Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.05.2004, Blaðsíða 26
10. maí 2004 MÁNUDAGUR26 Umfjöllunkvikmyndir DREKAFJÖLL kl. 4 og 6.30 ísl tal SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 6 M. ENSKU TALI TIMELINE kl. 8 og 10.30 B.i. 12 CONF. OF A TEEN DR. kl. 4, 6, 8 og 10.10 kl. 8CHASING LIBERTYTAKING LIVES kl. 10.20 B.i. 16 NED KELLY KL. 8 OG 10.15 B.i. 16 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.40 og 8 50 FIRST DATES kl. 5.50, 8 og 10.15 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 HIDALGO kl. 8 og 10.30 B.i. 12HIGHWAY MEN kl. 8 og 10.40 PÉTUR PAN kl. 3.40 og 5.50 M/ÍSL. TALI Fór beint á toppinn í USA! R&B tónlist og ótrúleg dansatriði! SÝND kl. 8 og 10.10 B.i. 16SÝND kl. 4, 5.20, 8 og 10.30 B.i. 16 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.20, 8 og 10.30 B.i. 16 HIDALGO kl. 5,30 B.i. 12 SÝND kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 SÝND Í LÚX. VIP kl. 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16 HHHHH „Gargandi snilld!“ ÞÞ FBL HHH1/2 „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL HHHHH „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HHH Skonrokk HHHH HP kvikmyndir.com HHH H.L. Mbl. SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 HHH Robert Ebert Chicago Sun HHH Robert Ebert Chicago Sun HHH1/2 Skonrokk HHH1/2 HL, Mbl BAFTA verðlaunin: Besta breska myndin Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SÖNN SAGA „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ HHHH ÓÖH, DV „Án efa ein besta myndin í bíó í dag.“ KD, Fréttablaðið Lést á tónleik- um Bowie TÓNLIST Popparinn David Bowie þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Miami á dögunum eftir að starfs- maður við sviðið lést skömmu áður en Bowie steig á stokk. Starfsmaðurinn var að laga til ljósin fyrir ofan sviðið þegar hann féll til jarðar og dó. Harmleikurinn átti sér stað rétt eftir að hljóm- sveitin Stereophonics hafði hitað upp fyrir Bowie. Á heimasíðu sinni vottaði Bowie aðstandendum starfsmannsins samúð sína og sagði atburðinn hörmulegan. Tón- leikaferð Bowie um Bandaríkin heldur áfram í borginni Atlanta í dag. ■ BANDERAS OG DIAZ Leikararnir Antonio Banderas og Cameron Diaz stilltu sér upp fyrir myndavélarnar á laug- ardaginn, rétt áður en teiknimyndin Shrek 2 var frumsýnd í Los Angeles. Diaz talar aftur fyrir prinsessuna en Banderas leikur nýja persónu. Bond, Van Bond Það er ansi hætt við því aðstrangtrúaðir vampíristar láti Van Helsing fara í taugarnar á sér og kunni illa við það að dr. Franken- stein skuli nú starfa í Transylvaníu og reyna að skapa líf með fjár- stuðningi Drakúla greifa. En svona vill Stephen Sommers hafa þetta þegar hann leiðir saman gömlu Universal-skrímslin, Drakúla, Frankenstein og Varúlfinn, í einni og sömu myndinni. Það er þó alls ekki svo galið hvernig hann tvinnar þessa gömlu hryllingsþræði saman og saga hans er fínn efniviður í hressilegan sumarsmell. Þá verður það bara að segjast eins og er að stórmyndabún- ingurinn klæðir þessar gömlu Uni- versal-skepnur afskaplega vel. Sommers hefur áður gert tvær fínar hasarmyndir í anda Indiana Jones úr Múmíunni og hann beitir svipuðum meðulum hér, fyrir utan það að Van Helsing nýrra tíma minn- ir eiginlega meira á James Bond en fornleifafræðinginn með hattinn en hann mætir ófreskjunum með alls konar sérútbúnaði frá Q-deild Vatík- ansins. Svolítið galið en tilgangurinn helgar meðalið. Sommers nær samt ekki sömu hæðum og í Mummy og galsinn sem einkenndi þá mynd er því miður ekki til staðar hér. Hann tekur sig full há- tíðlega, sjálfsagt vegna virðingar fyrir gömlu skrímslunum, og hefði að ósekju mátt flippa meira. Þá er eitthvað bogið við Hugh Jackman og Van Helsing þannig að það má segja að hér sé aðalpersónan veikasti hlekkurinn. Drakúla er hins vegar bæði flott- ur og hress og Roxburgh fílar sig í hlutverkinu. Hann setur sig í stell- ingar Bela Lugosi sem gerir það að vísu að verkum að hann nær ekki að laða fram sömu hreinu illskuna og Christopher Lee gerði í bresku Hammer-myndunum. Lee er því enn hinn eini sanni Drakúla. Sommers er alveg með helstu grunnþætti vampírunnar á hreinu og veit að það er fyrst og fremst kyn- þokkinn sem gerir þær að því sem þær eru. Brúðir Drakúla eru súper- flottar gellur, seiðandi og banvænar. Kate Beckinsale er líka rosalega svöl í hlutverki gallharðrar sígauna- prinsessu sem hefur að takmark eitt að drepa hinn lifandi dauða greifa. Útlit myndarinnar er frábært, búningarnir flottir og drungalegt um- hverfi Transylvaníu er heillandi. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks en nokkuð ofnotaðar, sérstaklega í lokin og þá keyrir væmnin einnig um þver- bak. Annars er ekki yfir neinu að kvarta, Van Helsing er alvöru sumar- poppkornssmellur sem stendur fylli- lega undir væntingum sem slíkur. Þórarinn Þórarinsson VAN HELSING Leikstjóri: Stephen Sommers Aðalhlutverk: Hugh Jackman, Kate Beckinsale, Richard Roxburgh

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.