Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 4
FLUGSAMGÖNGUR Á fundi sex lággjaldaflugfélaga með yfir- mönnum í breskum flugmálum í gær var rætt um leiðir til þess að auka samstarf milli flugfé- laga sem nota Stanstead-flugvöll í útjaðri Lundúna. Fulltrúar Iceland Express og fimm annarra lággjaldaflugfé- laga í Evrópu, utan Bretlands, ræddu um samstarfsmöguleika og sameiginlegt markaðsstarf á fundinum í Reykjavík. Félögin sem áttu fund í Reykjavík í gær eru pólska flugfélagið Air Polonia, þýska félagið Air Berlin, norska félag- ið Norwegian og Sky Europe frá Slóveníu. Fram kom í máli Ólafs Hauks- sonar, talsmanns Iceland Ex- press, að sérstaklega væri verið að huga að samhæfingu í tækni- lausnum meðal flugfélaga sem notast við Stanstead-flugvöll, en um 90% farþega sem fara um flugvöllinn kaupa miða sína í gegnum Netið. Hugmyndin er að gefa ferðamönnum aukinn kost á því að finna tengiflug án mikils tilkostnaðar. Chris Butler, yfirmaður þró- unarmála á Stanstead-flugvelli, segir að yfir 90% umferðar um Stanstead-flugvöll sé á vegum lággjaldaflugfélaga. Sökum auk- inna umsvifa þeirra hefur um- ferð um flugvöllinn stóraukist og enn er útlit fyrir vöxt. Í ár er gert ráð fyrir að um tuttugu milljónir farþega fari um völlinn en á næstu árum mun sú tala hækka um fimm milljónir í viðbót. Fulltrúi þýska lággjaldaflug- félagsins Air Berlin segist telja sérstaklega áhugavert að bjóða upp á lággjaldaflug frá Þýska- landi til Reykjavíkur um Stan- stead. Undir þetta tekur Ólafur Hauksson og segir að með mark- aðsstarfi og pakkatilboðum yrði hægt að gefa fjölda Þjóðverja kost á að ferðast til Íslands með ódýrari hætti en hingað til. Yfirmenn Stanstead-flugvall- ar segja að nýtt Radisson-hótel með fimm hundruð herbergjum opni á flugvallarsvæðinu 2. ágúst næstkomandi og að áform séu uppi um smíði tveggja ann- arra nýrra hótela. Þetta eykur möguleika ferðamanna á að nota lággjaldaflugfélög á ferðalögum sem eru lengri en einn fluglegg- ur. Ólafur Hauksson segir að um 40% af farþegum Iceland Ex- press til London taki tengiflug annað. Aðspurður um þau vandamál sem lággjaldaflugfélög glíma við segir fulltrúi norska félags- ins Norwegian að flest ný lágggjaldaflugfélög hafi þurft að eiga við undirboð stóru flug- félaganna á þeim leiðum þar sem samkeppni hefur skapast. Hins vegar hafi víðast komið í ljós að tilkoma nýrra aðila á flugmarkaðinn hafi í för með sér næstum því hreina viðbót í far- þegafjölda. Yfirmennirnir frá Stanstead voru spurðir um áhrif aukinna öryggiskrafna á fargjöld. Þeir sögðu að á síðasta ári hafi þurft að ráða tvö hundruð nýja menn í öryggisgæslu en kostnaðarauki felist einnig í því að lengri tíma taki að gera flugvélar klárar til að fara aftur af stað eftir lendin- gu. Það mun vera einhver helsti kostur Stanstead-flugvallar að þar komast vélar aftur af stað um þrjátíu mínútum eftir að þær eru tæmdar. thkjart@frettabladid.is 4 24. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Finnst þér að leggja eigi niður embætti forseta Íslands? Spurning dagsins í dag: Óttastu áhrif loftslagsbreytinga á næstu árum og áratugum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 50,1% 43,1% Nei 6,8%Er alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Írönsku þingkosningarnar harðlega gagnrýndar: Lýst sem sögulegu klúðri TEHERAN, AP „Sigur í kosningum án keppinauta er ekki stórfeng- legur heldur sögulegt klúður,“ sagði Rasoul Mehrparvar, einn þeirra þingmanna sem klerka- veldið í Íran meinaði að gefa kost á sér í kosningunum síð- astliðinn föstudag. Ummælin lét hann falla í umræðum á þinginu. Forsvarsmenn íhaldsmanna hafa lýst sigri sínum sem stórfeng- legum. Samkvæmt tölum innanríkis- ráðuneytisins hafa stuðnings- menn klerkastjórnarinnar tryggt sér í það minnsta 135 af 290 þingsætum en umbótasinnar og óháðir frambjóðendur 65. Stuðningsmenn klerkastjórn- arinnar höfðu sigur í Teheran sem hefur hingað til verið helsta vígi umbótasinna. Þar var kjör- sókn þó aðeins um 30% en um- bótasinnar hvöttu fólk til að sniðganga kosningarnar. Fjármálaráðherrar ríkja Evrópusambandsins gagnrýndu kosningarnar á fundi sínum í gær. Þeir sögðu kosningarnar gallaðar og vöruðu við því að þær gætu orðið til að gera sam- skipti Írans og Evrópusam- bandsins erfiðari. ■ MEÐ KOIZUMI Kofi Annan fór til Japans til fundar við Junichiro Koizumi forsætisráðherra. Sameinuðu þjóðirnar: Kosningar fyrir árslok ÍRAK, AP Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar til að aðstoða Íraka við að halda kosningar í náinni fram- tíð þó kosningar fyrir valdafram- sal Bandaríkjamanna séu ómögu- legar sagði Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, á fundi með blaðamönnum í Japan. Annan sagði að finna þyrfti leið fyrir Íraka til að setja á fót bráða- birgðaríkisstjórn sem gæti tekið við völdum 30. júní svo valdaframsalið færi fram eins og stefnt hefur verið að. Sameinuðu þjóðirnar vildu svo vinna með þeirri stjórn að skipu- lagningu kosninga sagði Annan. Lakhdar Brahimi, sendimaður Annans til Íraks, sagði í gær að hægt væri að efna til kosninga fyrir árslok. ■ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Co sta del Sol 53.942 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Fjárfestingartækifæri: Eyfirðingar kynna sig VIÐSKIPTI Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar gengst í fyrramálið fyrir fundi þar sem Eyfirðingar kynna fjárfestum og fyrirtækjum sunnan heiða þá möguleika og fjárfestingartækifæri sem svæð- ið hefur upp á að bjóða. Bent er á svæðið hafi verið í umtalsverðum vexti og að með markvissri og metnaðarfullri uppbyggingu Há- skólans á Akureyri og með mikilli fjárfestingu í grunngerð sam- félagsins hafi samkeppnishæfi svæðisins vaxið. Meðal framsögu- fólks eru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri Akureyrar, Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, og Þorsteinn M. Jónsson, for- stjóri Vífilfells, sem er með starf- semi fyrir norðan. ■ SLAPP ÓTRÚLEGA VEL Ökumaður bíls sem velti á Barða- strönd í fyrrakvöld slapp ótrúlega vel að sögn lögreglu. Maðurinn ók á um 100 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum í krapa með þeim afleiðingum að bíllinn lenti utan í klettavegg og þaðan á hvolf. Bíllinn er gjörónýtur. FYRIRMYNDARÖKUMENN Lögreglan á Hólmavík stöðvaði tæplega eitt hundrað bíla, í Hólmavík og nágrenni, frá há- degi á föstudag til seinniparts sunnudags. Meðal annars voru allir stöðvaðir sem voru að koma af þorrablóti sem haldið var á laugardagskvöld. Aðeins þurfti að gera athugasemdir í tveimur bílum þar sem farþegar í aftur- sæti voru ekki spenntir í bílbelti. ATKVÆÐUM SAFNAÐ SAMAN Starfsmaður við framkvæmd kosninganna safnaði upplýsingum um úrslit úr kjör- dæmum í gegnum síma. FORSVARSMENN LÁGGJALDAFLUGFÉLAGA Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express (í miðjunni), ásamt fulltrúa Norwegian Air og Sky Europe flugfélaganna. ■ Lögreglufréttir SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þorsteinn Már er með játningu sinni að staðfesta það svínarí sem er og hefur verið í gangi. Ég hef hvergi séð að ríkis- saksóknari aðhafist neitt í málinu. Ef ekkert gerist þá mun ég eða einhverjir aðrir leggja fram kæru til ríkislögreglustjóra á skip Sam- herja,“ segir Níels Ársælsson, skipstjóri á Bjarma BA frá Tálknafirði, um brottkast á síld sem norska strandgæslan stóð nótaskipið Þorstein EA að og við- urkenningu Þorsteins Más Bald- vinssonar forstjóra á því sem átti sér stað. Umrætt brottkast átti sér stað á Svalbarðasvæðinu í júlí í fyrra. Upplýst var að 31 kílói af síld var fleygt aftur í sjóinn á 17 mínútum. Það þýðir þrjú tonn á sólarhring ef vinnsla er á fullu. Níels segir að allir þeir sem hafi verið nálægt vinnsluskipunum viti hve gríðarlegt brottkast á sér stað. „Tugir dragnótarsjómanna eru til vitnis um brottkast frá þessum skipum. Vinnsluskipin sem liggja inni á fjörðum. Nætur hjá okkur koma upp loðnar af dauðri smá- síld og kraminni síld. Þetta er al- þekkt inni á Vestfjörðum,“ segir Níels. Hann segir að sjávarútvegs- ráðherra hafi tekið þátt í að hylma yfir með brottkasti stórútgerðar- innar. „Hann hefur lengi vitað af brottkasti og sóðaskap frystiskip- anna án þess að aðhafast,“ segir Níels. ■ NÍELS ÁRSÆLSSON Hótar að kæra Samherja. GEORGE PAPANDREOU Vill að stuðningsmenn sínir gefi blóð og komi þannig í veg fyrir blóðskort í aðdrag- anda Ólympíuleikanna. Kosningabarátta: Frambjóð- andi gefur blóð AÞENA, AP George Papandreou, ný- kjörinn leiðtogi grískra sósíalista, sem njóta minna fylgis en höfuð- keppinautar þeirra í aðdraganda þingkosninga 7. mars hefur hvatt stuðningsmenn flokksins til að gefa blóð og fylgir blóðgjafabíll Papandreou eftir á kosningafundi Grikkir sjá fram á að blóð kunni að skorta þegar kemur að Ólympíu- leikunum í haust og segja sósíalist- ar ákall formanns síns til marks um að hann láti verkin tala. ■ Mannrán í Belfast: Hlógu að dómaranum BELFAST, AP Fjórir menn sem eru grunaðir um að tilheyra írska lýð- veldishernum neituðu að svara spurningum dómara, gerðu að gríni sínu og hlógu í dómsal meðan mál þeirra var til meðferðar. Mennirnir voru handteknir í Belfast á Norður-Írlandi á föstu- dagskvöld eftir að lögreglu var til- kynnt um mannrán. Lögreglubíl var þá ekið á bíl mannanna til að stöðva hann en í honum var auk þeirra fyrrum félagi í Írska lýðveldishern- um sem hefur gagnrýnt samtökin. Mennirnir voru klæddir göllum frá toppi til táar, sams konar og Írski lýðveldisherinn notar. ■ Lággjaldflugfélögin vilja aukið samstarf Fulltrúar sex evrópskra lággjaldaflugfélaga sem fljúga til Stanstead- flugvallar vilja auka möguleika ferðamanna á að skipta um vélar á Stanstead. Tilgangurinn er að þétta net lággjaldaflugfélaga í Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ H AR I Skipstjóra Bjarma BA blöskrar brottkast: Dæmdur brottkastari vill kæra Samherja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.