Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 9
9MÁNUDAGUR 23. febrúar 2004 ARNOLD SCHWARZENEGGER Vill breyta stjórnarskránni þannig að inn- flytjendur, sem búið hafa til langs tíma í Bandaríkjunum, megi bjóða sig fram til forseta. Arnold Schwarzenegger um forsetaframboð: Vill breyta stjórnarskrá AP, WASHINGTON Arnold Schwarze- negger, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann og aðrir Bandaríkjamenn sem hefðu fæðst í öðrum löndum ættu að geta boðið sig fram til for- seta. Hann sagði einnig í sama viðtali að George W. Bush ætti að geta unnið sigur í Kaliforníu í kom- andi forsetakosningum ef hann gerði meira fyrir ríkið. Schwarzenegger fæddist í Austurríki en hefur búið í Banda- ríkjunum í rúm 20 ár. Hann neit- aði því svo að hafa velt þeim möguleika fyrir sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í framtíðinni. Samkvæmt stjórnar- skrá Bandaríkjanna mega aðeins þeir sem fæddir eru í Bandaríkj- unum bjóða sig fram til foseta. ■ VOJISLAV KOSTUNICA Myndar minnihlutastjórn í Serbíu í næstu viku. Verðandi forsætis- ráðherra Serbíu: Lætur stríðs- glæpamenn óáreitta BELGRAD, AP Vojislav Kostunica, verðandi forsætisráðherra Serbíu, sagði í fyrradag að stjórn sín myndi ekki gera það að for- gangsverkefni að handtaka og framselja grunaða stríðsglæpa- menn til dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, þrátt fyrir hót- anir Bandaríkjanna um að draga úr aðstoð og stuðningi við landið. Kostunica er fyrrverandi for- seti Júgóslavíu, þar sem hann komst til valda eftir að hafa tekið þátt í uppreisn gegn Slobodan Milosevic. Hann var tilnefndur forsætisráðherra landsins á föstu- daginn og ætlar að mynda minni- hlutastjórn nú í vikunni. ■ NABLUS, AP Þúsundir Palestínu- manna tóku þátt í háværum mót- mælum víðs vegar um Vesturbakk- ann í fyrradag til þess að mótmæla múrnum sem Ísraelsmenn eru að reisa. Þetta voru ein stærstu fjölda- mótmæli Palestínumanna gegn múrnum til þessa. Ísraelsmenn segja nauðsynlegt að reisa þennan múr til þess að hindra byssumenn og sjálfvígsárás- armenn frá því að komast frá Vest- urbakkanum yfir til Ísraels. Múrinn er reyndar ekki eiginleg- ur múr nema sums staðar. Að stór- um hluta er þarna um að ræða gryfjur, gaddavír og girðingar af ýmsu tagi ásamt varðturnum. Andstaða Palestínumanna bein- ist ekki síst að því að víða nær múr- inn langt inn á það landsvæði sem Palestínumenn hafa haft til umráða. Efnt var til mótmælanna í gær, meðal annars vegna þess að yfir- heyrslur hefjast á mánudaginn við Alþjóðadómstólinn í Haag, sem ætlar síðan að kveða úr um það hvort múrinn brjóti í bága við al- þjóðalög. ■ Átök í Tsjetsjeníu: Sex her- menn voru drepnir RÚSSLAND Sex rússneskir hermnenn voru drepnir í árás uppreisnar- manna og með jarðsprengjum í Tsjetsjeníu í gær. Þrír mannanna létust í árás uppreisnarmanna á herbúðir Rússa og átta særðust. Uppreisnarmennirnir gerðu tólf skotárásir á 24 klukkustundum. Tveir hermenn létust þegar upp- reisnarmenn réðust á herjeppa þeirra nálægt þorpinu Alkhazurovo og einn lét lífið þegar hann reyndi að aftengja jarðsprengju í útverfi Grosní, höfuðborgar Tsjetsjeníu. ■ Palestínumenn safnast saman: Fjölmenn mótmæli gegn múrnum BYSSUMENN TAKA ÞÁTT Vopnaðir Palestínumenn tóku þátt í fjöl- mennum mótmælum gegn múrnum víðs vegar á Vesturbakkanum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.