Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 25
■ Fótbolti 25ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 2004 HANDBOLTI Það skýrist í vikunni hverjir verða mótherjar ÍBV í átta liða úrslitum Áskorendakeppni Evr- ópu. ÍBV gæti fengið Salonastit Vr- anjic frá Króatíu, eða Universitatea Remin Deva, næstefsta félag rúm- ensku deildarinnar. Eyjastúlkur gætu einnig fengið Anadolu University, sem er efst í tyrknesku deildinni með fullt hús stiga eftir níu umferðir, eða Vitaral Jelfa, sem er næst efst í Póllandi. Með Vitaral Jelfa leika tveir marka- hæstu menn pólsku deildarinnar. Þrjú þýsk félög eru enn með í keppninni. Nürnberg er í þriðja sæti Búndeslígunnar en með félag- inu leika landsliðsmennum frá sex þjóðum. Bayer Leverkusen er í næsta sæti á eftir Nürnberg í deild- inni og það teflir líka fram lands- liðsmönnum frá mörgum þjóðum. Borussia Dortmund er í níunda sæti Búndeslígunnar en félagið vann Spono Nottwil frá Sviss af öryggi í sextán liða úrslitum Áskorenda- keppninnar. ■ Áskorendakeppni Evrópu: Þrjú félög frá Þýskalandi KÖRFUBOLTI Njarðvík vann ÍR ör- ugglega með 77 stigum gegn 51 í botnslag 1. deildar kvenna í Selja- skóla í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 37-31 fyr- ir Njarðvík, sem gerði út um leik- inn í þriðja leikhluta. Þá skoruðu þær 24 stig á móti átta frá ÍR- stúlkum og eftirleikurinn var auð- veldur. Andrea Gaines var langbest í liði Njarðvíkur með 32 stig, 16 fráköst og sex stolna bolta, þrátt fyrir að spila aðeins í 29 mínútur. Sæunn Sæmundsdóttir var næst- stigahæst með 13 stig og átta frá- köst. Auðunn Jónsdóttir og Eva Stefánsdóttir skoruðu sín hvor átta stigin og Guðrún Ósk Karls- dóttir setti niður sjö. Eva María Grétarsdóttir var stigahæst hjá ÍR með 14 stig, Ragnhildur Guðmundsdóttir skor- aði 12 stig og tók átta fráköst og Hrefna Dögg Gunnarsdóttir skor- aði 10 og tók sjö fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði fimm stig en hún þurfti að fara út af vegna meiðsla eftir 14 mínútna leik. Njarðvík er enn í næstneðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir sig- urinn en er nú aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík. ÍR- stúlkur sitja sem fastast í botn- sætinu með aðeins fjögur stig. ■ ÍBV Leikur fyrst íslenskra kvennaliða í átta liða úrslitum Evrópukeppni. VIEIRA MEÐ GEGN CELTA Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, verður í liðinu gegn spænska liðinu Celta Vigo í meistaradeild Evr- ópu í kvöld. Vieira meiddist lítil- lega í leiknum gegn Chelsea um helgina en er búinn að ná sér. Brasilíumaðurinn Gilberto Silva verður aftur á móti ekki með vegna meiðsla. Þá er Ashley Cole ennþá meiddur. HOULLIER EKKI UNDIR ÞRÝST- INGI Gerard Houllier, stjóri Liver- pool, segist ekki vera undir meiri þrýstingi en áður þrátt fyrir tap gegn Portsmouth í bikarkeppninni. Hann viðurkennir að leiktíðin hafi verið erfið og kennir m.a. meiðslum Michael Owen um. „Núna verðum við að einbeita okkur að Evrópu- keppni félagsliða og að ná fjórða sætinu í deildinni,“ sagði hann. STAÐAN Í 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUBOLTA Félag L U T Stig Keflavík 18 15 3 30 ÍS 18 12 6 24 KR 18 10 8 20 UMFG 18 8 10 16 UMFN 18 7 11 14 ÍR 18 2 16 4 1. deild kvenna: Öruggt hjá Njarðvík GAINES Andrea Gaines var langstigahæst í liði Njarðvíkur með 32 stig. Hún tók jafn- framt sextán fráköst og stal boltanum sex sinnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.