Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 23. febrúar 2004 FÓTBOLTI Portsmouth vann Liver- pool 1-0 í ensku bikarkeppninni í gær og fær að launum heimaleik gegn Arsenal í 6. umferð keppn- innar fyrstu helgina í mars. Varmaðurinn Richard Hughes skoraði eina mark leiksins þegar átján mínútur voru til leiksloka. Eyal Berkovic vann boltann af Sami Hyypiä hægra megin við vítateig Liverpool og sendi hann til Yakubu Aiyegbeni, sem sendi hann áfram til Hughes, og Hughes skoraði með föstu skoti með jörð- inn frá vítateigslínu. Fyrri hálfleikur í viðureign Portsmouth og Liverpool var ekki viðburðaríkur en sá seinni var dramatískur í meira lagi. Dómarinn Matt Messias var tvisvar í sviðsljósinu vegna víta- spyrnudóma. Á annarri mínútu hálfleiksins var hann heldur bráður og dæmdi aukaspyrnu við vítateig Portsmouth á Matthew Taylor. Milan Baros var í þann mund sem að sleppa úr fang- brögðum Taylors og ætlaði að senda fyrir markið þegar Messi- as stöðvaði leikinn. Steven Gerr- ard sendi boltann fyrir markið úr aukaspyrnunni og Baros stöðvaði boltann með hendi. Messias taldi að einn varnar- manna Portsmouth hefði stöðvað boltann og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Leikmenn Portsmouth mót- mæltu af krafti og ákvað Messias um síðir að leita ráða hjá aðstoð- ardómaranum, sem benti dómar- anum á að Baros væri hinn brot- legi. Messias breytti því dómnum í aukaspyrnu. Korteri síðar fékk Liverpool vítaspyrnu þegar Matthew Taylor var dæmdur brotlegur í baráttu við Milan Baros. Aftur mótmæltu leikmenn Portsmouth en í þetta sinn varð dómi Messias ekki hagg- að. Shaka Hislop, í marki Portsmouth, varði hins vegar slaka spyrnu Michael Owen. Hislop átti mjög góðan leik þegar félögin léku á Anfield um fyrri helgi og átti öðrum fremur heiður af því að Portsmouth fékk annað tækifæri. ■ NÆSTU LEIKIR Í BIKARKEPPNINNI 5. umferð 24. feb. West Ham - Fulham 25. feb. Birmingham - Sunderland 6. umferð 6. mars Portsmouth - Arsenal 6. mars Man. United - Fulham/West Ham 7. mars Millwall - Tranmere 7. mars Sunderland/Birmingham - Sheff. Utd RICHARD HUGHES Skoraði sigurmark Portsmouth gegn Liverpool. Enska bikarkeppnin: Portsmouth lagði Liverpool í bikarnum FÓTBOLTI Það blés ekki byrlega fyrir leikmönnum Birmingham í grannaslagnum gegn Aston Villa í gær. Aston Villa komst í 2-0 með mörkum frá Darius Vassell og Thomas Hitzlberger en Finninn Mikael Forssell minnkaði muninn fyrir Birmingham. Það var síðan framherjinn Stern John sem tryggði Birmingham jafntefli með marki á síðustu mínútu leiksins. Robbie Savage, miðju- jaxlinn hjá Birmingham, fannst jafntefli vera sanngjörn úrslit þegar á heildina er litið. „Ef mið er tekið af frammistöðu okkar í fyrri hálfleik áttum við ekki neitt skilið í leiknum. Við gátum ekkert og stjórinn las yfir okkur í hálfleik. Hann sagði að ef við ætluðum að tapa þessum leik þá skyldum við í það minnsta tapa með sæmd. Við spiluðum hins vegar frábærlega í síðari hálf- leik og áttum skilið stigið,“ sagði Savage. David O’Leary, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, var ekki jafn ánægður eftir leikinn. „Við hættum að spila síðasta hálftím- ann. Það má hrósa Birmingham fyrir að hafa komið til baka en við hefðum átt að vera búnir að gera út leikinn áður en þeir skoruðu. Við gáfum þeim tvö mörk og það sætti ég mig ekki við,“ sagði O’Leary. Jermain Defoe tryggði Tottenham eitt stig gegn Leicester í miklum markaleik á White Hart Lane. Það virtist fátt benda til annars í hálfleik en að Tottenham myndi vinna öruggan sigur. Liðið leiddi 3-1, en þá tóku leikmenn Leicester sig á og skoruðu þrjú mörk í röð þrátt fyrir að vera einum manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Jamie Scowcroft fékk að líta rauða spjaldið. Defoe bjargaði deginum fyrir Totten- ham með sínu öðru marki í leiknum á síðustu mínútu leiks- ins. „Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst alltaf að missa forystu niður. Jermain bjargaði okkur í dag en við get- um samt ekki haldið áfram að verjast eins og við höfum gert að undanförnu – við vinnum ekki leiki þannig,“ sagði David Pleat, knattspyrnustjóri Totten- ham, eftir leikinn. ■ Átta mörk á White Hart Lane Jermain Defoe tryggði Tottenham jafntefli gegn Leicester með marki á síðustu mínútunni. JERMAIN DEFOE Jermain Defoe fagnar hér öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Tottenham gegn Leicester í gær. STAÐAN Arsenal 26 19 7 0 51:17 64 Man. United 26 18 3 5 50:24 57 Chelsea 26 17 4 5 47:21 55 Newcastle 26 10 1 5 37:27 41 Charlton 26 11 7 8 37:32 40 Liverpool 25 10 8 7 36:27 38 Aston Villa 26 10 7 9 32:30 37 Birmingham 25 9 9 7 25:28 36 Fulham 26 10 5 11 38:37 35 Tottenham 26 10 4 12 39:42 34 Bolton 26 8 10 8 32:40 34 Southampton 26 8 8 10 26:26 32 Middlesbrough 25 8 7 10 27:31 31 Man. City 26 6 9 11 36:38 27 Blackburn 26 7 6 13 38:43 27 Everton 26 6 8 12 31:39 26 Portsmouth 25 6 5 14 28:39 23 Wolves 26 5 8 13 24:52 23 Leicester 26 4 10 12 37:51 22 Leeds 26 5 6 15 24:51 21 Borgarafundur í Ráðhúsi Reykjavíkur Nýjar hugmyndir um skipulag í miðborginni A T H Y G L I Um þessar mundir stendur yfir skipulagsvinna í miðborg Reykjavíkur. Af því tilefni er boðað til opins fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, þriðjudaginn 24. febrúar, kl. 17:00, þar sem hugmyndir verða kynntar og borgarbúum gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Meginviðfangsefni skipulagshugmyndanna er að móta heildarsýn fyrir aukna byggð nyrst í Kvosinni í framhaldi af samkeppni sem fram fór um skipulag lóðar tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels á Austur- bakka. Tillögunni er ætlað að tengja saman núverandi miðborgarbyggð og gömlu höfnina. Á fundinum mun ráðgjafi kynna hugmyndirnar. Formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur og talsmaður Austurhafnar TR (sem undirbýr byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss) hafa framsögu og sitja fyrir svörum ásamt talsmönnum Reykjavíkurhafnar og Vegagerðarinnar. Áætluð fundarlok eru kl. 19:00. ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Aston Villa - Birmingham 2-2 1-0 Darius Vassell (21.), 2-0 Thomas Hitzlsperger (47.), 2-1 Mikael Forssell (60.), 2-2 Stern John (89.) Tottenham - Leicester 4-4 1-0 Michael Brown (6.), 1-1 Gary Doherty, sjm (6.), 2-1 Jermain Defoe (13.), 3-1 Robbie Keane (28.), 3-2 Les Ferdinand (51.), 3-3 Ben Thatcher (72.), 3-4 Marcus Bent (77.), 4-4 Jermain Defoe (89.).

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.