Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 1
● næsti leikur á þriðjudaginn Íslandsmótið í handbolta: ▲ SÍÐA 23 Haukar unnu Valsmenn létt ● 57 ára í dag Sveinn Rúnar Hauksson: ▲ SÍÐA 18 Bindur ekki miklar vonir við tertu ● korn kemur um mánaðamótin Jonathan Davis: ▲ SÍÐUR 24 og 25 Verið þakklát fyrir að mega blóta MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR ÍBV GETUR TRYGGT SÉR SIGUR ÍBV getur í kvöld tryggt sér Íslandsmeistara- titilinn í handbolta kvenna. Staðan í einvíg- inu er 2-1, ÍBV í vil. Fjórða viðureignin fer fram í Valsheimilinu og hefst klukkan 19.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FREMUR ÞUNGBÚIÐ á landinu. Þurrt að kalla þar til seinnipartinn að búast má við vætu, einkum suðvestanlands. Áfram milt veður. Sjá síðu 6 10. maí 2004 – 127. tölublað – 4. árgangur BAUGUR Í SKARTGRIPINA Baugur hefur keypt meirihlutann í bresku verslanakeðjunni Goldsmiths. Fyrirtækið rekur 165 skartgripaverslanir á Bretlandi og er metið á tæpa 15 milljarða króna. Bank of Scotland, sem fjármagnar kaupin ásamt Landsbankanum, kaupir lítinn hlut í Goldsmiths. Sjá síðu 2 TOGSTREITA Utanríkisráðuneytið aflýsti í fyrra fundum sem forseti Íslands hafði boðað til í Washington með bandarískum embættis- mönnum. Togstreita forsetans við stjórnkerfið hefur lengi verið opinbert leyndarmál, segir í dagblaðsgrein. Sjá síðu 4 FJÖLMIÐLAFRUMVARP Ekki liggur fyrir hvenær fjölmiðlafrumvarpið verður af- greitt úr allsherjarnefnd Alþingis. Nefndin þingar stíft um málið. Sjá síðu 6 ÞJÓÐERNISHREINSANIR Súdönsk stjórnvöld eru sökuð um að standa að baki herferð til að hrekja svarta íbúa Darfur-héraðs á brott. Þúsundir hafa fallið í árásum stjórnar- hermanna og vígamanna og rúm milljón manna hefur lagt á flótta. Sjá síðu 14 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Þór Jakobsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Uppáhaldshúsið er MR ● fasteignir ● hús Írak: Sprengingar í Bagdad ÍRAK, AP Tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili í miðborg Bagdad síðdegis í gær með þeim af- leiðingum að þrír létust og tuttugu særðust. Fyrri sprengjan sprakk á vinsælum útimarkaði á annatíma og í það minnsta þrír létust af sárum sínum. Níu aðrir slösuðust en meiðsl flestra voru minniháttar. Tveimur stundum síðar sprakk önn- ur sprengja fyrir utan Four Sea- sons-hótelið í borginni. Alls særðust átta og er veitingastaður hótelsins rústir einar eftir sprengjuna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N WASHINGTON, AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, er undir vaxandi þrýstingi vegna meðferðar bandarískra hermanna á íröskum föngum. Framámenn repúblikana á þingi hafa gefið í skyn að varnarmála- ráðherrann kunni að neyðast til að segja af sér vegna málsins en demókratar hafa þegar farið fram á afsögn Rumsfelds. Rannsóknarnefndir þingsins munu fá að sjá áður óbirtar mynd- ir af enn hrottalegri meðferð á íröskum föngum en sést hafa til þessa. Beinist rannsókn þingsins að því að kanna hvort um afmörk- uð tilvik er að ræða eða hvort fangar hafa kerfisbundið verið niðurlægðir og pynt- aðir. Repúblikaninn Chuck Hagel, sem á sæti í njósnanefnd þingsins, sagði í gær að málið risti dýpra og væri umfangs- meira en stjórnin virtist gera sér grein fyrir og forsetinn yrði að taka á málun- um. Sjö herlögreglumenn hafa ver- ið ákærðir vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib- fangelsinu og hefjast herréttarhöld yfir þeim fyrsta í Baghdad nú í vikunni. Þá eru til rannsóknar 42 tilvik um meint harðræði bandarískra hermanna gagnvart íröskum borgurum til viðbótar við 35 tilvik um illa meðferð á íröskum föngum. Haft er eftir Hagel að víðtæk rann- sókn sé hafin á fram- ferði bandarískra hermanna í Írak og Afganistan. ■ Bandaríska þingið skoðar enn hrottalegri myndir af meðferð á íröskum föngum: Þrýstingur á Rumsfeld eykst Forseti Tsjetsjeníu lést eftir sprengjuárás Um 30 létust og tugir særðust eftir sprengingu sem varð á íþróttaleikvelli í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, við mikil hátíðarhöld sem þar fóru fram í gærmorgun. TSJETSJENÍA, AP Um 30 létust og nokkrir tugir særðust í mikilli sprengingu sem varð á íþrótta- leikvangi í Tjetsjeníu í gærmorg- un en meðal hinna látnu var for- seti landsins, Akhmad Kadyrov. Benda líkur til að jarðsprengju hafi verið komið fyrir undir heið- ursstúku leikvangsins en þar fór fram mikil hátíð til að minnast sigurs á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Önnur sprengja fannst skömmu síðar skammt frá stúkunni en lögreglu tókst að aftengja hana án frekari vandræða. Öryggissveitir hafa verið sett- ar í viðbragsstöðu og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt berum orðum að hryðju- verkamennirnir verði látnir gjalda fyrir verknaðinn enda hafi Akhmad Kadyrov verið þjóðhetja. Þykir lát hans afar slæmt fyrir framtíðarfriðarhorfur í Tsjetsj- eníu en heimamenn hafa barist fyrir sjálfstæði landsins um tíu ára skeið. Kadyrov, sem naut fulls stuðnings Pútíns forseta, gaf sig ætíð út fyrir að ætla að koma á nauðsynlegum endurbótum í landinu og koma þannig að ein- hverju leyti til móts við íbúana, sem lengi hafa búið við kröpp kjör og fengið litla aðstoð eða at- hygli alþjóðasamfélagsins. Herma fregnir að fljótlega eft- ir sprenginguna hafi lögregla handtekið fimm menn grunaða um verknaðinn en yfirheyrslur standa þó enn yfir. Talið er víst að uppreisnarmenn standi að baki sprengingunni en þeir hafa hingað til ekki vílað neitt fyrir sér í bar- áttu sinni gegn því sem þeir lýsa sem oki og valdhroka yfirvalda í Moskvu gagnvart íbúum landsins. Stjórnvöld í Evrópu og Banda- ríkjunum fordæmdu verknaðinn og ítrekuðu að engar slíkar árásir væru réttlætanlegar. albert@frettabladid.is VEÐRIÐ LEIKUR VIÐ LANDANN Eindæma veðurblíða var á landinu um helgina og nutu þessir kaffihúsagestir sólargeislanna á Aust- urvelli í gær. Hitinn fór í 17 stig á Kirkjubæjarklaustri og í Skaftafell um miðjan dag í gær en veðrið var best á Suðurlandi og suðvestur- horninu. Veðurstofan spáir áframhaldandi suðlægum áttum og blíðviðri en einhver væta verður þó í dag og á miðvikudag. Þriðjudagur- inn gæti hins vegar orðið álíka og góðviðrisdagarnir um helgina. ÓHUGNANLEGAR MYNDIR Bandarísk stjórnvöld hafa undir höndum myndir og myndbönd sem sýna enn hrottalegri meðferð á íröskum föngum en áður hefur sést. ÖFLUGAR SPRENGJUR Uppreisnarmenn halda áfram stríði sínu og sprungu tvær sprengjur með stuttu millibili í Bagdad í gær. M YN D /A P M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.