Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 4
4 10. maí 2004 MÁNUDAGUR Er sumarið komið? Spurning dagsins í dag: Ertu búin(n) að skipuleggja sumar- leyfið í ár? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 22% 78% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Góðir punktar til styrktar langveikum börnum: Áætla 30 milljónir á ári til barnanna AFSLÁTTARSKAFMIÐAR „Sala á afslátt- arskafmiðunum hófst á fimmtu- daginn og hafa um 700 miðar ver- ið seldir síðan,“ segir Guðmundur H. Bragason, markaðsstjóri Góðra punkta, sem eru afsláttarskaf- miðar sem seldir eru til einstak- linga með tilboðum frá tíu fyrir- tækjum og þjónustuaðilum í senn til styrktar langveikum börnum. Að sögn Guðmundar kostar hver miði um 1.500 krónur og veitir handhafa hans mikinn af- slátt á ákveðinni vöru og þjónustu í þrjá mánuði. Þá geta miðaeig- endur einnig skráð sig í pott sem dregið er úr í lok hvers mánaðar. Meðal vinninga er Evrópuferð fyrir tvo og helgargisting á hótel- um Icelandair. 1.112 börn eru skilgreind hjá Tryggingastofnun ríkisins sem langveik. Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, áætlar þó að fjögur til fimm þús- und börn á Íslandi megi skilgreina sem langveik. Með afsláttarmið- unum stefna forsvarsmenn Góðra punkta á að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra um 30 millj- ónir á ári. ■ STJÓRNMÁL Togstreita Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, við stjórnkerfið, einkum við for- sætis- og utanríkisráðuneytið, hefur verið opinbert leyndarmál, að því er fram kemur í grein eftir Árna Þórarinsson í Tímariti Morgunblaðsins þar sem fjallað er um átta ára embættistíð forset- ans. Í greininni segir að alvarleg- asta uppákoman í samskiptum forsetans við stjórnkerfið hafi verið á síðasta ári þegar utanrík- isráðuneytið hafi talið sig tilneytt til að grípa inn og fá fundum, sem forsetinn hafði boð- að til í Washington með bandarískum embættismönnum, aflýst. Þá kemur fram eftir öðrum heimildum að for- setinn hafi ætlað að funda með þarlend- um þingmönnum og hvorki forsætis- ráðuneytið né utan- ríkisráðuneytið hafi verið með í ráðum. Einn heimildarmannanna segir utanríkisráðuneytið hafa þurft að setja forsetanum stólinn fyrir dyrnar og málið hafi leyst í góðu þó að forsetinn hafi ekki ver- ið ánægður með inngripið. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkis- ráðuneytinu, sagðist ekki geta tjáð sig um málið þegar Frétta- blaðið hafði samband við hann í gær. Ekki náðist í Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í gær en aðstoðarmaður hans sagði að Halldór myndi ekki tjá sig um þetta mál. Einnig kemur fram að aðrar heimildir segi að fundunum hafi verið aflýst þar sem mannskæður fellibylur hafi gengið yfir Wash- ington á þessum tíma og raskað dagskránni. Ætlunin hafi að mestu verið að ræða samstarf á norðurslóðum en ekki samskipti Bandaríkjanna og Íslands, sem að sjálfsögðu heyri undir utanríkis- ráðuneytið. Haft er eftir stuðningsmönn- um forsetans að utanríkisráðu- neytinu mislíki viðleitni Ólafs Ragnars að gera forsetaembættið sjálfstæðara og ekki algjörlega háð frumkvæði utanríkisþjónust- unnar. Gagnrýnendur hans innan stjórnkerfisins segja hins vegar að sú viðleitni forsetans eigi sér engar forsendur. hrs@frettabladid.is SIGRAÐI KRÓNPRINSINN Mary Donaldsson, verðandi krónprinsessa, fagnar hér sigri á mannsefni sínu í siglingakeppni. Siglingakeppni konungshjónaefna: Mary sigraði krónprinsinn DANMÖRK Fjöldi manna fylgdist með spennandi siglingakeppni milli verðandi konungshjóna Dan- merkur fyrir utan Kaupmanna- höfn í gær. Þar öttu kappi Friðrik krónprins og hin ástralska heit- kona hans, Mary Donaldson. Vann krónprinsinn í fyrstu umferð en Mary í þeirri næstu. Í æsispenn- andi lokaumferð kom sú ástralska sjónarmun á undan krónprinsin- um í mark og gat þar með hrósað sigri. Mikil athygli beinist að hin- um verðandi brúðhjónum og verð- ur mikið um dýrðir í Danaveldi þegar þau ganga í það heilaga síð- ar í sumar. ■ Vél frá American Eagle: Farþegaflug- vél brotlenti PÚERTÓ RÍKÓ, AP Vél frá flugfélaginu American Eagle brotlenti á Luis Munoz Marin alþjóðaflugvellinum í gærkvöldi eftir að eitt dekkið sprakk um leið og það snerti jörð- una. Sex manns meiddust. Tuttugu og tveir farþegar voru í vélinni, sem valt á aðra hliðina og rann eftir brautinni. Vélin lagðist á annan væng vélarinnar og urðu leifar af honum eftir á brautinni. Hinir særðu eru í stöðugu ástandi en ekki er vitað hversu mikil meiðsl þeirra eru. Málið er nú í rannsókn. ■ HERMENN Í HELGUVÍK Víða í Helguvík mátti sjá alvopnaða hermenn með talstöðvar. Helguvík: Vopnaðir hermenn VARNARLIÐIÐ Hermenn varnarliðsins voru í mikilli viðbragðsstöðu vegna komu olíuskips á vegum varnarliðsins í gær, að því er fram kom á vef Víkurfrétta. Hermenn- irnir voru vopnaðir rifflum og skammbyssum í Helguvík og við kirkjugarð Keflavíkur við Garðveg. Eldra fólk sem Víkurfréttir ræddi við var að huga að leiðum ást- vinar. Átti það ekki orð yfir dóna- skap hermannanna og fannst þeir geta valið sér aðra staði en kirkju- garði til að veifa vopnum sínum. ■ SKIPULAGSMÁL Um 200 manns hafa skrifað undir áskorun um að færslu Hringbrautar verði frestað og málið borið undir at- kvæði íbúa Reykjavíkur í tengsl- um við væntanlega forsetakosn- ingu. Það er Átakshópur gegn færslu Hringbrautar sem stendur að undirskriftasöfnunni en hún hófst sl. fimmtudag. Dóra Pálsdóttir, einn aðstand- enda hópsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að fólk virtist telja að of seint væri að hætta við. „En það er ekki of seint og því fleiri sem andmæla, því líklegra er að hlustað verði á okkar sjónarmið. Ég hef ekki enn hitt neinn sem líst vel á þessar fyrirætlanir,“ sagði Dóra í samtali við Fréttablaðið. Dóra segir að borgarstjóri hafi svarað umleitun samtakanna um að efna til atkvæðagreiðslu um málið þannig að um væri að ræða tæknilegt úrvinnsluatriði sem ekki yrði borið undir atkvæði íbúa. Undirskriftasöfnunin fer fram á Netinu og er slóðin www.tj44.net/hringbraut/undirskrift/ Ólöglegar fiskveiðar Portúgala: Kanada- menn æfir FISKVEIÐAR Kanadísk stjórnvöld grunar að portúgölsk fiskiskip stundi ólöglegar fiskveiðar innan kanadísku fiskveiðilögsögunnar og hafa leitað svara frá portúgölskum yfirvöldum. Hefur kanadíska land- helgisgæslan ítrekað stöðvað portúgölsk fiskiskip við landhelg- ina og fundist hafa netadræsur frá portúgölskum skipum innan land- helgi. Yfirvöld í Portúgal hafa ekki formlega svarað Kanadamönnun- um en sjávarútvegsráðherra lands- ins hefur lýst því yfir að engar sannanir séu fyrir ásökunum Kanadamanna. ■ M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R SAMFELLD BYGGÐ FRÁ REYKJVÍKUR- HÖFN AÐ NAUTHÓLSVÍK Framtíðarsýn Átakshóps gegn færslu Hring- brautar. Hópurinn vill setja umferðina í stokk sem liggur frá Bústaðavegi að Melatorgi. Undirskriftasöfnun gegn færslu Hringbrautar: Vilja atkvæðagreiðslu samhliða forsetakjöri Fundum forseta Íslands aflýst Togstreita Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við stjórnkerfið, einkum við forsætis- og utanríkisráðuneytið, hefur verið opinbert leyndar- mál, samkvæmt grein eftir Árna Þórarinsson í Tímariti Morgunblaðsins. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Í grein í Tímariti Morgunblaðsins segir að heimildamenn hliðhollir forsetanum hafi sagt ástæðu þess að fundum forsetans í Washington hafi verið aflýst vegna fellibyls sem raskaði þeirri dagskrá ákveðin hafði verið. ■ Ekki náðist í Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra í gær en aðstoð- armaður hans sagði að Hall- dór myndi ekki tjá sig um þetta mál. Kúba: Bandaríkin styðja hryðju- verkahópa KÚBA Bandarísk yfirvöld styðja og halda verndarhendi yfir rúmlega eitt hundrað mismunandi hryðjuverka- hópum sem hafa það eitt að mark- miði að koma Fidel Castro frá völd- um á Kúbu. Þessu er haldið fram í kúbverska tímaritinu Bohemia þar sem bent er á að stjórnvöld í Wash- ington hafi ítrekað sýnt þessum hóp- um stuðning í verki. Einnig er bent á að einn skipuleggjenda tortímingar flugvélar kúbverska flugfélagsins Cubana árið 1976 hafi verið gestur George Bush, forseta Bandaríkj- anna, í veislum forsetans. ■ Þrastarskógur: Grillkol kveiktu í mosa LÖGREGLA Einn sumarbústaður í Þrastarskógi var í hættu í gær- kvöldi eftir að kviknaði í sinu á sumarbústaðasvæðinu. Fólk sem dvaldi í einum bústaðanna hafði verið að grilla og ekki gáð að sér þegar það skildu kolin eftir í mos- anum. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi logaði eldur á um hálfs hekt- ara svæði. Slökkviliðið var kallað út klukkan rúmlega sex í gær- kvöldi og tók slökkvistarfið um klukkutíma. ■ GÓÐIR PUNKTAR Búið er að selja um 700 afsláttarskafmiða til styrktar langveikum börnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.