Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 15
Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi,reyndu á dögunum að kúga hljóm- sveitina Mínus til að undirrita yfir- lýsingu þvert á staðreyndir. Forsagan: Samfés réði Mínus til að spila á dansleik 27. febrúar. Síðar heyrðu fulltrúar Samfés af því að Mínusmenn hefðu rætt frjálslega við erlent tímarit um fíkniefnanotkun. Í kjölfarið var farið fram á að þeir undirrituðu yfirlýsingu um að þeir noti ekki ólögleg vímuefni og um- ræða um slíkt sé „ekki byggð á stað- reyndum og orðum aukin“. Mínusar buðust til að undirrita yf- irlýsingu um að þeir muni ekki vera undir áhrifum vímuefna á ballinu og hafi aldrei hvatt til fíkniefnaneyslu. Kjánaleg afstaða Fulltrúar Samfés vildu halda sig við lygarnar og Mínus spilar því ekki fyrir íslenska æsku á vegum Samfés. Afstaða Samfés er kjánaleg. Fyrir það fyrsta hefur þessi fíflagangur einungis beint athygli íslenskrar æsku rækilega að því að hugsanlega fikta liðsmenn helstu rokksveitar Ís- lands við fíkniefni. Í annan stað er gengið út frá því að æskan sé dóm- greindarlaus. Að hún fari hugsunar- laust að sprauta sig með heróíni ef hún sér á sviði hljómsveit sem hefur rætt frjálslega við erlent tímarit um ólögleg vímuefni. Útúrdópaðir snillingar Ég er 47 ára. Hef frá barnæsku hlustað á Elvis (sem dópaði sig til dauða), Jerry Lee Lewis og aðra sukkaða frumherja rokksins; Bítl- ana, Stóns, Dylan, Byrds, Joplin, Jim Morrison, Hendrix og allt hippa- gengið sem synti í sýrunum, Kurt Cobain og útúrdópaða grugggengið, Marley og hans hassreykjandi reggí- hóp og alla dópfíknu djassarana. Ég hef sótt hljómleika með Trúbroti, Clash, Nick Cave og Utangarðs- mönnum, svo örfá dæmi séu nefnd. Allt lið vel þekkt fyrir dópneyslu. Aldrei hef ég samt fundið fyrir löngun til að dópa, frekar en þegar ég hlusta á norska dauðarokkara sem kveikja í kirkjum og drepa hvern annan. Það hvarflar ekki að manni að taka upp slíka lifnaðarhætti. Bjóða krökkum upp á lygar Það er umhugsunarvert þegar forræðishyggjugemsar æskunnar meta skjólstæðinga sína þá aula að þeir muni slást um heróínsprautur og ópíumpípur ef þeir sjá á sviði bestu rokksveit landsins, hvað þá þegar þessir sömu menn vilja neyða unga listamenn til að ljúga. Fulltrúi Samfés hringdi í þáttinn Freysa á X-inu á dögunum og opin- beraði enn frekar kjánaskap þegar hann fullyrti að Bítlarnir og Stóns hefðu gert sínar bestu plötur edrú. Andri Freyr leiðrétti hann vitaskuld, enda dópneysla þessara hljómsveita flestum kunn. Vissulega væri heppilegt ef allir bestu og frægustu tónlistarmenn heims, ljóðskáld, myndlistamenn, íþróttamenn, stjórnmálamenn o.s.frv. hefðu aldrei fiktað við eitur- lyf. Raunveruleikinn er annar - þó að fulltrúar Samfés reyni að falsa hann. Fulltrúar Samfés eru vondar fyr- irmyndir æskunnar. Þeir álíta að krakkar séu fífl. Þeir bjóða krökkun- um ekki upp á bestu rokksveit lands- ins. Þess í stað reyndu þeir að bjóða krökkum upp á lygar. Og ætla þeir ekki að bjóða krökkunum upp á Kalla Bjarna? Ég hef aldrei heyrt hans músík eða söng og ætla því ekki að gagnrýna það. Hins vegar sá ég í DV á dögunum að hann hefur dópað, ver- ið í afbrotum og svo framvegis. Eins og Bubbi og margir fleiri sem skemmt hafa á vegum Samfés. ■ MÁNUDAGUR 23. febrúar 2004 www. lands bank i. is s ími 5 6 0 6 0 0 0 Árlega veitir Landsbankinn ellefu námsstyrki til virkra viðskiptavina Námunnar. Umsækjendur verða að vera Námufélagar. Styrkirnir skiptast þannig: • 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver • 2 styrkir til háskólanáms á Íslandi, 200.000 kr. hvor • 2 styrkir til BS/BA-háskólanáms erlendis, 300.000 kr. hvor • 2 styrkir til meistara/doktors-háskólanáms erlendis, 400.000 kr. hvor • 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Í SL EN SK A AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .I S L BI 2 35 95 0 2/ 20 04 Námsstyrkir til Námufélaga Kjörið tækifæri til að fá fjárhagslegan stuðning meðan á námi stendur Hægt er að sækja um styrkina á www.naman.is eða í næsta útibúi þar sem jafnframt eru veittar nánari upplýsingar. Nauðsynlegt er að fylla út skráningarblað sem fylgja skal umsókn. Styrkirnir eru afhentir í byrjun maí. Umræðan JENS GUÐMUNDSSON ■ skrifar um fíkniefnaneyslu hljómsveita. Kjánaleg afstaða Samfés

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.