Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 16
Það var tímabært að við fengj- um að sjá með eigin augum þá starfsemi sem Bandaríkjaher hefur stundað í Írak og íslenska ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir með því ósvífna orða- lagi að við séum meðal „hinna staðföstu“. Ekkert af hinni skipulegu niðurlægingarstarfsemi sem hneykslað hefur heiminn ætti að koma á óvart. Þetta er her- mennska. Svona er hún. Það er beinlínis út af svona villi- mennsku sem margir eru and- vígir hernaði hvar og hvenær sem er. Hermennska er villi- mennska: þegar hversdagsgæft og meinlaust fólk gengur í her- inn er því breytt í hatursvélar. Í hermennsku felst siðferðis- afnám, afmönnun og niðurbrot gilda. Þess vegna hefur mörg- um hér fundist um árabil að Ís- lendingar eigi aldrei að tengja sig við hermennsku heldur skuli þjóðin vera stolt af vopn- leysi sínu og gera þetta vopn- leysi að vopni sínu. Rödd vopn- lausrar og heiðvirðrar þjóðar kann að heyrast í þjóðar- skvaldrinu en aldrei rödd att- aníossans. Sæti í öryggisráðinu hvað? Eins og sakir standa erum við eins og sníkjudýr á stóru rándýri – við erum eins og fló á hýenu. Utanríkisráðherrann er héralegur en ekki stoltur á al- þjóðavettvangi yfir vopnleysi okkar. Og engu líkara en að hann sé á laun að koma á fót einhvers konar her á Íslandi – ásamt Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra. Samkvæmt dag- blöðum hefur Björn meira að segja verið í slíkri námsferð í Bandaríkjunum þar sem hann fékk að hitta hetjurnar sínar augliti til auglitis en þurfti ekki að tala við þær í símann. Sam- tímis því að á alþingi stóð yfir umræða um enn eitt faglega álitið þar sem átalin er embætt- isfærsla hans við skipan hæsta- réttardómara (umsvifalaust dæmd ómerkt af Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem er að verða helsti anarkisti landsins) var Björn að læra af Bandaríkja- mönnum hvernig á að fram- fylgja lögum og reglu. Það var þá þjóðin til þess arna! kynni einhver að segja. Sjaldan höf- um við séð Björn ljóma svo mjög af hamingju og þegar hann stóð með sjálfum Khomeini þeirra Bandaríkja- manna, hinum kunna öfga- manni John Ashcroft, sem byrj- ar alla daga í dómsmálaráðu- neytinu á sameiginlegu bæna- haldi og sækir meira til Móselaga en í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hið smánarlega ofbeldi Bandaríkjamanna gagnvart stríðsföngum sínum er að sönnu verk nokkurra sjúkra einstaklinga. En hver sýkti þá? Englendingar sem losnuðu úr fangabúðum Bandaríkja- manna í Guantanamo hafa greint frá svipuðum pyntingum fangavarða þar sem snerust – enn og aftur - um meiðingar á kynfærum, kynvitund, blygð- un. Sjálfur holdgervingur vald- þóttans, Donald Rumsfeld, lét á sínum tíma þau boð út ganga að ákvæði Genfarsáttmálans um meðferð stríðsfanga giltu ekki um þá menn sem teknir voru höndum í Afganistan á sínum tíma – nánast af handahófi – enda væru þetta hryðjuverka- menn, réttlausir með öllu, rétt- dræpir, réttpíndir. Það væri undir Bandaríkjamönnum kom- ið að segja til um hverjir væru hryðjuverkamenn. Sú sérstaða helgaðist af tvennu: þeirri smán sem Bandaríkjunum var sýnd ell- efta september 2001 – og að Bandaríkjamenn væru sérstök þjóð, blessuð af guði, útvalin. Við munum sennilega aldrei skilja þá reiði sem fyllti sálir Bandaríkjamanna við árásina ellefta september. Raunveru- legur leiðtogi hefði safnað henni saman, beint henni í einn stað, virkjað hana til að verða að voldugasta afli heimsins. Bush hefur hins vegar bruðlað með þessa reiði, hann hefur enn ekki haft upp á sjálfum skipu- leggjendunum – en þess má geta til samanburðar að það tók Spánverja innan við viku eftir ógnarverkin í Madrid – en hald- ið í fáránlega leiðangra í nafni þessarar reiði, gert að engu samúðina sem Bandaríkjamenn nutu meðal allra þjóða eftir ódæðin – og sótt fyrirmyndir sínar um hernað til Ísraels- manna, enda séu þeir hin út- valda þjóðin í heiminum. Hugmyndafræðin sem rekur Bandaríkjamenn áfram er ískyggilegt glundur sem við höfum að undanförnu fengið æ meiri innsýn í; trúfífl á borð við þau sem við sjáum stundum á Omega og brosum að virðast helstu ráðgjafar Bandaríkja- forseta í málefnum mið-austur- landa, þar sem blandast inn í dómsdagsþrugl og órar um Ísr- ael ættaðir frá John Nelson Darby, írskum rugludalli á 19. öld sem hafði mikil áhrif á trú- arofstækishópa í Bandaríkjun- um alla 20. öldina með því að sulla saman efni úr ólíkum köfl- um Biblíunnar svo að úr varð römm og stórhættuleg blanda fyrir óupplýst fólk. Kannski að það sé verkefni þingmanna í næsta fyrirspurn- artíma alþingis: að spyrja for- sætis- og utanríkisráðherra um það hvar þeir standa í Arma- geddon-spursmálinu? Hvort þeir séu þar sem annars staðar í hópi „þeirra staðföstu“? ■ Það hefur enga merkingu að lýsa yfir andstyggð á misþyrm-ingum bandarískra hermanna og starfsmanna hernámsliðs-ins í Írak á íröskum herföngum. Þeir sömu og standa fyrir þessum pyntingum hafa mánuðum og árum saman lýst yfir sinni eigin andstyggð á sambærilegum misþyrmingum – og meira að segja í sömu vistarverum. Andstyggð þeirra beindist að íröskum hermönnum og starfsmönnum stjórnar Saddams Hussein. Við höf- um séð Bush Bandaríkjaforseta heilagan til augnanna og með brostinni röddu lýsa hrottaskap Saddams Hussein og stjórnar hans gagnvart eigin þegnum. Forsætisráðherra Blair hefur í innblásn- um ræðum höfðað til ábyrgðar okkar Vesturlandabúa að koma kúg- uðum Írökum til hjálpar. Davíð okkar og Halldór hafa alla tíð rök- stutt stuðning sinn við innrásina í Írak með ómannúðlegu stjórnar- fari Husseins og hundingja hans. Okkar menn gerðu aldrei mikið úr þeirri hættu sem heimsbyggðinni stafaði af Hussein eða hugsan- legum yfirráðum hans yfir gereyðingarvopnum – öfugt við þá Bush og Blair. En andstyggð Davíðs og Halldórs á misþyrmingum, pynt- ingum og kúgun Husseins á þjóð sinni var engu minni en þeirra Bush og Blair. Þeir egndu okkur til fylgis við hernám Íraks með því að við gætum ekki setið aðgerðalaus hjá – innrásin var mannúðar- verk; sjálfsögð viðbrögð við þjáningum meðbræðra okkar. Það hefur því enga merkingu í dag að lýsa yfir óhugnaði og við- bjóði á glæpum fangavarðanna í Abu Ghraib. Það hafa þeir einnig gert sem standa fyrir pyntingunum. Óhugnaður og viðbjóður okk- ar á pyntingum er ástæða þess að í dag er verið að pynta fólk í Abu Ghraib. Þeir sem standa fyrir pyntingum dagsins hafa ekki aðeins saurgað, myrt og svívirt það fólk sem þeir áttu að gæta í Abu Ghraib heldur hafa þeir svívirt og saurgað mannúð okkar. Í dag er mannúð okkar á Vesturlöndum lélegur brandari; brandari sem í besta falli kallar fram fyrirlitningarhnuss – en hjá flestum réttlátt reiðiöskur. Hefðum við ekki mátt hafna þessu stríði af meiri ákafa? Hvern vorum við að blekkja? Vildum við gæla við þá hugsun að við vær- um í raun öðrum fremri; að við byggjum yfir æðri siðferðisþroska, öflugri persónustyrk en fólk annarrar gerðar og á fjarlægari stöð- um? Að okkur færi betur hlutverk kúgarans? Ef til vill hafa kúgararnir í Abu Ghraib veitt okkur réttláta ráðn- ingu um leið og þeir svívirtu þá sem ekkert höfðu til unnið; kennt okkur á ný gömul sannindi. Þau, að í aðstæðum sem mótast af ótta og ógn verða flestir menn að skepnum; fangaverðir Saddams Hussein jafnt sem fólk í vinnu hjá Bandaríkjaher. Ef við sem reyn- um að halda uppi lýðræði á okkar heimaslóðum beitum aðrar þjóð- ir kúgun og valdi erum við sömu níðingar og þeir kúgarar sem ekk- ert eiga lýðræðið heima fyrir. Hvernig mætti það öðruvísi vera? Utanríkisstefna Bandaríkjanna í tíð núverandi ríkisstjórnar, og fylgilag annarra stjórnvalda á Vesturlöndum við hana, er smánar- blettur á þeim hugsjónum sem samfélög okkar hafa haldið í heiðri, þeim réttindum sem þau reyna að verja og þeirri mannúð sem er sameiginleg sjálfskilningi okkar. ■ 10. maí 2004 MÁNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Hernám Íraks er smánarblettur á mannúð okkar á Vesturlöndum. Töldum við okkur öðrum æðri? Hermennska er villimennska ORÐRÉTT Þingvellir og þjóðin „Þetta mál kastar skugga á helgasta stað þjóðarinnar. Auð- vitað er það þjóðin öll sem á Þingvelli! Og í 1000 ár hefur þjóðin falið kirkjunni umsjón með staðnum.“ Þórhallur Heimisson sóknarprestur. Morgunblaðið 9. maí Taugatitringur á tryggingamark- aði „Við finnum það gjörla að ótti þeirra stóru fer vaxandi. Hver sá viðskiptavinur þeirra sem sýnir minnsta áhuga á að breyta til fær annað og betra tilboð um leið...“ Einar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Íslandstryggingar. Fréttablaðið 9. maí Grænt eða gruggugt? „Vill þjóðin blátt og tært Þing- vallavatn eða grænt og grugg- ugt? Vill þjóðin hraðbraut í gegnum sjálfan þjóðgarðinn í stað rómantískrar fegurðar- brautar þar sem hún upplifir bláma Þingvallabirtunnar og lit- brigði hins stórbrotna fjalla- hrings?“ Pétur M. Jónasson prófessor. Morgunblaðið 9. maí FRÁ DEGI TIL DAGS Í dag er mannúð okkar á Vesturlöndum lélegur brandari; brandari sem í besta falli kallar fram fyrirlitning- arhnuss – en hjá flestum réttlátt reiðiöskur. ,, Hugmyndaríkir menn Ýmsar athyglisverðar tillögur komu fram í hugmyndasamkeppni Landsbankans um miðbæ Reykjavíkur en það voru ekki síður athyglisverð nöfn í hópi þeirra sem viðurkenningar fengu. Þannig fékk sjónvarpsmaður- inn og varaborgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson viðurkenningu fyrir bjart- sýnustu hugmyndina, sem fólst í uppsetningu veður- mæla í miðbænum til að gera fjölbreytt veðurlag að listaverkum. Kollegi Gísla Marteins á Ríkisútvarpinu, Sig- mundur D. Gunnlaugsson, átti athyglisverðustu skipulags- hugsunina að mati nefnd- arinnar og Karl Pétur Jónsson, tengdasonur forseta Íslands og góðvinur Gísla Marteins, átti hugmynd að Laugavegshlaupi sem hlaut viðurkenningu sem athyglisverðasti einstaki viðburður- inn. Og allir komu þeir aftur... Það vakti athygli á kjördæmis- þingi Sjálfstæðisflokksins í Suð- urkjördæmi að tveir fyrrverandi þingmenn flokksins voru þar mættir en þeir voru fjarri góðu gamni í síðustu alþingiskosning- um. Þetta voru auðvitað þeir Árni Johnsen og Kristján Pálsson, en sá síðarnefndi sagði sig úr flokkn- um og fór í sérframboð eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum uppstillingarnefndar fyrir síðustu kosn- ingar. Kristján náði ekki kjöri og hefur því verið haldið fram að hann hafi kostað S j á l f s t æ ð i s - f l o k k i n n fimmta þing- manninn í kjör- dæminu. En allt er gott sem endar vel og vitn- aði einn ágætur sjálfstæðismaður í lagið góðkunna: Og allir komu þeir aftur, og e n g i n n þeirra dó. Í DAG HERMENNSKA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í hermennsku felst siðferðisafnám, af- mönnun og niðurbrot gilda. Þess vegna hefur mörgum hér fundist um árabil að Ís- lendingar eigi aldrei að tengja sig við hermennsku heldur skuli þjóðin vera stolt af vopnleysi sínu og gera þetta vopnleysi að vopni sínu. ,, FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.