Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 22
22 10. maí 2004 MÁNUDAGUR ÞRÍÞRAUTARDROTTNING Hin bandaríska Sheila Taormina fagnar hér ógurlega eftir að hafa komið fyrst í mark í heimsbikarmóti í þríþraut í Madeira í Portúgal í gær. Þríþraut KÖRFUBOLTI Minnesota Timberwolv- es jafnaði metin gegn Sacramento Kings með naumum sigri á heima- velli í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Hræðilegur lokakafli gestanna gerði heimamönnum kleift að kom- ast inn í leikinn og klára hann. Sacramento var með tíu stiga for- skot þegar fjórar mínútur voru eft- ir en liðið klúðraði síðustu átta skot- um sínum og Minnesota tókst að hanga inni í þessu einvígi enda hefði það verið hálf vonlaust verk að halda til Sacramento 0-2 undir. Sam Cassell skoraði 8 af 19 stigum sínum á síðustu þremur mínútun- um og var maðurinn á bak við þenn- an endasprett. Cassell gaf einnig 7 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Minnesota var þó Kevin Garnett sem setti niður 28 stig, tók 11 frá- köst og varði 6 skot. Latrell Sprewell var með 15 stig og Fred Hoiberg 13. „Svona er Sam Cassell,“ sagði þjálfari Minnesota, Flip Saunders, og hélt áfram: „Hann vinnur ann- að hvort leikina fyrir okkur eða tapar þeim. Hann vill bera ábyrgðina og hann vill taka mikil- vægu skotin. Hjá Sam snýst það ekki um hversu mikið hann skorar heldur hvenær hann skorar.“ Hjá Sacramento var Peja Stojakovic atkvæðamestur með 26 stig og reif niður 7 fráköst. Chris Webber var með 21 stig og 7 fráköst og Doug Christie skoraði 15 stig. „Menn verða að halda áfram að spila,“ sagði þjálfari Sacramento, Rick Adelman, og bætti við: „Við spiluðum frábærlega í 44 mínútur en því miður er leikurinn 48 mín- útur. Það verður að spila vel allan leiktímann annars fá menn óþveg- ið eins og kom fyrir okkur í þess- um leik.“ ■ Lokaumferð ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu: Wigan sat eftir með sárt ennið FÓTBOLTI Lokaumferð 1. deildar- innar í knattspyrnu á Englandi var leikin í gær. Nokkur lið áttu möguleika á sæti í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. West Ham tryggði sér fjórða sæt- ið tveimur mínútum fyrir leikslok í jafnteflisleik gegn Wigan Athlet- ic og þar með sat Wigan eftir með sárt ennið. Ipswich og Crystal Palace voru einnig með lukkuna á sínu bandi og sæti í úrslitakeppn- inni er tryggt þrátt fyrir að hvor- ugu liðinu tækist að landa sigri um helgina. Crystal Palace tapaði fyrir Coventry, 2-1, og Ipswich gerði jafntefli, 1-1, á móti Cardiff. Þar með er ljóst að Sunderland og Crystal Palace munu eigast við í úrslitakeppninni sem og West Ham og Ipswich. Sigurliðin úr þessum viður- eignum mætast síðan í hreinum úrslitaleik á þúsaldarleikvangin- um í Cardiff um laust sæti í úr- valsdeildinni. Áður hafði Norwich tryggt sér sigur í 1. deildinni og WBA var öruggt með annað sætið. Gillingham hélt sæti sínu í deild- inni á markamun, var með einu betra en Walsall, sem ásamt Brad- ford og Wimbledon verður að sætta sig við það hlutskipti að falla í 2. deild. ■ SKAPHEITUR Muzzy Izzet sést hér með félaga sínum, Ben Thatcher, taka hraustlega á Richard Dunne, leikmanni Man. City. Muzzy Izzet: Á förum frá Leicester KNATTSPYRNA Micky Adams, stjóri Leicester, viðurkenndi það í gær að helsta stjarna liðsins, tyrk- neski landsliðsmaðurinn „Muzzy“ Mustafa Izzet, myndi yfirgefa fé- lagið í sumar. Izzet lék sinn síð- asta leik fyrir félagið um helgina þegar Leicester lagði Portsmouth á Walker’s Stadium. „Muzzy var frábær í þessum leik og við eigum eftir að sakna hans,“ sagði Adams við blaða- menn í gær. „Hann kom af velli undir lokin vegna meiðsla og hann átti svo sannarlega skilið að áhorfendur stæðu upp fyrir hon- um enda búinn að vinna gott starf fyrir félagið.“ Izzet staðfesti síðan sjálfur að hann væri á förum: „Ég elska þennan stað. Það er miður að við skyldum ekki hanga uppi í úrvals- deildinni því ég myndi gjarna vilja spila áfram fyrir félagið.“ ■ Minnesota Timberwolves jafnaði gegn Sacramento Kings: Sam Cassell frábær á lokasprettinum SAM CASSELL Brýtur hér á Doug Christie, leikmanni Sacramento Kings. Cassell kláraði dæmið fyrir Minnesota Timberwolves með frábær- um leik í lokin þegar allt stefndi í annað tap liðsins í röð gegn Sacramento Kings á heimavelli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.