Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 12
GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK Við erum snöggir að umfelga 12 10. maí 2004 MÁNUDAGUR KÆRA „Ég talaði við kerlinguna fyrir um mánuði síðan eftir að ættingjar hennar höfðu svikið hana til að fá verðlaunaféð,“ segir Sverrir Þór Einarsson, vélhjóla- maður og húðflúrari. Sverrir lagði fram kæru á kvennavefinn fem- in.is í byrjun janúar vegna ásak- ana sem bornar voru á hendur honum um að hafa gefið fjórtán ára stúlku eiturlyf og misnotað hana kynferðislega. Sverrir segir að ekkert hafi verið hægt að gera í kærunum þar sem á þeim tíma hafi vantað nafn á þann sem setti róginn um hann inn á vefinn. „Þegar ég var búinn að hafa uppi á henni hringdi ég í hana og hún grenjaði rosalega í símann. Hún sagðist hafa heyrt þessa sögu í saumaklúbb og ákveðið að láta þetta á vefinn eins og hún þekkti persónulega til þessarar stúlku.“ Sverris segir konuna vera umboðsmann stór- fyrirtækis á landsbyggðinni og hún hafi sent póstinn úr tölvu fyrirtækisins. Því hafi hann rætt við starfsmannastjóra fyrirtækis- ins þar sem hann teldi fyrirtækið bótaskylt fyrir hegðun starfs- mannsins. Starfsmannastjóri fyrirtækisins staðfesti við Frétta- blaðið að Sverrir hefði rætt við hann en ekki væri ljóst hvað yrði gert í málinu þar sem þeir teldu ekki öruggt að pósturinn hefði upphaflega komið frá starfs- manni þeirra. ■ MIÐBÆRINN. Sjávarfiskabúr við Lækjargötu, syngjandi stöðumæl- ar, Laugavegshlaup og upphitað afdrep fyrir róna voru meðal 1100 hugmynda sem fram komu í hug- myndasamkeppni Landsbanka Ís- lands um miðbæ Reykjavíkur en niðurstöður dómnefndar voru kynntar í Ráðhúsinu á laugardag. Veitt voru þrenn aðalverðlaun að fjárhæð 450 þúsund krónur hver og 20 viðurkenningar að fjárhæð 50 þúsund krónur hver og var heildarupphæð verðlauna því rúmlega 2,3 milljónir króna. Dóm- nefndina skipuðu Björgólfur Guð- mundsson, Eva María Jónsdóttir, Guðjón Friðriksson, Ingibjörg Pálmadóttir, Hallgrímur Helga- son og Margrét Harðardóttir. Aðalverðlaunin komu í hlut Andra Snæs Magnasonar, Kjuregej Alexöndru og þeirra Gunnars Magnússonar og Hjör- leifs Sveinbjörnssonar. Viður- kenningarnar voru af ýmsum toga. Hugmynd Elísabetar Jökuls- dóttur um Tilfinningatorg í mið- bænum hlaut til að mynda viður- kenningu sem fallegasta hug- myndin en að mati dómnefndar vísaði sú hugmynd til þeirrar sjálfsmyndar þjóðarinnar að Ís- lendingar beri harm sinn í hljóði og leyni gleði sinni. Þá hlaut Ör- lygur Hálfdánarson viðurkenn- ingu fyrir bestu hugmyndina um minjavernd en hans tillaga var að grafa upp brúna yfir lækinn sem Lækjargata er kennd við. borgar@frettabladid.is VEIÐI Stærsta bleikja sem veiðst hefur áratugum saman í Hlíðar- vatni í Selvogi var dregin á land fyrir skömmu. Bleikjan vó sex pund og sagðist veiðimaðurinn, Róbert Rósmann, alveg í skýjun- um með fenginn. Elías Hafsteinsson, formaður veiðifélagsins Árbliks í Þorláks- höfn, sagði allt stefna í að sumar- ið í ár yrði stórfiskasumar því margir stórir fiskar hefðu veiðst frá því veiðitíminn hófst. Hann sagðist telja að bleikjan væri sú stærsta sem veiðst hefði í fjörutíu til fimmtíu ár. „Veiðimenn hafa verið að veiða þriggja og tveggja punda fallegar bleikjur í vatninu og hafa gamal- reyndir veiðimenn verið að landa hverjum stórfiskinum á fætur öðrum. Ég ætla að láta stoppa upp þann stóra,“ sagði Elías. ■ www.medcare.com HLUTHAFAFUNDUR MEDCARE FLÖGU HF. Dagskrá: Medcare Flaga hf. boðar til hluthafafundar í húsakynnum félagsins að Síðumúla 24 þriðjudaginn 18. maí kl. 16:00. 1. Kynning á fyrirhuguðum kaupum Medcare Flögu hf. á SleepTech, LLC. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum Medcare Flögu hf. þannig að 3. Tillaga um breytingu á samþykktum Medcare Flögu hf. þannig að 4. Önnur mál löglega upp borin. stjórn félagsins verði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 100.000.000 krónur að nafnverði og hluthafar falli frá forgangsrétti að nýjum hlutum. Hinir nýju hlutir verða afhentir á genginu 6,0 sem greiðsla fyrir eignarhluti í bandaríska félaginu SleepTech, LLC í samræmi við viljayfirlýsingu félagsins við eigendur þess félags. Heimildin gildi til 1. júní 2007. stjórn verði veitt heimild til sölu nýs hlutafjár allt að 200.000.000 krónur að nafnverði. Lagt er til að hluthafar falli frá forgangsrétti að nýjum hlutum og stjórn félagsins verði falið að ákveða nánari útfærslu á sölu hlutafjárins, þ.m.t. verð og greiðsluskilmála. Heimildin mun gilda til 1. júní 2007. Jafnframt er lagt til að felld verði brott sambærileg heimild stjórnar samkvæmt núgildandi samþykktum til að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir króna. Stjórn Medcare Flögu hf. Hlíðarvatn: Stærsta bleikja í áratugi RÓBERT RÓSMANN Sex punda bleikjan úr Hlíð- arvatni í Selvogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LÍ AS H AF ST EI N SS O N Ellefuhundruð hugmynd- ir um miðbæ Reykjavíkur Um 640 manns tóku þátt í hugmyndasamkeppni Landsbankans um miðbæ Reykjavíkur. TILLAGA 1 Það sem er gott fyrir bæjarins bestu er gott fyrir miðborgina. Andri Snær Magnason setti fram stórar og litlar hugmyndir sem snerta fjölmarga þætti borgarlífs, þar sem fram kom söguleg og frumleg afstaða til miðbæjar Reykjavíkur að mati dómnefndar. Andri Snær segir m.a. að byggja þurfi upp bíla- stæðavanda því þar sem fólki líði vel eigi bílum að líða illa. TILLAGA 2 Ævintýragarður í Hljómskálanum. Kjuregej Alexandra setti fram stóra og óvenjuleg hugmynd að garði sem helg- aður væri íslenskum ævintýrum. Jóhann risi og Keikó væru stjörnurnar. Dóm- nefndin taldi að útfærslan á skipulagi garðsins og á verkunum sem búa til æv- intýraheiminn væri heillandi og myndi henta vel reykvískum garði þar sem gaman gæti verið að eyða stund með börnum jafnt að vetri sem sumri. TILLAGA 3 Landfylling út í Engey. Gunnar Magnússon og Hjörleifur Svein- björnsson sendu hvor um sig inn sömu hugmyndina en með mismunandi út- færslu. Að mati nefndarinnar var hug- myndin í senn róttæk og djörf og líkleg til að gjörbreyta miðborg Reykjavíkur. Með slíkri landfyllingu taldi nefndin að til yrðu ótal tækifæri til að auka íbúða- byggð og styrkja mannlíf og þjónustu í miðbænum. ÆVINTÝRAGARÐUR Í HLJÓMSKÁLANUM Kuregej Alexandra þakkar Björgólfi Guðmundssyni, formanni bankaráðs Landsbankans, fyrir verðlaunin sem hún hlaut fyrir hugmynd sína um ævintýragarð í Hljómskálanum í hugmyndasamkeppni bankans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Segist hafa fundið konuna sem kom róginum af stað: Ættingjar sviku hana fyrir verðlaunafé SVERRIR ÞÓR Sverrir segir ekkert hafa verið hægt að gera þegar hann lagði fram kæruna í janú- ar þar sem ekki hafi verið ljóst hver hefði sett róginn fram. Nú hefur hann fundið konuna og talað við hana og fyrirtækið sem hún vinnur hjá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.