Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 24
10. maí 2004 MÁNUDAGUR PHIL SPECTOR VER SIG Upptökustjórinn Phil Spector hélt blaðamannafund eftir að hafa hlotið áheyrn dómara á föstudaginn síðasta. Hann er sakaður um að hafa skotið leikkonuna Lönu Clarkson í höfuðið á heimili sínu. Lögfræðingar Spector komu skjölum frá líkskoðurum í hendur blaðamanna þar sem kemur fram að hugsanlega hafi konan sjálf tekið í gikkinn. BEINA LEIÐ Á LANDSLEIKINN Í MANCHESTER Yfir 4200 vinningar www. i t ferd i r. i s Vinningaskrá á www.pylsupar.is Fjöldi stórra og smárra vinninga eftir. með SS pylsum. Mundu eftir SMS leiknum. 15. hver pylsupakki gefur vinning. Nú gerum við enn betur - fyrir þig og þína Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig. Hringdu í AVIS í síma 591-4000 www.avis.is Við gerum betur Munið Visa afsláttinn Verð erlendis háð breytingu á gengi. A vi s DANMÖRK Frír tankur af bensíni. Ekkert skilagjald Miðað við 7 daga leigu A vi s ÞÝSKALAND Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi (ef þú bókar flokk H Opel Astra eða sambærilegan). Miðað við 7 daga leigu Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 Opel Corsa kr. 2.140, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Spánn Opel Corsa kr. 2.400, - á dag m.v. B flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Ítalía Opel Corsa kr. 2.700, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004.Þýskaland Opel Corsa kr. 3.600, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkum.Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Það var liðin vika frá því að söngv-ari Korn, Jonathan Davis, sagðist ætla að hringja í mig þegar hann loks lét verða að því. Þá hafði ég beðið tvisvar í vinnunni til klukkan níu um kvöldið við símann, eins og unglings- stelpa eftir símtalinu frá sætasta stráknum í bekknum... tilbúinn með spurningalistann, þegar skrifstofu- dama Sony hringdi í mig með afsök- unartón og sagði að því miður hefði eitthvað komið upp á, og ekkert yrði af viðtalinu í það skiptið. Ég tók því með þó nokkrum fyrir- vara þegar viðtalið var skipulagt í þriðja sinn. Rauk niður á Austurvöll til þess að mótmæla fljótfærnislegri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins og gleymdi öllu um Korn eða ávöxt þeirra. Fór heim eftir að það hafði fokið allverulega í mig, enda norðan- kalsi og leiðindaveður fyrir framan alþingishúsið. Skellti mér upp í rúm til að slappa loksins af eftir langan vinnudag. Hafði legið þar í mínútu þegar síminn hringdi. „Halló, er þetta Biggi?“, spurði sama kvenröddin á ensku og hafði beðið mig tvisvar afsökunar á einni viku. Vitandi hverjar næstu setningar yrðu fékk ég smá sting í magann. Uhh... já. „Ég er með Jonathan Davis á lín- unni, hann er tilbúinn í spjallið núna. Ert þú reiðubúinn?“ Ég? Já, auðvitað, svaraði ég með fullkomlega fölsku æðruleysi, enda fagmaður í bransanum. „Ok, ég gef honum þá samband,“ segir konan og eftir smá skruðninga er augljóst að við erum ekki lengur ein. „Halló, þetta er Jonathan Davis,“ segir ögn skrækari rödd en ég átti von á. Það var samt alveg greinilegt á málrómnum að þetta gat ekki verið neinn annar en söngvari Korn, einnar stærstu rokksveitar samtímans. Nú voru góð ráð dýr. Um plötubransann og mál- frelsi Já, blessaður, maður. Hvar ert þú staddur í heimunum? „Ég er staddur hér í Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum. Á heimili mínu.“ Það er búið að vera alveg ómögu- legt að ná í þig síðustu daga maður, hvað ertu eiginlega búinn að vera að bralla? „Við erum hérna heima að taka upp næstu plötu og æfa fyrir þetta tónleikaferðalag um Evrópu. Ég er með mitt eigið stúdíó hérna í húsinu, þannig að við vinnum allt hér.“ Þannig að næsta Korn-plata verð- ur heimatilbúin? „Já, en þetta er samt alveg alvöru stúdíó. Rándýrt með alvöru græjum og svona. Þetta er kannski heima- stúdíó en samt keppnis.“ Þið eruð ekkert smá duglegir, er plata á hverju ári núna? „Já, hér áður fyrr gáfu hljómsveit- ir út plötu á hverju ári og það var ekk- ert tiltökumál. Við erum í aðstöðu til þess að gera þetta og að búa til plötur er það skemmtilegasta sem við ger- um. Við ætlum að reyna að halda áfram með þessa stefnu, sama hvað markaðslögmálin í dag segja.“ Talandi um markaðslögmálin, þetta er all svakalegt myndband, Y’All Wanna Single?, þar sem þið rústið plötubúð og skjótið sjokkerandi staðreyndum um tónlistarbransann á liðið. Hefur það fengið einhverja spil- un á sjónvarpsstöðvunum í Banda- ríkjunum? „Já, ég held að einhverjar af minni stöðvunum séu að sýna það. Okkur langaði bara til þess að benda fólki á hversu mikil einokun ríkir í tónlistar- bransanum. Það eru sömu fjögur fyrirtækin sem eiga allar útgáfurnar, allar sjónvarpstöðvarnar, allar út- varpsstöðvarnar og alla tónleikastað- ina sem við spilum á. Okkur langaði til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri að fyrirtækin eru að taka alla í rassgatið. Alla tónlistarunnend- urna og alla listamennina. Þeir einu sem fá sitt eru plötufyrirtækin, og rúmlega það.“ Þið hljótið að vera frekar öruggir með plötusamninginn ykkar til þess að gera svona myndband? „Æi, okkur var bara alveg skít- sama. Þeir voru fyrir utan klippiklef- ann þegar við gerðum myndbandið, berjandi á hurðina. Eftir að þeir sáu það skipuðu þeir okkur að breyta því. Við bentum á að við hefðum listrænt frelsi samkvæmt samningum okkar og sögðum þeim að við ætluðum að standa við þetta. Að mínu mati er það skylda rokkara að berjast á móti því sem er rangt í heiminum og láta heyra í sér.“ Þú verður þá líklegast ánægður að heyra það að hér spila þeir mynd- bandið oft á dag á tónlistarstöðvun- um. „Frábært. Þetta er það sem ég elska við Evrópu. Þið eruð alveg laus við þessa rosalegu ritskoðun sem við höfum hér. Þarna getið þið sagt „fuck“ í útvarpinu og sýnt brjóst í sjónvarpinu án þess að þjóðin flippi út. Fjölmiðlar eru mun frjálsari hjá ykkur og ég veit að þið horfið yfir til okkar og hlæið. Hérna er allt svo útúrsýrt af ýktum kristnum sjónar- miðum út af því að þeir sem eru við Tónlist KORN ■ Jonathan Davis, söngvari Korn, talaði við Fréttablaðið um málfrelsi, plötubrans- ann, gremju, reiði og væntanlega tón- leika sveitarinnar á Íslandi. JONATHAN DAVIS Hlakkar til að koma til Íslands og öfundar Evrópubúa af málfrelsinu sem ríkir þar. Ættuð að vera þakklát fyrir að fá að blóta í fjölmiðlum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.