. Bush áframhaldandi setu í Hvíta húsinu sagðist Nader ætla að svara þeirri spurningu ef sú staða kæmi upp. ■ VIÐTAL Móðir Vaidas Jucevicius seg- ir í viðtali við litháenska dagblaðið Lietuvos Rytas að hún eigi erfitt með að trúa að sonur hennar hafi smyglað fíkniefnum og með þeim hætti sem komið hefur í ljós. Hún sá son sinn síðast þriðja febrúar. Hann sagði henni þá að hann þyrfti að fara í burtu í fjóra daga, sagðist þurfa að gera við bíl. Daginn eftir sagði unnusta Vaidas móðurinni að hann hefði farið úr landi. Eftir það hafði hann aðeins einu sinni sam- band við unnustu sína og bað hana að skila því til móður sinnar að hann kæmi fljótlega. Móðir Vaidas er viss um að sonur sinn hefði ekki sagt unn- ustu sinni hvað hann væri að aðhafast þannig að hún gæti ekki sagt öðrum. Þegar Vaidas kom ekki heim á þeim tíma sem hann ætlaði óttaðist móðir hans að eitthvað slæmt hefði gerst. Hún segist hafa haft grun um að eitthvað vont væri yfirvofandi, hann væri einhvers staðar í útlönd- um. Meðal þess sem hún óttaðist var að til stæði að selja úr honum líffæri. Hún vonaðist að hann kæmist undan. Heyrði í útvarpinu Hún heyrði fyrst um dauða sonar síns í útvarpinu þegar frétt af líkfundinum í Neskaupstað var lesin í fréttatíma. Þá var að- eins talað um þjóðerni þess látna og aldur. Hún sagðist hafa fund- ið á sér að verið væri að tala um Vaidas. Í fréttinni var sagt að sá látni hefði verið klæddur í þunn- an bol með litháenskum merkj- um og við það varð hún enn sannfærðari, lýsingin átti vel við son hennar. Síðar fékk hún staðfestingu hjá lögreglunni að það væri sonur hennar sem hefði fundist látinn. Hún segir það hafa verið mikið áfall og að líf henn- ar hafi hreinlega stöðvast. Lífið hefur ekki leikið við móð- ur Vaidas Jucevicius. Í seinni heimsstyrjöldinni var hún í Síber- íu. Hún skildi við mann sinn þegar synir hennar voru fjórtán og tutt- ugu ára og hefur frá því séð ein um sig og sína. Hún vann lengst á bókasafni með lág laun sem hún lét duga til framfærslu, enda ekki um marga kosti að ræða. Fékk ekki vinnu Í níunda bekk hóf Vaidas nám í rafmagnsfræðum en hætti því fljót- lega. Þá fór hann að vinna sem bar- þjónn í bænum Siauliai en vegna veikinda í maga ákvað hann að flytja aftur í heimabæinn og reyna að fá vinnu þar sem barþjónn. Það gekk ekki eftir, enga vinnu var að fá. Eftir það lenti hann í vanda. Móðir hans segist ekki halda því fram að Vaidas sé saklaus. Hún seg- ir að kannski hafi hann ekki gert annað en að leiðast út á ranga braut þar sem enga vinnu var að fá. Í grein blaðsins kemur fram að Vaidas hafi verið bílaþjófur og unn- ið fyrir gengi sem kallast Vilko. Vaidas sat í fangelsi í Þýskalandi fyrir bílaþjófnað. Auk þess sat hann í Lukiskes-fangelsinu í Litháen í hálft ár, dæmdur fyrir bílaþjófnað og handrukkun. Vaidas átti aftur að mæta fyrir rétt níunda febrúar. Móðir hans hafði komið í veg fyrir að hann sæti í fangelsi fram að þeim tíma, hún seldi land sem hún átti og borgaði tryggingu fyrir Vaidas. Nú vonast móðir hans til að tryggingaféð verði endur- greitt til að hún geti borgað flutninginn á líkinu og fyrir útför sonar síns. Hún telur þó að peningarnir dugi ekki og veltir fyrir sér hvort hægt verði að brenna hann á Íslandi því ódýrara ætti að vera að flytja öskuna á milli landa, en móðirin vill fá að jarða son sinn í sínu heimalandi. hrs@frettabladid.is TVÖ FÍKNIEFNAMÁL Þrír voru handteknir í tveimur fíkniefna- málum sem komu upp í Borg- arnesi síðasta föstudagskvöld. Lögreglan fann, við almennt eftirlit um 5 grömm af am- fetamíni og rúm 2 grömm af hassi í tveimur bílum sem stöðvaðir voru með stuttu millibili. Málin teljast upplýst og var mönnunum sleppt eftir yfirheyrslur. FÉLL Í HÖFNINA Maður datt í höfnina á Húsavík á laugar- dagskvöldið, en hann var dreg- inn upp aftur af félögum sín- um. Lögregla fór með manninn til eftirlits hjá lækni, enda mikið frost þegar atvikið varð. Maðurinn fékk að fara heim að lokinni skoðun. Borgarfjörður: Létust í um- ferðarslysi ANDLÁT Stúlkurnar tvær sem létust í umferðarslysi rétt við Bifröst í Borgarfirði á föstudag hétu Sunna Þórsdóttir og Linda Guðjónsdóttir. Sunna var fædd þann 23. mars árið 1990. Hún var til heimilis að Melhaga 16 í Reykjavík. Linda var fædd 25. apríl árið 1990. Hún var til heimilis að Dunhaga 11 í Reykjavík. Stúlkurnar voru báðar nemend- ur í Hagaskóla í Reykjavík. Minn- ingarathöfn var haldin um stúlkurn- ar í skólanum á laugardag. ■ Umferðaróhöpp við Reykjavík: Tvær bílvelt- ur á skömm- um tíma LÖGREGLUFRÉTTIR Tveir bílar ultu með stuttu millibili um sexleytið í gær og voru alls fjórir fluttir á slysadeild. Enginn var þó talinn al- varlega slasaður. Fyrri bíllinn valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla. Tveir voru í bílnum en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Síð- ari bifreiðin valt á Vesturlands- vegi við Leirvogsá. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku með fyrrgreindum afleiðingum. Hann og farþegi bílsins voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild en meiðslin voru talin minniháttar. ■ RALPH NADER Býður sig ekki fram undir merkjum Græns framboðs, eins og fyrir fjórum árum, heldur sjálfstætt. ■ Lögreglufréttir VAIDAS JUCEVICIUS Fór að heiman þriðja febrúar og nú er kannað hvort hann hafi látist þremur dögum síðar, þá nýkominn til Íslands. Móðirin segir Vaidas ekki vera saklausan Móðir Vaidas Jucevicius segist vilja trúa að sonurinn hafi ekki verið afbrotamaður, en óttast að hann hafi lent í slæmum félagsskap. Vill fá líkið heim svo hún geti grafið hann í heimalandinu. Þetta kemur fram í viðtali í litháensku blaði. DAGBLAÐIÐ LIETUVOS RYTAS Litháenska dagblaðið Lietuvos Rytas birti á laugardaginn viðtal við móður Vaidas Jucevicius. SUNNA ÞÓRSDÓTTIR LINDA GUÐJÓNSDÓTTIR ■ Auk þess sat hann í Lukiskes-fang- elsinu í Litháen í hálft ár, dæmdur fyrir bílaþjófnað og handrukkun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.