Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 17
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Pyntingar á ábyrgð þeirra sem réttlættu stríðið? „Baráttuklerkurinn“ Örn Bárð- ur Jónsson telur þá sem ákváðu að styðja Íraksstríðið vera „um leið að taka ábyrgð á öllu stríð- inu“ og segir að auki: „Þeir Ís- lendingar sem ekki hafa and- mælt Íraksstríðinu [eru] í viss- um skilningi ábyrgir á pynting- um sem íraskir fangar hafa verið beittir,“ (Fréttablaðið 8. maí). Þetta er fráleit og órökstudd ályktun. Þjóðréttarlega og sið- ferðislega séð er stríðsyfirlýs- ing ýmist réttmæt eða órétt- mæt eftir aðstæðum. Vörn S- Kóreumanna gegn innrás N- Kóreumanna 1950 og íhlutun fjölmargra þjóða til bjargar þeim fyrrnefndu var fullkom- lega réttlætanleg, m.a. með samþykkt Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. En það þýðir vit- anlega ekki að heimilt hafi þá verið að beita hvaða meðulum sem væri til að ná því markmiði fram. Setjum nú svo (sem hér er þó ekki fullyrt), að S-Kóreu- menn eða t.d. Bandaríkjamenn hafi pyntað vissa norðanmenn eftir að þeir fyrrnefndu fóru að ná stríðsföngum. Ættu þau hugsanlegu tilfelli að breyta einhverju til eða frá um það, hvort sú ákvörðun SÞ og banda- lagsaðila S-Kóreumanna í upp- hafi að fara í þetta stríð hafi verið réttmæt? Nei, að sjálf- sögðu ekki. Siðferðis- og laga- brot eins og pyntingar stríðs- fanga eru á ábyrgð þeirra einna sem fyrir þeim standa eða leyfa slíkt athæfi, ekki hinna sem tekið höfðu afstöðu til allt ann- arrar siðferðisspurningar og voru ekki með því að réttlæta nein mannréttindabrot. Þetta ætti guðfræðilærður maður eins og Örn Bárður frændi minn að vita. Það hefði forðað honum frá því að standa í að dæma meðbræður sína, sem vilja ekkert síður en hann halda aftur af þeirri mannlegu illsku sem leysist oft úr læðingi í styrjöldum eins og við fleiri að- stæður. En gefum honum tæki- færi til að endurskoða rökvillu sína. Mætti hann þá gjarnan upplýsa um leið, hvort reiðin út í Bandaríkin og stuðningsmenn þeirra hafi truflað hæfni hans til að greina á milli þessara ólíku hluta, sem hann spyrðir þó saman í eitt í laugardagsvið- tali sínu. Gangi honum vel að kynna sér á ný grunnreglur um siðferði stríðs og meðferð stríðsfanga. ■ 17MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2004 Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, skrifar: Fréttamaður Ríkisútvarpsins fullyrti í frétt á miðvikudag að Samfylkingin hefði beðið DeCode um 500 þúsund krónur í styrk og alls ekki krónu meira, til að geta leynt styrknum fyrir kjósendum. Fréttamaðurinn vitnaði í bréf frá DeCode þar sem þetta stæði. Það gerði líka umsjónarmaður Kast- ljóss á miðvikudagskvöld án þess að hafa séð bréfið. Og enn gengur þessi vitleysa aftur í Fréttablaðinu á fimmtudag og þykir þar til marks um óheiðarleika stjórnmála- manna. Í bréfinu stendur hins vegar ekkert í þessa veru, aðeins að Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn hafi fengið þessa upphæð. Eins og Fréttablaðið ætti að vita enda var bréf DeCode skrifað sem svar við fyrirspurn þess. En þó étur hver þetta upp eftir öðr- um. Samfylkingin hefur sett sér reglur í samræmi við lagafrumvarp Jóhönnu Sig- urðardóttur og fleiri, um gagnsæjar fjár- reiður og að gefið sé upp hverjir styrkja flokkinn umfram 500 þúsund árlega. Flokkurinn hefur þó ekkert upp úr því að framlögum sé haldið leyndum. Fyrirtæki og einstaklingar geta enda skýrt frá þeim hvenær sem þeim sýnist, eins og dæmin sanna. Það er hið bezta mál og helzt ætti náttúrlega allt að vera uppi á borðinu. En fyrirtæki og einstaklingar geta þó haft réttmætar ástæður fyrir að vilja ekki gera framlögin opinber. Til að losna við kvabb frá öðrum. Eða af pólitískum ástæðum, sumum örugglega ærnum, ekki sízt í and- rúmslofti þessara missera þar sem forsæt- isráðherra skiptir fyrirtækjum í lið, með sér og móti. Sagði hann ekki að fornvinur hans hefði valið að vera í Baugi frekar en Sjálfstæðis- flokknum? Við slíkar aðstæður er eðlilegt að sumir stjórnendur fyrirtækja séu varir um sig – jafnvel hræddir – og vilji hafa styrkina undir 500 þúsundum, til að kom- ast hjá tilkynningu. Það þjónar hins vegar ekki hagsmunum Samfylkingarinnar og frá- leitt að gefa í skyn að flokkurinn sækist sér- staklega eftir slíkri leynd. Það hlýtur á hinn bóginn að vera umhugsunarefni að hefði Samfylkingin ekki sett sér reglur um gagn- sæi og upplýsingaskyldu, heldur haft allt í rassvasanum eins og ríkisstjórnarflokkarnir, þá hefði þessi umræða aldrei komið upp. Er hér ekki einhverju snúið á haus? BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU JÓN VALUR JENSSON cand. theol. UMRÆÐAN PYNTINGAR OG ÍRAKSSTRÍÐIÐ Fjölmiðlamenn spjalla Þegar litið er á innlenda dagskrárgerð á Sjónvarpinu stendur það upp úr hve stór hluti hennar felst í því að fjölmiðlamenn fá gesti í sal – jafnvel aðra fjölmiðlamenn – og spjalla. Með fullri virðingu fyrir um- sjónarmönnum Kastljóss og Laugardags- kvölds, þá eru þessir þættir löngu komn- ir af léttasta skeiði. Umsjónarmenn eru komnir á fimmta hring í viðmælendum og venjulegir sjónvarpsáhorfendur eru fyrir lifandis löngu orðnir dauðþreyttir á að sjá alltaf sama fólkið – venjulega stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn – sitja í sömu stólunum, ýmist að kýta eða „á léttu nótunum“ alræmdu. KJ/SJ á murinn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.