Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR SPOEX Félagsmálaráðherra opnar í dag nýja heimasíðu SPOEX, samtaka psoriasis- og exemsjúklinga. Heimasíðan verður opnuð við athöfn sem hefst klukkan 14 í húsakynnum samtakanna að Bolholti 6 og eru allir velkomnir. Jafnframt munu for- maður SPOEX og markaðsstjóri Novartis á Íslandi undirrita samning um fjárframlög Novartis til SPOEX næstu fjögur árin. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KALT Í DAG Það verður bjart um landið sunnanvert en él norðan til. Það blæs nokkuð allra austast en annars verður frekar hægur vindur. Sjá nánar á bls. 6. 24. febrúar 2004 – 54. tölublað – 4. árgangur ● kann ekkert nema að leika Charlize Theron: ▲ SÍÐA 26 Rakar saman verðlaunum ● gerir við allt nema beinbrot Halldór Gunnarsson: ▲ SÍÐA 16 Þúsundþjalasmiður ● baunirnar á túkall Pétur Guðmundsson: ▲ SÍÐA 30 Saltkjöt með gamla laginu ● góð ráð ● lífsval Iðunn Steinsdóttir: ▲ SÍÐUR 18-19 Ekki nísk - bara sparsöm ÁVÍSUN Á ÁTÖK Umhverfisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um verndun Mývatns og Laxár. Formaður VG gagnrýnir ákvæði frumvarpsins um hækkun Lax- árstíflu og segir það skýlaust brot á samn- ingum. Sjá síðu 2 AUKIÐ SAMSTARF Fulltrúar sex evr- ópskra lággjaldaflugfélaga sem fljúga til Stanstead flugvallar vilja auka samstarf í markaðsmálum og þétta net lággjaldaflug- félaga í Evrópu. Sjá síðu 4 ÞÉTT BYGGÐ VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Borgaryfirvöld hyggjast skapa möguleika á allt að 78 þúsund fermetra uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur í tengslum við fyrir- hugaða byggingu tónlistarhúss. Sjá síðu 6 SUMARHÚS EÐA SORP- BRENNSLA? Deilt er um kaup á jörð- inni Otradal í Vesturbyggð. Bæjarstjóri hafn- ar kaupum en forseti bæjarstjórnar vill kaupa á réttu verði. Bæjarfulltrúi minni- hluta sér enga þörf fyrir jörðina. Sjá síðu 8 RANNSÓKN Lögreglan hefur lagt hald á tvo bíla, fólksbíl og jeppa, sem taldir eru tengjast mönnun- um sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarins í Neskaup- stað fyrir tæpum hálfum mán- uði. Grunur er um að Jucevicius hafi verið í öðrum eða báðum bílunum. Að sögn Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, hefur lög- regla tekið bílana til sinna um- ráða til frekari rannsóknar. Arn- ar segir að hald hafi einnig ver- ið lagt á ýmis gögn í húsleit sem framkvæmd var á höfuðborgar- svæðinu og í Neskaupstað. Bæði var leitað á heimilum sakborn- inga og ýmsum stöðum þeim tengdum. Þrír lögreglumenn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík fóru til Neskaupstað- ar til að aðstoða lögregluna þar við húsleit. Ýmis sýni voru tekin sem verða skoðuð til saman- burðar við önnur sýni sem til eru en að sögn Arnars mun sú vinna að minnsta kosti taka nokkra daga. Arnar segir að einnig sé unnið að annars konar upplýsingaöflun og yfirheyrslum. Þá er alþjóða- deild ríkislögreglustjóra, í sam- starfi við lögregluna í Litháen að skoða aðdraganda þess að Viadas Jucevicius kom til Íslands. Reynt er að kortleggja ferðir hans frá því að hann kom til landsins og þar til hann fannst látinn. Arnar segir ekkert gúmmíhylkj- anna, sem Jucevicius hafði innvort- is, hafa verið tómt en ekki hefur verið útlokað að fíkniefni hafi getað lekið úr einhverju hylkjanna. ■ fjármál o.fl. MÚRNUM MÓTMÆLT Þúsundir Palestínumanna efndu til mótmæla í borgum og bæjum á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu í gær. Þeir mótmæltu byggingu Ísraela á múrnum umdeilda á sama tíma og Alþjóðadómstóllinn í Haag hóf umfjöllun sína um lögmæti múrs- ins. Stuðningsmenn og andstæðingar hans fóru í kröfugöngur um þetta leyti, hvort tveggja í Haag og víða í Miðausturlöndum. Sjá síðu 2 ALÞINGI Atli Gíslason, Vinstri grænum, krafðist þess á Alþingi í gær að Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra gerði skýra grein fyrir afstöðu stjórnvalda til hækkunar lægstu launa, því rík- isstjórnin ætti beina aðild að kjaraviðræðunum sem stærsti atvinnurekandi landsins. Hann spurði hvaða fyrirheit væru gef- in þeim sem hefðu lægstu launin og sagði verkalýðshreyfinguna vilja skýr svör um það hvað ríkis- stjórnin hyggðist fyrir í skatta- málum. „Ríkisstjórnin hefur komið að kjarasamningum með óbeinum hætti og hefur gert samnings- aðilum erfitt fyrir um að ná landi í viðræðum sínum. Ýmsar álögur hafa hækkað og oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað tengt loforð sín um skattalækk- anir við væntanlega kjarasamn- inga,“ sagði Atli. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði ríkisstjórnina stuðla að friði á vinnumarkaði og mikilvægt væri að ná kjara- samningum sem tryggðu stöðug- leika í þjóðfélaginu. „Það er eðlilegt að línur í kjarasamningum skýrist á hinum almenna vinnumarkaði og það er viðfangsefni aðila vinnumarkað- arins að takast á um hækkun launa. Ég vænti þess að hægt sé að semja um tölur í þessu sam- bandi sem eru viðsættanlegar. Samskipti ríkisstjórnarinnar og vinnumarkaðarins vegna kjara- samninganna eru í eðlilegum far- vegi,“ sagði Halldór og bætti því við að ekki væri tímabært að greina frá því hvenær ríkið kæmi inn í samningagerðina. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði stjórnvöld reyna að greiða fyrir kjarasamningum, þeir væru skammt á veg komnir, en vonandi tækist að ljúka gerð þeirra innan skamms tíma. „Það er stefna ríkisstjórnar- innar að gengið verði í það að lög- festa skattalækkanir sem talað hefur verið um, að loknum þess- um kjarasamningum. Ef samn- ingar takast á næstu dögum eða vikum þá er komið að ríkisstjórn- inni að skila sínu í þeim efnum. Um þau mál verður ekki samið við samningaborðið í kjarasamn- ingum,“ sagði Geir. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagði erfiða kjarasamninga framundan. „Núverandi ríkisstjórn verð- skuldar ekki traust launamanna. Hún hefur þegar svikið mörg lof- orð og hefur ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.“ bryndis@frettabladid.is Rannsóknin á láti Vaidas Jucevicius: Húsrannsóknir og hald lagt á bíla 39%52% Skattalækkanir í kjölfar samninga Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reyna að greiða fyrir kjarasamningum og skattalækkanir verði lögfestar þegar þeir verði í höfn. Utanríkisráðherra segir samskiptin góð við aðila vinnumarkaðarins og kjaraviðræður í góðum farvegi. Óöld á Haítí: Bandaríkin senda herlið HAÍTÍ, AP Fimmtíu bandarískir land- gönguliðar hafa verið sendir til Haí- tí til þess að vernda Bandaríkja- menn þar í landi, bandaríska sendi- ráðið og starfsmenn þess. Talið er að þrjátíu þúsund erlendir ríkisborgar- ar séu á Haítí; um tuttugu þúsund Bandaríkjamenn, tvö þúsund Frakk- ar og eitt þúsund Kanadamenn. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst Aristide forseta Haítí ábyrgan fyrir óöldinni þar og segjast ekki munu koma honum til bjargar líkt og þau gerðu árið 1994 þegar tutt- ugu þúsund bandarískir hermenn voru sendir til eyjunnar og komu herforingjastjórninni frá völdum. ■ Trausti Jónsson: Óvísindaleg hamfaraspá LOFTLAGSBREYTINGAR Trausti Jóns- son veðurfræðingur hefur kynnt sér skýrslu sem bandaríska varnar- málaráðuneytið lét gera um lofts- lagsbreytingar. Í skýrslunni er var- að við miklum hörmungum sökum breytinganna og því til að mynda haldið fram að loftslag á Bret- landseyjum árið 2020 verði áþekkt því sem nú er í Síberíu og að ýmsar borgir Evrópu sökkvi í sjó á næstu áratugum. Trausti segir skýrsluna vera unna á mjög óvísindalegan hátt, rannsóknarniðurstöður og ummæli virtra vísindamanna séu slitin úr samhengi. Trausti segir að öllu rannsóknarefni skýrslunnar sé stillt upp á eins vondan hátt og mögulegt sé í því skyni að draga eins hrika- legar ályktanir og hugsast megi. ■ M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.