Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 21
21MÁNUDAGUR 23. febrúar 2004 KÖRFUBOLTI Damon Johnson var stigahæstur í liði C.B. Murcia sem tapaði 84-103 á heimavelli fyrir Real Madrid í gær. Johnson skoraði átján stig, átta með tveggja stiga skotum, sex með þriggja stiga skotum og hitti úr fjórum af sex vítaskotum. Hann tók einnig þrjú fráköst, átti tvær stoðsendingar og fékk þrjár villur. Johnson var í byrjunarliði Murcia og lék í tæpar 27 mínútur. Murcia lék mjög vel í fyrstu tveimur leikhlutunum og leiddi 50-46 í leikhléi. Real leiddi 21-18 eftir fyrsta leikhlutann og jók for- skotið í 31-22 á fyrstu fjórum mínútum annars leikhluta. Murcia vann þennan mun upp hægt og bítandi og komst yfir, 41- 39, með þriggja stiga körfu José Luis Galilea þegar rúm mínúta var til leikhlés. Atburðarásin var hröð fram að hléi og þriggja stiga karfa Ítalans Federico Van Lacke færði Murcia fjögurra stiga for- ystu í hléi. Damon Johnson skoraði fyrstu körfu þriðja leikhluta en þá tók Real öll völd og þegar leikhlutan- um lauk var staðan orðin 79-64 fyrir Madrídinga. Real hafði einnig betur í fjórða leikhlutan- um, 24-20. Murcia er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með sex sigra í 25 leikjum. Damon Johnson skoraði átján stig fyrir Murcia, Antonio Reynolds sautján, Brent Scott fimmtán, Xavier Sánchez tíu, José Luis Galilea níu, Federico Van Lacke níu, Juan Manuel Moltedo fjögur og Marty Conlon tvö. Lettinn Kaspars Kambala skoraði 20 fyrir Real, Alex Mumbrú skoraði nítján, Elmer Bennett og Pat Burke fimmtán, Alberto Herreros þrettán, Anton- io Bueno átta, Mario Stojic sex, Roberto Núñez fimm og Grikkinn Antonios Fotsis tvö. Þetta var þriðji leikur Damons fyrir Murcia síðan hann kom til liðsins fyrir skömmu en Murcia hefur tapað öllum þremur leikjunum. Það er þó ekki vegna lélegrar frammistöðu hans því Damon hefur verið með bestu mönnum liðsins í þessum þremur leikjum, skoraði 12 stig í fyrsta leiknum og 11 í öðrum. ■ DAMON JOHNSON Skoraði átján stig gegn Real Madrid og var stigahæstur í liði Murcia. Damon Johnson í góðum gír í spænsku 1. deildinni í körfuknattleik: Stigahæstur gegn Real Metsigur Celtic í skosku úrvalsdeildinni: 24 sigrar í röð FÓTBOLTI Celtic vann öruggan 4-1 sigur á Partick Thistle í 25. um- ferð skosku úrvalsdeildarinnar í gær. Með sigrinum setti Celtic nýtt skoskt met því félagið hefur nú sigrað í 24 leikjum í röð í deild- inni. Chris Sutton skoraði fyrsta mark leiksins seint í fyrri hálfleik og bætti öðru marki við úr víta- spyrnu snemma í seinni hálfleik. Stanislav Varga skoraði einnig tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik, en Gerry Britton skoraði mark Thistle. Celtic hefur þrettán stiga for- skot á Rangers þegar þrettán um- ferðir eru eftir. Rangers vann Hibernian 3-0 á laugardag með mörkum Shota Arveladze, Mich- ael Mols og Steven Thompson. Hearts er í þriðja sæti eftir 3-1 sigur á Dundee United. ■ STANISLAV VARGA Skoraði tvisvar í 24. sigurleik Celtic í röð. CLARENCE SEEDORF Seedorf fagnar hér sigurmarki sínu gegn Inter Milan á laugardaginn. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR FH-ingurinn Silja Úlfarsdóttir setti á laugardaginn Íslandsmet í 200 metra hlaupi inn- anhúss á svæðismóti háskóla í Clemson í Suður-Karólínu. Silja hljóp á 23,96 sekúndum og bætti met sem hún setti í undanrásum keppninnar. Hún varð jafnframt fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa 200 metrana á skemmri tíma en 24 sekúndum innahúss. Um fyrri helgi hljóp Silja 200 metrana á 24,26 sekúndum á móti í Clemson og bætti met Sunnu Gestsdóttur, sem var 24,30 sek- úndur. Silja sigraði í 200 metra hlaup- inu í Clemson og varð önnur í 400 metra hlaupi á persónulegu meti, 54,01 sekúndu. Hún hljóp einnig í 4x400 metra boðhlaupi en sveit Clemson-háskólans sigraði á 3.41,08 mínútum. Silja hljóp loka- sprettinn og var tími hennar 54,6 sekúndur. Lið Clemson-háskólans varð í þriðja sæti í keppni níu skóla og voru Silja og brasilíska stúlkan Gisele Oliveira atkvæðamestar í liðinu. Oliveira sigraði í lang- stökki og þrístökki. ■ SILJA ÚLFARSDÓTTIR Hefur þrisvar bætt metið í 200 metra hlaupi á einni viku. Ítalska knattspyrnan: AC vann Inter Milan FÓTBOLTI AC Milan heldur enn fimm stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á grönnum sínum í Inter Milan, 3–2, á laugardaginn. Inter byrjaði mun betur í leiknum og komst í 2–0 með mörkum frá Dejan Stankovic og Cristiano Zanetti. AC Milan setti hins vegar í gírinn í síðari hálfleik og skoraði þá þrjú mörk. Daninn Jon Dahl Tomasson, Brasilíumaðurinn Kaka og Hollendingurinn Clarence Seedorf skoruðu fyrir AC Milan. Antonio Cassano var í bana- stuði þegar Roma tók á móti Siena í gær. Cassano skoraði þrennu og þegar upp var staðið höfðu leikmenn Roma skorað sex mörk gegn varnarlausum leik- mönnum Siena sem áttu sér einskis ills von. ■ ÍTALSKA A-DEILDIN Sampdoria-Parma 1-2 0-1 Gilardino (59.), 0-2 Bresciano (74.), 1-2 Flores (82.). AC Milan-Inter Milan 3-2 0-1 Stankovic (15.), 0-2 C. Zanetti (40.), 1-2 Tomasson (56.), 2-2 Kaka (57.), 3-2 Seedorf (85.). Bologna-Juventus 0-1 0-1 Iuliano (57.). Chievo-Lazio 0-0 Modena-Empoli 1-1 1-0 Amoruso (38.), 1-1 Rocchi (50.). Reggina-Perugia 1-2 0-1 Ze Maria (19.), 1-1 Cozza, víti (54.), 1-2 Hubner (09.). Roma-Siena 6-0 1-0 Cassano (20.), 2-0 Cassano (25.), 3- 0 Mancini (30.), 4-0 Cassano (71.), 5-0 Delvecchio 82.), 6-0 Totti (87.). Udinese-Ancona 3-0 1-0 Passaro (58.), 2-0 Jankulovski (84.), 3-0 Pizarro (86.). AC Milan 22 17 4 1 43:13 55 Roma 22 15 5 2 47:9 50 Juventus 22 15 4 3 44:25 49 Lazio 22 12 4 6 33:22 40 Parma 22 11 6 5 32:26 39 Inter 22 10 6 6 38:20 36 Udinese 22 10 6 6 28:23 36 Sampdoria 22 7 9 6 27:26 30 Chievo 22 8 5 9 25:26 29 Bologna 22 6 7 9 23:29 25 Brescia 21 5 9 7 29:33 24 Modena 22 5 8 9 18:28 23 Siena 22 5 6 11 28:36 21 Reggina 22 4 9 9 19:33 21 Lecce 21 5 4 12 25:38 19 Empoli 22 4 5 13 16:39 17 Perugia 22 1 1110 25:40 14 Ancona 22 0 6 16 8:42 6 Hlaupakonan Silja Úlfarsdóttir gerir það gott í Bandaríkjunum: Þriðja Íslandsmetið á einni viku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.