Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 2
2 10. maí 2004 MÁNUDAGUR „Já, mér fannst hún jafnvel betri daginn eftir en hefði verið slæm hefði ég tapað.“ Hörður Ingþór Harðarson varð Íslandsmeistari á dögunum þegar hann át 535 grömm af jalapeño á fimm mínútum. Spurningdagsins Hörður, var þetta jafn góð hugmynd daginn eftir? ■ Asía ■ Lögreglufréttir Baugur kaupir meiri- hlutann í Goldsmiths Baugur hefur í félagi við innlenda fjárfesta keypt meirihlutann í bresku verslanakeðjunni Goldsmiths. Fyrirtækið rekur 165 skartgripaverslanir og er metið á tæpa 15 milljarða króna. VIÐSKIPTI Baugur hefur keypt meirihluta í bresku skartgripa- verslanakeðjunni Goldsmiths. Samningar eru samkvæmt heim- ildum blaðsins frágengnir og er reiknað með að skrifað verði undir þá um miðja vikuna. Kaupverð er ekki gefið upp en fyrirtækið er metið á 110 milljónir sterlingspunda, nálægt 14,5 millj- örðum króna. Árleg velta fyrir- tækisins er 140 til 150 milljónir punda eða 18 til 19 milljarðar króna. Baugur og tvö önnur íslensk félög kaupa allt hlutafé eignar- haldsfélagsins Alchemy Partners í Goldsmiths, 43,5% og að auki rúmlega 35% hlut af Jurek S. Pia- secki, forstjóra og stjórnarfor- manni Goldsmiths. Piasecki á nú 50,5% hlut í Goldsmiths en sá hlutur mun lækka í 15%. Hann mun halda stöðu sinni þrátt fyrir eigendaskiptin. Sama á við um aðra lykilstjórnendur Goldsmiths. Bank of Scotland og Landsbank- inn fjármagna kapin að hluta, auk þess sem skoski bankinn kaupir lít- inn hlut í keðjunni. Breska blaðið Sunday Times fjallar ítarlega um kaupin í gær. Blaðið segir að með þeim hafi Baugur náð góðri fótfestu á breska smásölumarkaðnum. Fyrir á Baug- ur leikfangaverslanakeðjuna Hamleys og tískuvöruverslana- keðjuna Oasis, auk hluta í fleiri verslanakeðjum. Goldsmith er rótgróið fyrirtæki og nær saga þess allt til ársins 1778 þegar fyrsta verslunin var opnuð í Newcastle. Nú er Goldsmiths önnur stærsta skart- gripaverslanakeðjan í Bretlandi á eftir Signet. Goldsmiths rekur 165 verslanir um allt Bretland og er stærsti söluaðili Rolex og Gucchi í Bretlandi, svo dæmi séu tekin. Nýir eigendur Goldsmiths hafa áhuga á að opna Goldsmiths-versl- anir á meginlandi Evrópu þar sem fáar stórar skartgripaverslunar- keðjur eru starfandi. Ísland er þar inni í myndinni, ásamt fleiri lönd- um. Að auki telja nýir eigendur hægt að fjölga verslunum í Bret- landi upp í allt að 250. the@frettabladid.is Lára Margrét Ragnarsdóttir þekkir vel harðar aðstæður í Tsjetsjeníu: Hrópa á hjálp alþjóðasamfélagsins TSJETSJENÍA „Það má segja að Tsjetsjenía hafi fallið í skuggann af átökunum sem verið hafa í Afganistan og í Írak og þetta er þeirra leið til að minna á að ástand- ið í landinu er ekki betra en það var,“ segir Lára Margrét Ragnars- dóttir, fyrrverandi alþingismaður. Hún hefur í starfi sínu fyrir Evr- ópuráðið kynnst Tsjetsjeníu af eig- in raun og hefur margoft hitt Akh- mad Kadyrov, forseta landsins, sem lést í sprengingunni. „Það er alltaf dapurlegt þegar gripið er til ofbeldis eða hryðju- verka af þessum toga en neyð þessa fólks er slík að það grípur til að- gerða sem þessara. Kadyrov hitti ég nokkrum sinnum og hann sagð- ist alltaf vera að vinna að endurbót- um í landinu en á mínum ferðum varð ég lítið vör við framfarir þær sem hann talaði um.“ Lára segir að hafa verði í huga að þarna sé allt önnur menning en við búum við hér á Íslandi og allar aðstæður séu með erfiðasta móti fyrir fólkið í landinu. „Íbúarnir eru engu að síður harðir af sér og segja má að með þessum aðgerðum sé verið að hrópa örvæntingarfullt á hjálp alþjóðasamfélagsins.“ ■ Írak: Bandarískur hermaður fyrir herrétt ÍRAK, AP Bandarísk hermálayfir- völd hafa tilkynnt að fyrsti her- maðurinn sem sakaður hefur verið um pyntingar á íröskum stríðsföngum verði dreginn fyr- ir herrétt þann 19. maí næst- komandi. Hermaðurinn sem um ræðir starfaði sem herlögreglumaður við Abu Ghraib. Eru ákæru- atriðin gegn honum þrjú alls og tengjast öll grimmd gagnvart föngum innan veggja fangelsis- ins. ■ Ísrael: Tveir Palest- ínumenn drepnir GAZA Ísraelskar öryggissveitir á Gaza-svæðinu drápu tvo Palest- ínumenn eftir að þeir hófu skot- hríð á fjölda fólks sem tók þátt í minningarathöfn um unga konu og fjögur börn hennar sem létust í skærum ísraelskra og palestínskra í síðustu viku. Fjölmargir sóttu athöfnina en enginn slasaðist í skothríð byssumannanna sem voru báðir dulbúnir sem konur. Íslömsk öfgasamtök kváðust bera ábyrgð á verknaðinum. ■ ERFIÐLEIKAR FRAM UNDAN Erik Solheim, sendimaður norskra stjórnvalda sem reyna að koma á friði í Sri Lanka, segir erfiðleik- um bundið að koma friðarviðræð- um í gang á ný. Hann segist þó bjartsýnn á að takist að fá deilendur til að hefja samninga- viðræður en það taki tíma og mikinn undirbúning. KOMU Í VEG FYRIR FLUGRÁN Pakistönsk stjórnvöld segjast hafa bundið enda á undirbúning að flugráni. Zafarullah Khan Jamali forsætisráðherra segir hóp fjögurra til sex manna hafa ætlað að ræna farþegavél á leið til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Óljóst er hvað menn- irnir hugðust gera með vélina. Dönsk skólabörn: Óþolandi munnsöfn- uður DANMÖRK Orðbragð danskra skóla- barna er orðið svo ljótt að bregð- ast verður tafarlaust við og með afgerandi hætti. Þetta segir pró- fessor í uppeldisfræðum í viðtali við danska blaðið Jyllands Posten. Kennarar, leiðbeinendur og for- eldrar ætla að taka höndum sam- an í baráttunni gegn munnsöfnuði barnanna. Grunnskóli í Árósum hefur nú um þriggja mánaða skeið tekið hart á ljótu orðbragði. Eru nemendur sem verða uppvísir að slíku sendir rakleitt heim og fá ekki að koma aftur í skólann fyrr en eftir fund með foreldrum, skólastjóra og kennurum. ■ LÁRA MARGRÉT RAGTNARSDÓTTIR Segir ástandið í Tsjetsjeníu ennþá vera afar slæmt og neyðina mikla. GOLDSMITHS Fyrirtækið er önnur stærsta skartgripaverslanakeðjan í Bretlandi, rekur 165 verslanir og veltir rúmlega 19 milljörðum króna á ári. ÚTRÁS FYRIRHUGUÐ Nýir eigendur Goldsmiths hafa áhuga á að fjölga verslunum í Bretlandi og opna Goldsmiths-verslanir á meginlandi Evrópu en þar eru fáar stórar skartgripaverslana- keðjur starfandi. AFGANISTAN, AP Tveir útlendingar fundust látnir í lystigarði í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan, í gærmorgun. Höfðu mennirnir tveir verið grýttir til dauða en lögregla er engu nær um hver eða hverjir fröm- du verknaðinn. Annar útlendinganna er frá Sviss en lík hins mannsins er afar illa leikið og hefur enn ekki tek- ist að bera kennsl á það. Vegfarendur fundu líkin snemma í gærmorgun og létu lög- reglu vita um leið. Rannsókn stend- ur yfir en ekkert er vitað um tilefni árásarinnar né heldur hvaða erindi mennirnir tveir áttu í höfuðborg- inni. Voru þeir klæddir að sið heimamanna í löngum kuflum og talið er víst að þeir hafi komið til landsins frá Pakistan fyrir níu dög- um síðan. Þó að málefni Afganistan fari mun hljóðar en áður vegna stríðsins í Írak er ástandið í landinu afar ótryggt og ekki er langt síðan tali- banar felldu 14 bandaríska hermenn úr launsátri nálægt Kabúl. Hafa alls hundrað hermenn Bandaríkjamanna fallið á þessu ári í slíkum árásum. ■ REYKSKEMMDIR Á PATREKS- FIRÐI Töluverðar reykskemmd- ir urðu á húsi á Patreksfirði í gær. Húsráðandi gleymdi sjóð- andi potti á hellu sinni og fór út. Nágrannar heyrðu í reyk- skynjurum og hringdu til lög- reglu. Slökkviliðið kom á stað- inn og fór inn í húsið. STOLINN LÖGREGLUBÍLL FANNST Í BÚÐARDAL Fyrrum lögreglubíl sem var stolið 2. maí síðastliðinn af bílasölu á Borgarnesi fannst við verkstæði á Dalvík á sunnu- dag. Bíllinn hafði þá staðið þar í nokkra daga. Hann var skilinn eftir og er óskemmdur. 24 TEKNIR FYRIR HRAÐAKSTUR Á FJÓRUM TÍMUM Samstarf á milli lögreglunnar í Dalvík og á Ólafsfirði varð til þess að á fjögurra klukkustunda tímabili á föstudag voru 24 ökumenn stöðvaðir og sektaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hrað- ast var á 155 kílómetra hraða á klukkustund. GRÝTTIR TIL DAUÐA Lögreglumenn standa við þann stað þar sem tveir útlendingar voru grýttir til dauða um helgina. Tveir útlendingar fund- ust látnir í Kabúl: Grýttir til dauða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.