Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 10. maí 2004 ■ Nýjar bækur Latchmere Theatre er meðþekktari jaðarleikhúsum í London. Íslenska leiklistarneman- um Eyrúnu Ósk Jónsdóttur hefur nú verið boðið að sýna verk sitt Beauty þar. „Ég samdi verkið í vet- ur eftir að hafa verið að velta mér mikið upp úr hálendismálunum hér heima og Íraksmálinu,“ segir Eyrún Ósk. „Verkið samanstendur af ólíkum samtölum sem eru svo- lítið absúrd en ég sæki mikið efni í íslensku þjóðsögurnar. Verkið er hápólitískt og er í raun ein alls- herjar samsæriskenning en áhorf- endur fá meiri botn í samtölin eft- ir því sem líður á leikritið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem at- vinnuleikarar setja upp verk eftir Eyrúnu. „Ég hef alltaf verið að skrifa frá því ég var pínulítil og það var sett upp eftir mig verk þegar ég var í grunnskóla og í Flensborg. Á menningarhátíð FGE sem var haldin í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í fyrra var líka sett upp verk eftir mig sem heitir Litla stjarnan. Það var svo stelpa sem ég kannast við sem er í leikhópn- um Zecora Ura sem sýndi Beauty áhuga. Zecora Ura hefur vakið talsverða athygli þó ekki séu nema 3-4 ár síðan hópurinn hóf störf saman og hún vildi að hópurinn fengi að setja verkið upp. Ég er sjálf í fimm manna leikhóp sem við stofnuðum í Rose Brueford leiklistarskólanum sem ég er í. Á endanum var ákveðið að báðir hóp- arnir settu verkið upp saman.“ Stefnt er að því að sýna verkið í Finnlandi, á Íslandi og í London. „Ég leitaði til Hafnarfjarðarbæjar og menningarnefndin styrkti okk- ur til að koma með verkið í ágúst og sýna í húsnæði leikfélags Hafn- arfjarðar. Það var svo þekktur leikmyndahönnuður í London sem vildi vinna með Zecora Ura sem sendi handritið inn í Latchmere Theatre og við frumsýnum verkið þar þann 31. júlí. Þaðan halda leik- hóparnir til Finnlands en verkið verður frumsýnt á Íslandi þann 14. ágúst. ■ Leiklist EYRÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR ■ Hefur samið leikritið Beauty sem frumsýnt verður í Latchmere Theatre í London í júlí. Verkið Beauty sýnt í London EYRÚN ÓSK JÓNSDÓTTIR Leikrit Eyrúnar tekur á hálendismálum Íslendinga og Íraksmáli Breta. Kiljuút-gáfa JPV út- gáfu held- ur áfram og nú eru jólabæk- urnar Dætur Kína - bældar raddir og Maður að nafni Dave komnar út á kilju. Dætur Kína - bældar raddir eftir Xinran kom út í innbundinni útgáfu í haust, hlaut afbragðsdóma og seldist upp. Höfundurinn heimsótti Ís- land í tilefni af útgáfunni og hélt fyrirlestur hér á landi. Xinran var með útvarpsþátt í Kína í átta ár sem þvert á allar væntingar sló í gegn. Fjöldi kvenna hafði samband við hana og afhjúpaði fyrir henni lífsskil- yrði sín í skjóli nafnleyndar; lífs- skilyrði sem engan gat órað fyrir að þær byggju við undir oft á tíð- um sléttu og felldu yfirborði. Konurnar sögðu henni frá skelfi- legri lífsreynslu sinni, ofbeldi, nauðgunum skipulögðum hjóna- böndum, aðskilnaði frá börnum sínum og botnlausri fátækt og allsleysi undir oki pólitískrar kúgunar og hefða. En þær töluðu líka um ástina, drauma sína og væntingar, og hvernig þeim, þrátt fyrir hörmungar og neyð, tókst að lifa af. Maðurað nafni Dave er lokabindi sögu Dave Pelzer, sem hófst með bók- inni Hann var kall- aður „þetta“. Dave Pelzer er lifandi sönnun þess að hægt er að öðlast virðingu, vináttu og aðdá- un samferðarmanna og njóta sannra lífsgæða. Fyrri bækur hans Hann var kallaður „þetta“ og Umkomulausi drengurinn hafa snortið fólk um víða veröld og í þessu lokabindi ævisögunnar segir hann meðal annars frá átakanlegum endur- fundum, þegar hann sættist við föður sinn á dánarbeði og hittir síðan móðurina sem lagði líf hans í rúst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.