Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 12
12 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ Í BERLÍN Víða um heim standa nú yfir kjötkveðjuhá- tíðir. Þessir Þjóðverjar eru kannski ekki jafn léttklæddir og tíðkast í Brasilíu, en virðast engu að síður skemmta sér hið besta. Heilbrigðisstofnunin á Selfossi: Langlundargeð á þrotum HEILBRIGÐISMÁL „Sparnaður til margra ára er farinn að setja mark sitt á ýmsa þætti stofnunarinnar. Langlundargeð starfsfólks er á þrotum,“ segir í samþykkt starfs- mannaráðs Heilbrigðisstofnunar- innar á Selfossi vegna fyrirhugaðra sparnaðaraðgerða á stofnuninni. Bent er á að Heilbrigðis- stofnunin Selfossi þjóni öllu Suðurlandsundirlendinu með um 15- 20.000 manns. Undan- farin ár hafi orðið fólksfjölgun á svæðinu og virðist sem sú þróun ætli að halda áfram. „Grunnheilbrigðisþjónusta svæðisins hefur ekki fylgt þessari þróun,“ segir í samþykktinni. „Sem dæmi má nefna ástand öldr- unarmála á Árborgarsvæðinu. Það er óviðunandi. Má þar nefna ástand Ljósheima og margir ein- staklingar í brýnni þörf fyrir vist- un á viðeigandi stofnun. Samt sem áður dregst bygging langlegudeildar á langinn og auk þess er nú stjórnendum HSS gert að spara fyrir halla áranna 2003 og 2004 samtals 90 milljónir króna. Óhjákvæmilega hlýtur það að hafa áhrif á heilbrigðisþjón- ustu á svæðinu.“ Loks skorar starfsmannaráð HSS á ráðherra og þingmenn Suður- kjördæmis að standa vörð um heil- brigðisþjónustu kjördæmis síns. ■ Sviðin jörð eftir Svía SprinkleNetwork á vanskilaskrá vegna 110 milljóna króna í Svíþjóð. Engin innri verslun og afslátt- arkort óvirk. Dæmi um að 9 milljónir séu í uppnámi hjá einni fjölskyldu. Sölustarf á fullu í Noregi. Sænska sölukeðjan Sprinkle-Network, sem lofaði Íslending- um gulli og grænum skógum gegn því að þeir fjárfestu í fyrirtækinu, hefur enn ekki endurgreitt nema 8 manns af þeim tugum sem vildu losna frá fyrirtækinu og fá endur- greitt reglum samkvæmt. Fyrir- tækið var stofnað 6. mars í fyrra í Svíþjóð og því enn ekki orðið árs- gamalt. Það var stofnað af Svíun- um Mikael Kristenson, sem á 70 prósenta hlut, og Stefan Byding, eiganda 30 prósenta í fyrirtækinu. Síðustu mánuði hafa þeir lítið haft sig í frammi en talsmaður Sprinkle hefur verið Tomas Valin. Svo er að sjá sem keðjan rambi á barmi gjaldþrots ef marka má þær upp- lýsingar frá Svíþjóð sem lýsa því að skráð fjárnám í fyrirtækið séu á þriðja tug. Þar mun vera um sam- anlagða upphæð að ræða sem er yfir 100 milljónir íslenskra króna. Flest svikið Ekki verður séð að Svíarnir sem námu land á Íslandi í fyrra hafi staðið við neitt af því sem þeir lof- uðu þeim sem gerðust félagar með því að kaupa afsláttarkort sem gefa átti þeim góða búbót. Markmiðið var sagt vera það að korthafar gætu keypt allar sínar nauðsynjar og fengið afslátt með því að framvísa korti sínu. Reyndin hefur orðið sú að einungis er hægt að versla á ör- fáum stöðum. Grunnhugmyndin að SprinkleNetwork er sú að selja af- sláttarkort en einnig að reka vef- verslun sem átti að bjóða upp á flesta þá vöru sem almenningur þarfnast. Neðstir í píramídanum standa þeir sem einungis hafa yfir að ráða umræddu korti sem gefur þeim afslátt í bæði ytri og innri verslunum. Handhafar kortanna voru um 300 talsins þegar best lét. Hvert kort kostar níu þúsund krón- ur og fólki var talin trú um að þeir fjármunir skiluðu sér strax í rífleg- um afslætti. Næstir ofan við kort- hafana í píramídanum eru þeir starfsmenn sem hafa leyfi til að selja kort og samninga. Þeir greiddu rúmlega 80 þúsund krónur fyrir sinn hlut. Þeirra afrakstur er sá að fá 20 prósenta afslátt í innri búð en að auki helming þess afslátt- ar sem hlýst af verslun þeirra korthafa sem þeir hafa fengið til liðs við píramídann. Sölu- fólkið fær einnig ákveðna upphæð fyrir hvern þann korthafa sem gengur til liðs við sænska píramídann. Marg- ir úr þessum hópi gerðu það gott á seinasta ári þegar við- skiptavinir hópuðust að í von um skjótfenginn hagnað. En vandinn var sá að einu peningarnir sem komu inn voru vegna sölu á kortum og leyfum til að selja kort. R a u n v e r u l e g velta vegna virkni kortanna var sáralítil og strax síðasta haust tók að gæta óró- leika meðal þeirra sem létu glepjast af gylliboðum. Sænskum stjórnend- um píramídans datt það snjallræði í hug að auka veltuna með því að selja eignarhluti í keðjunni að and- virði 1,9 milljónir króna á hvern hlut. Hverjum slíkum hlut fylgdi loforð um að eftir þrjú ár fengi kaupandi höfuðstólinn endurgreidd- an að fullu en yrðu þó eigandi hlutar í Sprinkle. Í millitíðinni gátu fjár- festarnir hagnast á því að selja fyr- ir Sprinkle og áttu að hafa af því verulega góða lífsafkomu. Fjöldi fólks lét glepjast af gylliboðinu og þrátt fyrir að einungis væri ætlast til þess að hver keypti einn hlut eru nokkur dæmi um að fólk keypti fleiri og notaði þá önnur nöfn til að leppa kaupin. Þannig eru fleiri en eitt dæmi um að fjölskyldur hafi lagt 9 milljónir króna í það sem í dag lítur út fyrir að vera „hrein svikamylla“ eins og Stefanía Arna Marinósdóttir, fyrrverandi Sprinkle-félagi, orðar það. Fjöl- skylda hennar lagði 6 milljónir króna í sænska fyrirbærið en náði með herkjum helmingi þeirrar upphæðar til baka. Viðvörun að utan Nokkrum mánuðum eftir að glæsilegir kynningarfundir höfðu verið haldnir þar sem kortin streymdu út dró ský fyrir sólu. Sölumaðurinn Mark Ashley Wells hafði stjórnað fundunum en sneri aftur til Íslands með þau válegu tíð- indi að hann teldi að fyrirtækið væri ein allsherjar svikamylla og eigendur Sprinkle ætluðu sér ekki annað en að græða á sölumennsku þar sem engin vara væri að baki. Fljótlega voru alls 70 manns farnir að krefjast endurgreiðslu á upphæð sem slagar hátt í 30 milljónir króna. Þá gripu stjórnendur Sprinkle til þess ráðs að koma til Íslands í því skyni að slökkva elda. Um miðjan nóvember, fyrir þremur mánuðum, birtust þeir á Hótel Holti og héldu fund með fjölmiðlum. Tugir óánægðra félaga þeirra gerðu að- súg að þeim. Michael Kristensson, eigandi meirihluta Sprinkle, sagði þá að Mark Ashley Wells, fyrrver- andi félagi sinn, væri ómaklega að sverta fyrirtækið í því skyni að koma á sínum eigin rekstri. „Við komum til Íslands til þess að leysa þessi mál en ekki til að eiga hér notalega helgi,“ segir Michael. Sví- arnir lofuðu öllum sem vildu fá end- urgreitt að það myndi gerast innan nokkurra daga. Meðal hinna óánægðu sem biðu frammi í anddyri Hótel Holts, á meðan eigendur Sprinkle freistuðu þess að telja fjölmiðlum trú um að allt væri með eðlilegum hætti, var fólk sem skráð hafði verið fyrir eignarhlutum án þess að hafa gefið samþykki sitt. „Þetta er gróf misnotkun á nafni mínu og ég mun kæra það ICELAND EXPRESS Sex evrópsk lágfargjaldaflugfélög munu funda í Reykjavík í dag. Evrópsk lágfargjalda- flugfélög: Huga að markaðs- samstarfi FLUGREKSTUR Sex evrópsk lágfar- gjaldaflugfélög munu funda í Reykjavík í dag til að huga að möguleikum á markaðssamstarfi. Félögin eru Iceland Express, Air Berlin, Air Polonia, German- wings, Norwegian og SkyEurope en þau fljúga öll til Stansted-flug- vallar í London. Alls fluttu félögin sex um 13,5 milljónir farþega á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem evr- ópsk lágfargjaldaflugfélög eiga fund af þessu tagi. Einkum verður hugað að gagnkvæmu kynningar- starfi með því að kynna viðskipta- vinum möguleika á framhaldsflugi með hinum félögunum. ■ SJÚKRAHÚSIÐ Á SELFOSSI Ástand í öldrunarmálum er óviðunandi, segir meðal annars í samþykkt starfsmannaráðs Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. TOMAS WALLIN Höfuðpaurar SprinkleNetwork hafa ít- rekað lofað að endurgreiða fjárfest- um. Nú eru þeir að sögn hættir við. Hér má sjá Tomas Wallin að útskýra tilgang sölukeðjunnar á Hótel Holti. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um sænsku sölukeðjuna SprinkleNetwork STEFANÍA ARNA MARINÓSDÓTTIR Henni var sagt að segja börnum sínum að vinna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.