Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.02.2004, Blaðsíða 29
29MÁNUDAGUR 23. febrúar 2004 NAOMI CAMPBELL Breska ofurfyrisætan Naomi Campbell sést hér með glergínum á sýningu Pirelli er haldin var í Mílanó í gær. Gefur körlum frí FÓLK Silikonan Pamela Anderson segist vera að íhuga að fara ekki á stefnumót næstu 12 árin. Hún seg- ist vera hamingjusöm sem ein- hleyp og sjálfstæð móðir. „Kannski fer ég ekki á stefnumót aft- ur fyrr en börnin mín eru orðin 18 ára. Ég er mjög ham- i n g j u s ö m , “ sagði Pamela við blaðamenn í Las Vegas. „Nú hef ég bara pláss fyr- ir börnin mín og þau taka allan minn tíma. Ég er mamma í fullri vinnu og er að einbeita mér að því.“ Pamela er orðin 36 ára gömul og er þegar búin að upplifa nokkr- ar brotlendingar þegar kemur að ástarsamböndum. Hún á tvo syni, Brandon 7 ára og Dylan 6 ára, með fyrrum eiginmanni sínum Tommy Lee. Sá kauði lemur húðir með rokksveitinni Mötley Crüe og hef- ur verið þekktur fyrir allt annað en heilsusamlegt líferni. Pamela vinnur inn fyrir sér þessa daganna með því að tala inn á teiknimyndina Stripperella auk þess sem hún skrifar dálk í tímarit. Auk þess er hún að vinna að sinni fyrstu bók, From the Waist Up, sem kemur út í sumar. „Bókin fjallar um sveitastelpu sem kemur til Kaliforníu, fellur í ýmsar gildr- ur hér og þar, lætur taka myndir af sér fyrir mjög kynæsandi blað og hittir mikilvæga karlmenn. Þetta er skáldsaga,“ segir hún og hlær. ■ Vill Óskarinn KVIKMYNDIR Hollywood-leikkonan Renée Zellweger segist eiga skilið að fá Ósk- arsverðlaunin í ár fyrir leik sinn í mynd- inni Cold M o u n t a i n . Þetta lét hún hafa á eftir sér í aust- urrísku blaði þegar hún var spurð um verðlaunahá- tíðina sem fer fram eftir rúma viku í Los Angeles. „Ég hef að minnsta kostið unn- ið inn fyrir þeim,“ sagði Zellweger í viðtalinu. „Í fyrra var ég tilnefnd fyrir Chicago en fór tómhent heim. Ég held að Hollywood verði réttlát í ár.“ Zellweger, sem er 34 ára, þykir standa sig með prýði í hlutverki Ruby Thewes í Cold Mountain og hefur þegar unnið Golden Globe- og Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn. Persóna hennar í myndinni þykir mjög sterk kona og segir Zellweger að tími kvenna í stjórn- unarrstöðum sé kominn. „Holly- wood er að átta sig á því að konur ættu að stjórna en ekki menn. Við erum á góðri leið með að láta til okkar taka.“ ■ Pondus Hæ! Ég er farinn að sofa! Góða nótt! Hvað er ann- ars klukkan? Korter yfir fimm! Grafkyrr! ÉG VIÐUR- K E N N I ALLT SAMAN! Góða nótt! PAMELA ANDERSON Pamela fór til Las Vegas á tónleika Elton John og slapp auðvitað ekki framhjá hinu sívökula auga fjölmiðlanna. RENÉE ZELLWEGER Glæsileg kona með sjálfstraustið í lagi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.