Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 13
Hver er röksemdin fyrir því aðsumir hafa 100 þúsund krónur á mánuði eða minna en aðrir 500 þúsund eða meir. Það er nákvæm- lega engin önnur röksemd fyrir því en að hinum auðugu og þeim sem völdin hafa finnst þetta gott fyrir efnahagslífið. Með einkavæð- ingunni og samþjöppun auðmagns- ins á síðustu árum hefur krafan um að hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari stöðugt orð- ið harðari og óvægnari. Hinir ríku sem fara með hin raunverulegu völd eru fastir í eigin peningavél. Þeir verða stöðugt að auka ávöxt- un eigin fjármagns, þeir verða stöðugt að verða stærri til að halda velli í samkeppninni við aðra stóra. Til að reka þessi peningafram- leiðsluapparöt sín þurfa þeir fleiri milliríka þjóna, undirgefna for- stjóra og þeir gera þá ekki undir- gefna nú til dags fyrir minna en eina til tvær milljónir á mánuði. En mikilvægast af öllu er þó að halda sem flestum á lágum launum. Það er grundvöllur gróðans og ríki- dæmisins. Þeir telja að ekkert sé verra fyrir auðsókn hinna fáu en að kaup hinna lægstlaunuðu mundi hækka. Þeir eru vissulega margir sem segja, að þetta sé óskaplegt hvern- ig farið er með þá lægstlaunuðu. Hvernig á fólkið að lifa á þessu? Svo hugsa menn um sjálfa sig. Hver er sjálfum sér næstur, þeir lægstlaunuðu hugsa um sig, ég hugsa um mig. Auðvitað eiga verkalýðsfélögin að sjá um þetta, segja menn. Að eiga ekki málsvara Verkalýðssambönd, þar sem hinir lægstlaunuðu eru innan borðs, tala oft um óréttlætið, síðan tala þeir um að nauðsynlegt sé að vernda kaupmáttinn, og til þess sé nú best að hækka kaupið sem minnst. Annars kollsiglum við öllu og rauntekjurnar verða bara enn þá lægri. Og hagfræðingarnir þeir- ra reikna og fá þetta út. Flokkar sem telja sig vini hinna lægstlaunuðu (eru það ekki allir?) tala um óréttlætið með tárin í aug- unum. Kjósið okkur verkafólk, við stöndum með ykkur. En svo fara þeir að tala af hinu svokallaða raunsæi. Ef laun hinna lægstlaun- uðu myndu hækka upp í 150 þús- und, sem er kannski nálægt því sem menn þurfa til að skrimta, þá fer bara allt í vitleysu, segja þeir. Kostnaður ríkisins myndi hækka og þar með skattarnir, segja þeir. Aðstæður fyrirtækjanna mundu versna. Hvaða flokkur myndi vilja hleypa okkur í ríkisstjórn með sér ef við gerðum svona „fáheyrðar kröfur“ að aðalmálinu? Og hag- fræðingar flokkanna reikna og reikna. Og hinir lægstlaunuðu halda áfram að vera með oft vel undir 100 þúsundum á mánuði, alltof lág laun til eðlilegrar lífsframfærslu. Verkafólk í alls kyns láglauna- störfum, karlar, konur, nýbúar, ungt fólk, bændur, öryrkjar, gam- alt fólk og svo framvegis. Auðvitað leita menn að aukavinnu, hliðar- vinnu, svartri vinnu, eða reyna að svindla á kerfinu til þess að lifa af með sig og sína. En þessi lágu laun eru óásættanleg. Það er ekkert annað en ofbeldi af hálfu sam- félags okkar að halda þessum laun- um svona lágum. Barátta grasrótarinnar Ekki þarf að telja upp hvað þessi lágu laun eru skaðleg fyrir launafólkið, fyrir börnin, fyrir samfélag okkar í heild sinni. En um leið skulum við muna að það breytir enginn þessu ástandi nema láglaunafólkið sjálft. Fyrsta skref- ið er að efla vitundina um að allir eiga rétt á launum til að lifa af eðli- legu nútíma lífi. Ég á sama rétt til launa og hver annar. Mínar þarfir til líkamlegrar og andlegrar neyslu eru hinar sömu og annarra, eins er með mínar þarfir til að geta sinnt uppeldi barnanna minna. Við vitum að það er sterkur straumur í þjóðfélaginu í gagnstæða átt. Sem drepur niður sjálfstraust hinna fá- tæku en setur hina ríku á stall. Er ekki stöðugt verið að hamra á þessu í umræðunni, í fjölmiðlun- um, alla vega óbeint? Við þurfum að fletta ofan af þessum áróðri og setja manneskjulegri hugsun og vinna henni fylgi bæði í eigin röð- um og meðal annarra þegna þjóð- félagsins. Þetta er fyrsti þátturinn í baráttu grasrótarinnar til að breyta ástandinu. En það þarf líka að gera kröfur til verkalýðsfélag- anna og flokkanna að gera meira en bara að tala um að lágu launin séu alltof lág, þeir verða að sýna stuðning sinn og sýna forystu í baráttu fyrir breytingum. ■ Þeir Sumarliði Ísleifsson og JónYngvi Jóhannesson skrifuðu fyrir nokkru hér í blaðinu um fyr- irspurn mína á þingi út af Sögu stjórnarráðsins. Ég tók fram í fyrirspurnartím- anum að ég sæi ekki eftir opinberu fé til fræðimanna í tengslum við þessa útgáfu þó að mér þætti þar harla vel í lagt miðað við önnur framlög. Ég spurði að gefnu tilefni um ýmsa kostnaðarliði, og hef nú fengið hjá Sumarliða Ísleifssyni betri svör en hjá ráðherranum sem stóð fyrir útgáfunni. Ég tek fullt mark á skýringum Sumarliða og geri ekki athugasemdir við verk- laun til fræðimanna og til ritstjór- ans. Það er rétt hjá Jóni Yngva og Sumarliða að taxti Hagþenkis fyr- ir „fræðilegar greinar“ er ónot- hæfur í samanburði við þetta rit. Það eru auðvitað mistök að hafa ekki tekið eftir þeirri skilgrein- ingu að hann gildir ekki um „nýja rannsókn/úttekt eða umfjöllun sem krefst sérstakra rannsókna eða víðtækrar heimildaleitar“. Ég biðst afsökunar á að hafa notað þennan taxta. Kannski eru það málsbætur að mér þótti eðlilegt að tvöfalda taxt- ann, en nær hefði reyndar verið að þrefalda hann eða fjórfalda – eink- um í ljósi þeirrar reglu um fyrir- lestra og umræðuþátttöku í greiðsluviðmiðunargreinargerð Hagþenkis að hafa einn taxta sem aðalviðmiðun en annan fyrir „opin- bera aðila og fjársterka aðila“. Ég þakka Jóni Yngva og Sumar- liða fyrir að leiðrétta mig í þessu og líka fyrir að bregðast til varnar fyrir fræðimenn sem þeim þótti að sótt. Við erum sammála um að op- inber framlög til rannsókna og bókaútgáfu í hug- og félagsvísind- um eru hreinn aumingjaskapur og ég er reiðubúinn að ganga með þeim og öðrum í það verk að bæta aðstöðu sjálfstæðra fræðimanna til rannsókna og útgáfu. Enn er ég hinsvegar þeirrar skoðunar að verk af þessu tagi eigi eins og unnt er að bjóða út, að ritnefnd eigi að vera hafin yfir allan faglegan vafa og að fyrir- hyggju og ráðdeild verði að sýna í hvívetna. Á afmæli furstans Sennilega hefur það komið nið- ur á viðtökum þessarar Stjórnar- ráðssögu að hún er hluti af hátíð sem einkennist af tildri og sjálf- umgleði þeirra tímabundnu vald- hafa sem telja sig „eiga“ stjórnar- ráðið og sögu þess gjörvalla. Furstinn á afmæli og þá skal ekk- ert til sparað. Ritunarkostnaður þriggjabindaverksins sem nú er útgefið nemur samanlögðum op- inberum framlögum til ritunar annarra fræðiverka í hálft annað ár úr Launasjóði fræðirita- höfunda og frá Rannsóknarráði. Útgáfukostnaður við þetta verk – óvenjulegur miðað við mína reynslu af bókaútgáfu – er meiri en allt opinbert framlag árið 2004 til bókaútgáfu gegnum hinn forn- fræga Menningarsjóð. Og enn er eftir einn blóð- mörskeppur: Ritið „Forsætisráð- herrar Íslands“ sem út á að koma klukkan 16 hinn 15. september þessa árs, síðasta dag Davíðs Oddssonar í því starfi. Enn er ókunnugt um höfund, kostnað, rit- stjórn, fjárveitingu. Kostunar- maður er hinsvegar ákveðinn. Það er skattborgarinn. Ég vona að þeir Jón Yngvi og Sumarliði geti tekið undir það með mér að þetta er ekki sá um- búnaður sem við viljum við fræði- störf og bókaútgáfu á sviði hug- og félagsvísinda. ■ Andsvar MÖRÐUR ÁRNASON ■ skrifar um fræði- störf og bókat- útgáfu. 13ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 2004 SheerDrivingPleasure NýrBMWX3 www.bmw.is Fagleg útgáfa fræðirita Umræðan RAGNAR STEFÁNSSON ■ skrifar um launa- mismun. Samsæri gegn láglaunafólkinu?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.