Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 2004 BARN BÓLUSETT Mikilli bólusetningarherferð hefur verið hrundið í gang í nágrannaríkjum Nígeríu vegna lömunarveikifaraldurs sem geisar þar. Bólusetning er bönnuð í íslömskum fylkjum í Norður-Nígeríu en bólusetja á 63 milljónir barna í Vestur- og Mið-Afríku við veikinni. STJÓRNMÁL Verslunarráð telur reynslu af einkaframkvæmd í byggingu og rekstri ríkisstofn- ana hér á landi vera góða. Í skýrslu ráðsins eru stjórnvöld hvött til þess að beita kostum hennar í auknum mæli þótt árétt- uð sé sú afstaða Verslunarráðs að opinberum framkvæmdum skuli stillt í hóf. Í skýrslu Verslunarráðs er það gagnrýnt að mikil skriffinnska fylgi því að taka að sér verkefni í einkaframkvæmd fyrir hið opin- bera og segja höfundar of ítar- lega útboðslýsingar gefi bjóðend- um lítið svigrúm til þess að kynna hugmyndir um hagkvæm- ustu lausnir. Þá telur Verslunar- ráð mikilvægt að sem flest svið rekstrar séu boðin út í einka- framkvæmd. Meðal verkefna sem talið er að henti vel til einkaframkvæmd- ar eru bygging tónlistarhúss í Reykjavík, bygging Sundabrúar, jarðgangagerð og skólabygging- ar. Þá er sérstaklega lagt til að bygging og rekstur nýs fangelsis verði í höndum einkaaðila. ■ Innherjaviðskipti: Fyrirtæki áminnt MARKAÐUR Það sem af er þessu ári hefur í Kauphöll Íslands verið til- kynnt um 85 innherjaviðskipti. Tilkynningarnar tengjast yfirtök- um á sjávarútvegsfyrirtækjum og birtingu ársuppgjöra. Greiningar- deild Íslandsbanka segir að því miður sé enn algengt að innherjar eigi viðskipti með bréf áður en uppgjör birtast. „Greining ÍSB hefur ítrekað lagt áherslu á mikil- vægi þess fyrir trúverðugleika fé- laga á markaði að innherjar haldi að sér höndum um hlutabréfavið- skipti skömmu áður en svo verð- myndandi upplýsingar sem upp- gjör félaga eru birtar.“ ■ Fangi á Litla-Hrauni: Óttast um líf sitt FANGELSISMÁL Róbert Guðmunds- son, fangi á Litla-Hrauni, segist óttast um líf sitt þar sem honum hafi verið hótað ítrekað af öðrum fanga. Róbert, sem er 35 ára, hef- ur dvalið í fangelsinu í þrjár vik- ur, en hann afplánar nú þriggja mánaða fangelsisdóm. „Maðurinn réðst á mig í síðustu viku. Hann kýldi mig í magann og hótaði að stinga mig með hnífi,“ sagði Róbert í samtali við Frétta- blaðið. Hann segist hafa sent Fangelsismálastofnun bréf vegna málsins og beðið fangavörð um að fylgjast með sér, en verið neitað um það. „Ég hef oft kvartað yfir við- komandi fanga og beðið um að verða fluttur í annað fangelsi, en hef fengið þau svör að það sé ekki hægt því fengi ég flutning þá færu aðrir fangar fram á það sama,“ sagði Róbert. ■ VEIKINDI Í DÓMSTÓLNUM Veik- indi setja mark sitt á stríðs- glæpadómstólinn í Haag þessa dagana. Yfirheyrslum sem vera átt í máli Slobodans Milosevic í dag og á morgun hefur verið frestað vegna veikinda sakborn- ings og að auki hefur verið til- kynnt að Richard May dómari láti af störfum vegna veikinda. KREFJAST HÆRRI STYRKJA Ung- verskir bændur settu upp vega- tálma við höfuðborgina í Búda- pest í gær. Bændurnir eru ósáttir við að ekki hafi náðst samningar við stjórnvöld um hærri ríkis- styrki og hafa staðið fyrir mót- mælum um vikuskeið. Hundruð vinnuvéla hömluðu umferð inn og út úr borginni meðan fulltrúar bænda ræddu við stjórnvöld. IRA REYNIR MANNRÁN Yfirforingi lögreglunnar í Belfast segir menn úr Írska lýðveldishernum hafa gert tilraun til þess að ræna and- ófsmanni flokksins af bar í borg- inni. Lögreglan óttast að flokkur- inn, sem er bannaður, muni aldrei snúa baki við ofbeldi og leysast upp. Talsmenn bæði kaþólsku og mótmælendakirkjunnar kröfðust nýrra friðarloforða frá IRA eftir að yfirforinginn tjáði sig um málið við fjölmiðla. EINKAAÐILAR REKI FANGELSI Verslunarráð Íslands telur heppilegt að einkaaðilar séu fengnir til að reisa og reka nýtt fangelsi sem fyr- irhugað er að byggja. Verslunarráð Íslands: Fleiri verkefni til einkaaðila ■ Evrópa LITLA-HRAUN Fangi á Litla-Hrauni segist ítrekað hafa verið hótað af öðrum fanga. Hann óttast um líf sitt og hefur beðið um að verða flutt- ur í annað fangelsi, en ekki fengið það í gegn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.