Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 8
8 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Evrópa Erfitt ævistarf „Almennt með listamenn eru þeir uppteknir af sjálfum sér og fullir af sársauka.“ Þorfinnur Guðnason kvikmyndargerðarmaður í Morgunblaðinu 22. febrúar. Bakslag „Það er komið bakslag í jafn- réttisumræðuna. Það er litið á hana eins og sérmál sem þurfi ekki lengur að taka mikið tillit til.“ Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri í Fréttablaðinu 22. febrúar. Vandræðalegt „Forsetaembættið er vandræða- legt embætti sem á sér enga skýra fótfestu í íslenskri stjórn- skipan.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Fréttablaðinu 22. febrúar. Orðrétt Samgönguráðherra: Undirbýr fjarskiptaáætlun FJARSKIPTAÁÆTLUN Samgönguráð- herra hefur ákveðið að hefja undirbúning að gerð fjarskipta- áætlunar fyrir árin 2005 til 2010 en með henni er stefnt að því að móta heildarstefnu í fjarskipta- málum á Íslandi. Fjögurra manna stýrihópi er ætlað að hafa yfirumsjón með verkefn- inu. Formaður nefndarinnar er Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, en aðrir í hópnum eru Bergþór Óla- son, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra, Guðbjörg Sigurðar- dóttir, verkefnisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, og Karl Alvarsson, lögfræðingur í samgönguráðu- neytinu. Starfsmaður stýrihóps- ins er Þorsteinn Helgi Steinars- son verkfræðingur. Markmið fjarskiptaáætlunar- innar eru meðal annars að leggja grunn að framþróun íslensks samfélags með því að bjóða bestu, hagkvæmustu og örugg- ustu rafrænu samskiptin með beitingu fjarskipta- og upplýs- ingatækni. Við það er miðað að áætlunin geri tillögur um aðgerðir á sem flestum sviðum fjarskipta- og upplýsingatækni ásamt tillögum um tímamörk og kostnað við áætlunina. Stýrihópnum er ætlað að skila tillögu að nýrri fjarskiptaáætlun eigi síðar en 1. september næst- komandi. ■ Jóhannes Páll páfi: Ákveðinn í að sameina kristnar kirkjudeildir PÁFAGARÐUR, AP Jóhannes Páll II páfi er harðákveðinn í því að gera allt sem hann getur til að sameina kristnu kirkjudeildirnar, það er að segja rómversk-kaþólsku kirkj- una, austur-kaþólsku rétttrúnað- arkirkjurnar og svo mótmælenda- kirkjur af ýmsu tagi. Í vikulegu ávarpi sínu til píla- gríma á Péturstorginu í Róm sagði hann þetta verkefni sitt vera „ómissandi köllun“ sem kæmi frá Guði. Honum væri ætl- að að „veita öllum kristnum mönnum þessa sérstöku þjón- ustu“. Allt frá því Jóhannes Páll II tók við páfadómi hefur hann haft það markmið að sameina kristna menn í eina kirkju. Honum hefur þó ekki orðið mikið ágengt, enda víða mætt andstöðu, ekki síst meðal rétttrúaðra í fyrrverandi Sovétlýðveldum. Í gær átti Alexí II, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar, fund í Moskvu með Walter Kasper kardinála, fulltrúa Páfa- garðs, sem er staddur í Moskvu til þess að reyna að bæta sam- skipti kirkjudeildanna. Rússneski patríarkinn notaði tækifærið til að gagnrýna trúboð rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi. Hann telur Páfagarð ekki hafa staðið sig vel í því að líta á rússnesku rétttrúnaðar- kirkjuna sem „systurkirkju“ rómversk-kaþólsku kirkjunnar. ■ DÓMARI SEGIR AF SÉR Breski dómarinn Richard George May, sem hefur verið aðaldómari í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic í Haag, mun láta af störfum af heilsufarsástæðum í byrjun júní. Málflutningi sækj- anda verður þá lokið. Milosevic á að hefja vörn sína í maí. RÁÐHERRA TALAR AF SÉR Spænsk stjórnvöld reyna nú hvað þau geta til að sannfæra umheiminn um að tengsl Spánar við Marokkó séu góð, þrátt fyrir að Federico Trillo, umhverfisráðherra Spánar, hafi misst út úr sér ummæli á föstudaginn sem fóru mjög fyrir brjóstið á Marokkóbúum. BLAIR ÆTLAR AÐ BERJAST Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagðist ætla að berjast fyrir því að ná kjöri í þriðja sinn í næstu þingkosn- ingum, þrátt fyr- ir að vinsældir hans hafi dalað nokkuð út af inn- rásinni í Írak og fleiri umdeildum málum. fyrir aðdáendur Hrísmjólkur Tvær nýjar Njóttu vel! Hrísmjólk með hindberjasósu Hrísmjólk með hnetum og súkkulaðisósu Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk Lottó í Bandaríkjunum: Sextán milljarða vinningur BANDARÍKIN, AP Heppinn lottó- vinningshafi hafði ekki enn gef- ið sig fram í Bandaríkjunum í gær. Vinningshafinn á von á 230 milljón dollurum, tæpum sextán milljörðum króna. Vinningurinn er sá næsthæsti í sögu lottósins í Bandaríkjun- um. Á jóladag árið 2002 vann íbúi í Vestur-Virginíu 360 millj- ónir dollara. Tölurnar sem komu upp úr kassanum á föstudaginn voru 1, 13, 20, 21 og 30. Líkurnar á því að vinna voru einn á móti 135 milljónum. Vinningsmiðinn var seldur í borginni Stephens í Virgínu. Afgreiðslumaðurinn sem seldi miðann vonast til þess að eigandi miðans muni eftir sér. ■ STURLA BÖÐVARSSON Markmið fjarskiptaáætlunarinnar eru meðal annars að leggja grunn að framþróun íslensks samfélags með því að bjóða bestu, hagkvæmustu og öruggustu rafrænu samskiptin. FULLTRÚI PÁFA HITTIR PATRÍARKANN Í MOSKVU Patríarkinn í Moskvu telur Páfagarð ekki standa sig vel í samskiptum kirkjudeildanna, þrátt fyrir áherslu páfa á sameiningu allra kristinna manna í eina kirkju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.