Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 16
16 23. febrúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Skoskir vísindamenn tilkynntuá þessum degi árið 1997 að þeim hefði tekist að einrækta kind. Klóninu var gefið nafnið Dollý en frumeintak hennar hafði fæðst þann 5. júlí árið áður. Klónun Dollýar markaði ákveðin þáttaskil í líftækninni en ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti þessarar framþróunar og ótti manna við hugsanlega ein- ræktun manna í náinni framtíð mögnuðust hressilega. „Feður“ Dollýar fullyrtu að einræktun dýra gætu gagnast mannkyninu á margan hátt en þvertóku fyrir það að einræktum manna væri í sjónmáli. Dollý greindist með banvæn- an lungnasjúkdóm árið 2003 og var svæfð þann 14. febrúar. Skömmu síðar voru jarðneskar leifar kindarinnar gefnar Þjóð- minjasafni Skotlands, sem lét meðhöndla húðina og strekkja hana yfir trefjaglersafsteypu af líkama hennar. Að sögn vísindamannanna sem klónuðu Dollý var stoltið yfir því að sjá henni stillt upp á safninu blandið sorg yfir ótíma- bærum dauða hennar. Það kom snemma í ljós að Dollý eltist hraðar en venjuleg- ar kindur og fékk hún ýmsa hrörnunarsjúkdóma langt fyrir aldur fram, þar á meðal liðagigt. „Ég tel að þetta sýni betur en nokkru sinni fram á heimsku þeirra sem vilja lögleiða ein- ræktun til þess að auka kyn manna,“ sagði Alan Coleman, einn vísindamannanna sem unnu að einræktuninni, eftir að kindin dó. ■ BIRNA OG TASSADAQ Þann 30. desember voru gefin saman í hjónaband í Lahore í Pakistan af Gulam Hussain þau Tassadaq Saleem og Birna Kristjánsdóttir. Þau eru búsett í Reykjavík. Jens A. Guðmundsson dósent er 57 ára í dag. Helga Soffía Konráðsdóttir prestur er 44 ára. Ef ég ætti eina ósk vildi ég aðég gæti farið aftur til þróun- arlanda og séð fólkið þar í svip- aðri framfarasókn og við Íslend- ingar vorum fyrir 100 árum,“ segir Ómar Ragnarsson, sjón- varpsmaður og skemmtikraftur. Það er mikill heiður að veratreyst fyrir þessu starfi,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, sem tekur við embætti for- manns Stúdentaráðs á skipta- fundi sem haldinn verður um miðjan mars. Hún er fimmta konan sem gegnir þessu emb- ætti og fyrsta konan sem valin er úr hópi Vökumanna. „Mig óraði ekki fyrir því þegar ég var beðin að taka þátt í kosningabar- áttunni í fyrra að ég myndi enda sem formaður,“ segir hún og hlær. Jarþrúður er 27 ára gömul. Hún er alin upp í Breiðholtinu og stundaði nám í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Eftir út- skrift ákvað hún að hefja nám í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Jarþrúður gerði hlé á náminu en sneri aftur. Þá valdi hún að fara í viðskiptafræði og er nú á lokastigum þess náms. Jarþrúður leiddi lista Vöku þegar hann vann stóran sigur í kosningabaráttunni í fyrra. Þurfti að leita aftur til ársins 1952 til að finna jafn góða kosn- ingu. „Á þeim tveimur árum sem Vaka hefur verið í forystu höfum við getað samið við ríkis- stjórnina um hagstæðari úthlut- un úr Lánasjóðnum. Okkur tókst að lækka skerðingarhlutfallið um 5% og hækka frítekjumark- ið um 20.000 krónur. Málefni Lánasjóðsins eru ofarlega á baugi í okkar baráttu en það málefni sem við leggjum megin- áherslu á er staða Háskóla Ís- lands og umræðan sem skapast hefur um skólagjöld. Það er ekki spurning að Stúdentaráð undir forystu Vöku ætlar að berjast af alefli gegn þeim.“ Jarþrúður segir Háskóla Ís- land eiga að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að háskólanámi. Skólagjöld munu svo sannarlega hafa heftandi áhrif þar á. „Sá fjárhagsvandi sem skólinn stend- ur frammi fyrir í dag verður ekki leystur með því að setja á skóla- gjöld. Við teljum að verið sé að velta vandanum yfir á stúdenta. Um skammtímalausn yrði að ræða og skólanum lítt til fram- dráttar sé til lengri tíma litið.“ Jarþrúður var spurð hvort hún hygði á frekari frama í stjórnmálum. „Nei, sem stendur hef ég ekki hugleitt það. Það er langur vegur frá hagsmunapóli- tík stúdenta yfir í lands- málapólitík. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ ■ Nýr formaður JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR ■ er nýr formaður Stúdentaráðs. Hún er fimmta konan til að gegna þessu embætti og fyrsta konan sem valin er úr hópi Vökumanna. GEORGE FREDERICK HÄNDEL Tónskáldið fæddist á þessum degi árið 1685, fyrir 319 árum síðan. 23. febrúar ■ Þetta gerðist 1822 Boston fær kaupstaðarréttindi. 1847 Zachary Taylor hershöfðingi leiðir bandaríska hermenn til sigurs gegn mexíkóska hershöfðingjan- um Santa Anna í orrustunni um Buena Vista í Mexíkó. 1945 Bandarískir landgönguliðar reisa fána sinn á Suribachi-fjalli á eyj- unni Iwo Jima efir að þeir lögðu fjallið undir sig í seinni heims- styrjöldinni. 1965 Grínleikarainn Stan Laurel, betur þekktur sem Steini, fé- lagi hins feita og geðstirða Olla, deyr. 1995 Dow Jones-vísi- talan á Wall Street lok- ar yfir 4.000 stigum í fyrsta skipti. 1999 38 farast í tveimur snjóflóðum á jafn mörgum dögum í Austurríki. DOLLÝ Klónið eignaðist sex heilbrigð lömb á sinni stuttu ævi. KINDIN DOLLÝ ■ Fyrsta klónaða spendýr sögunnar var kynnt til sögunnar. 23. febrúar 1997 Senda kók til Íslendinga erlendis Mesta eftirspurnin yfir alltárið er eftir lakkrís. Harð- fiskur fylgir síðan fast á eftir,“ segir Sófus Gústavsson, fram- kvæmdastjóri nammi.is, en sú netverslun hjálpar Íslendingum erlendis að nálgast eftirlætis ís- lenska sælgætið sitt. Hann segir aukna eftirspurn eftir öðrum hlut- um sem Íslendingar erlendis sakni að heiman slíka að í dag út- vegi fyrirtækið fleiri vörutegund- ir og nefnir áfengi og gjafavörur. Sófus segir pantanir berast daglega að utan og eftirspurn fari eftir árstíðum. „Fyrir páska ber- ast okkur 20-30 pantanir daglega þar sem óskað er eftir páskaeggj- um. Malt, appelsín og konfekt eru vinsælar vörutegundir á þessum tíma og um jólin.“ Hann segir mik- ið lagt í að koma páskaeggjum heilum á húfi til viðtakanda. „Við leggjum eggin í frauðkassa og setjum svamp allt um kring. Við gerðum könnun fyrsta árið sem við sendum út páskaegg. Sextíu prósent viðtakenda svöruðu og út- koman var sú að níutíu prósent fengu eggin óbrotin til sín.“ En eru Íslendingar svo óskap- lega vanafastir að þeir geti ekki valið úr hinum fjölmörgu vöruteg- undum erlendis? Sófus segir fyrir- spurnir berast að utan sem ómögu- legt sé að verða við og nefnir mjólk og ost. „Fyrir stuttu hringdi í mig kona og sagðist vera í vandræðum með að baka svampbotn og vildi fá senda Myllu svampbotna. Við bent- um henni á að kostnaðurinn myndi nema tæpum sex þúsund krónum en það hefði þurft að senda botn- ana með hraðpósti.“ Sófus nefnir fleiri vörutegundir sem nammi.is sendir Íslendingum erlendis og nefnir Kóka kóla. „Við seljum kók, sem er óskiljanlegt. Íslenska vatn- ið er víst svo sérstakt.“ ■ Netverslun LAKKRÍS ■ og harðfiskur eru þær vörur sem eru eftirsóttastar hjá Íslendingum erlendis. 11.00 Lilja Guðmundsdóttir, frá Vest- mannaeyjum, síðast til heimilis á Elliheimilinu Grund, verður jarð- sungin frá Aðventkirkjunni. 13.30 Birna Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju. 13.30 Kristjana Jósepsdóttir, Hvassa- leiti 58, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni. 14.00 Eðvarð P. Ólafsson blikksmiður, Túnbraut 5, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. 15.00 Haraldur Örn Tómasson, Rauða- gerði 20, verður jarðsunginn frá Kirkju óháða safnaðarins. ■ Eina ósk ■ Brúðkaup Kindin Dollý kynnt til sögunnar JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR Jarþrúður er gift og á eitt barn. Mikill tími fer í að sinna hagsmunamálum stúdenta og segir hún það mögulegt í ljósi þess að eignmaðurinn sé afskaplega skilningsríkur. „Hann fékk smjörþefinn af því sem koma skyldi eftir þriggja mánaða kosningabar- áttu og styður vel við bakið á mér.“ SÓFUS GÚSTAVSSON „Fólk er farið að átta sig á hagræðingunni. Það er tímafrekt að fara út í verslun, pakka vörunni inn og koma henni í póst.“ Óraði ekki fyrir formannsembættinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.